Sjálfstæðisflokkurinn myndi styðja rannsókn á einkavæðingu Landsbankans Anton Egilsson skrifar 8. apríl 2017 12:45 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki setja sig upp á móti því að rannsókn yrði gerð á einkavæðingu Landsbankans, komist þingnefnd að því að ástæða væri til sérstakrar rannsóknar á sölunni. Bjarni var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð tvö í dag en þar var farið um víðan völl. Þar ræddu þeir meðal annars um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem samþykkt var á Alþingi í vikunni og skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í þættinum sagði Bjarni að það væri sín upplifun að með sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafi verið sett á svið sjónarspil. „Það er mín upplifun, að þarna hafi verið dregin upp einhver leiktjöld til þess að láta líta þannig út að menn væru með breiðari hóp og dreifðara eignarhald.“ Niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis voru þær að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði í reynd aldrei verið fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur árið 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það var því afdráttarlaus niðurstaða að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á bankanum. Bjarni segir það jafnframt miður hve langan tíma það hafi tekið að leiða málið til lykta. „Manni finnst það mjög dapurlegt að við séum að komast til botns í þessu máli árið 2017, næg hafa tilefnin verið fram til þessa. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það er á vissan hátt gagnrýnisvert að ráðgjafar stjórnvalda við söluna á sínum tíma skyldu ekki hafa gengið betur í skugga um og kannski haft fyrir því að kalla þessa aðila til sín og rekið úr þeim garnirnar með þeirra áform.Vill eyða allri tortryggni Var Bjarni inntur eftir svörum um afstöðu sína til þess að einkavæðing Landsbankans yrði rannsökuð en kaupendur hans fengu umtalsverð lán fyrir kaupunum líkt og kaupendur Búnaðarbankans. „Við studdum það í þinginu 2012 og aftur í fyrra að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að taka það til athugunar hvað stæði út af,“ sagði Bjarni og bætti því við að nefndin hefði málið til skoðunar í dag. Ef að þingnefndin komist að niðurstöðu um að ástæða sé til þess að skoða kaupin nánar þá muni Sjálfstæðisflokkurinn styðja það. „Ég vil gera allt sem við getum til að eyða tortryggni. Til að eyða öllum vafa um hvað raunverulega átti sér stað til þess að við getum endurheimt traust.“Viðtalið við má Bjarna má sjá í heild sinni hér að ofan. Salan á Búnaðarbankanum Víglínan Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki setja sig upp á móti því að rannsókn yrði gerð á einkavæðingu Landsbankans, komist þingnefnd að því að ástæða væri til sérstakrar rannsóknar á sölunni. Bjarni var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð tvö í dag en þar var farið um víðan völl. Þar ræddu þeir meðal annars um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem samþykkt var á Alþingi í vikunni og skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í þættinum sagði Bjarni að það væri sín upplifun að með sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafi verið sett á svið sjónarspil. „Það er mín upplifun, að þarna hafi verið dregin upp einhver leiktjöld til þess að láta líta þannig út að menn væru með breiðari hóp og dreifðara eignarhald.“ Niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis voru þær að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði í reynd aldrei verið fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur árið 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það var því afdráttarlaus niðurstaða að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á bankanum. Bjarni segir það jafnframt miður hve langan tíma það hafi tekið að leiða málið til lykta. „Manni finnst það mjög dapurlegt að við séum að komast til botns í þessu máli árið 2017, næg hafa tilefnin verið fram til þessa. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það er á vissan hátt gagnrýnisvert að ráðgjafar stjórnvalda við söluna á sínum tíma skyldu ekki hafa gengið betur í skugga um og kannski haft fyrir því að kalla þessa aðila til sín og rekið úr þeim garnirnar með þeirra áform.Vill eyða allri tortryggni Var Bjarni inntur eftir svörum um afstöðu sína til þess að einkavæðing Landsbankans yrði rannsökuð en kaupendur hans fengu umtalsverð lán fyrir kaupunum líkt og kaupendur Búnaðarbankans. „Við studdum það í þinginu 2012 og aftur í fyrra að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að taka það til athugunar hvað stæði út af,“ sagði Bjarni og bætti því við að nefndin hefði málið til skoðunar í dag. Ef að þingnefndin komist að niðurstöðu um að ástæða sé til þess að skoða kaupin nánar þá muni Sjálfstæðisflokkurinn styðja það. „Ég vil gera allt sem við getum til að eyða tortryggni. Til að eyða öllum vafa um hvað raunverulega átti sér stað til þess að við getum endurheimt traust.“Viðtalið við má Bjarna má sjá í heild sinni hér að ofan.
Salan á Búnaðarbankanum Víglínan Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira