Upp úr sauð eftir útgáfu Fréttatímans Benedikt Bóas skrifar 8. apríl 2017 06:00 Við skrifstofu Fréttatímans standa nú tómir blaðastandar. vísir/ernir Til átaka kom á ritstjórnarskrifstofu Fréttatímans eftir að blaðið var sent í prentun á fimmtudag.Starfsmaður sem hafði ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og taldi sig hafa fengið loforð frá framkvæmdastjóra blaðsins, Valdimari Birgissyni, um að fá laun sín greidd eftir helgi, reiddist eftir að í ljós kom að framkvæmdastjórinn sagðist ekki treysta sér til að lofa neinu þar um. Þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að ekki væri hægt að tryggja greiðslu launa eftir helgi sauð upp úr á gólfi Fréttatímans.Valdimar segir það ömurlega stöðu að geta ekki greitt öllum laun á réttum tíma. „Markmið okkar er að sjálfsögðu að greiða öllum laun og vinnum við að því öllum árum ásamt því að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins.“Þeir starfsmenn fréttatímans sem Fréttablaðið ræddi við segja með ólíkindum að starfsmaðurinn hafi náð að halda ró sinni í þessum aðstæðum. Starfsmaðurinn sé fyrirvinna fjölskyldunnar og geti ekki greitt húsaleigu eða gefið fjölskyldu sinni að borða. „Örvænting þeirra sem ekki hafa fengið borgað minnkar ekki þó að blaðið hafi farið í prentun. Það verður einhver að horfast í augu við það fólk strax, því það er ekki hægt að bíða,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Fréttatímans. Þóra vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu blaðsins enda vissi hún ekki hver framtíðin yrði. Hún vonaðist til að það myndi þó halda áfram. Starfsmenn Fréttatímans segja að Þóra hafi staðið sem klettur með starfsfólki sínu en hún var milliliður á milli stjórnenda og starfsfólksins. Eftir að blaðið var sent í prentsmiðjuna gekk starfsfólkið frá og hélt í miðborgina þar sem það borðaði saman. Þau mættu ekki í vinnu í gær og vita lítið um framhaldið. Gunnar Smári sendi starfsmönnum blaðsins bréf í gærmorgun þar sem kom fram að svör myndu fást um framtíð blaðsins um helgina. Þeir starfsmenn sem Fréttablaðið ræddi við voru ekki bjartsýnir á framhaldið. Enginn hefur þó fengið uppsagnarbréf. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára en hann sagði á Facebook-síðu sinni að stærstu lánardrottnar félagsins hefðu viljað freista þess að treysta áframhaldandi rekstur blaðsins og óskuðu eftir að hann léti af störfum. „Ég gat því ekki greint starfsfólkinu frá stöðu fyrirtækisins. Ég hafði enga stöðu til þess, þekkti ekki atburðarásina og kunni engin svör,“ segir hann ennfremur.Frétt uppfærð klukkan 17:09 Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Til átaka kom á ritstjórnarskrifstofu Fréttatímans eftir að blaðið var sent í prentun á fimmtudag.Starfsmaður sem hafði ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og taldi sig hafa fengið loforð frá framkvæmdastjóra blaðsins, Valdimari Birgissyni, um að fá laun sín greidd eftir helgi, reiddist eftir að í ljós kom að framkvæmdastjórinn sagðist ekki treysta sér til að lofa neinu þar um. Þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að ekki væri hægt að tryggja greiðslu launa eftir helgi sauð upp úr á gólfi Fréttatímans.Valdimar segir það ömurlega stöðu að geta ekki greitt öllum laun á réttum tíma. „Markmið okkar er að sjálfsögðu að greiða öllum laun og vinnum við að því öllum árum ásamt því að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins.“Þeir starfsmenn fréttatímans sem Fréttablaðið ræddi við segja með ólíkindum að starfsmaðurinn hafi náð að halda ró sinni í þessum aðstæðum. Starfsmaðurinn sé fyrirvinna fjölskyldunnar og geti ekki greitt húsaleigu eða gefið fjölskyldu sinni að borða. „Örvænting þeirra sem ekki hafa fengið borgað minnkar ekki þó að blaðið hafi farið í prentun. Það verður einhver að horfast í augu við það fólk strax, því það er ekki hægt að bíða,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Fréttatímans. Þóra vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu blaðsins enda vissi hún ekki hver framtíðin yrði. Hún vonaðist til að það myndi þó halda áfram. Starfsmenn Fréttatímans segja að Þóra hafi staðið sem klettur með starfsfólki sínu en hún var milliliður á milli stjórnenda og starfsfólksins. Eftir að blaðið var sent í prentsmiðjuna gekk starfsfólkið frá og hélt í miðborgina þar sem það borðaði saman. Þau mættu ekki í vinnu í gær og vita lítið um framhaldið. Gunnar Smári sendi starfsmönnum blaðsins bréf í gærmorgun þar sem kom fram að svör myndu fást um framtíð blaðsins um helgina. Þeir starfsmenn sem Fréttablaðið ræddi við voru ekki bjartsýnir á framhaldið. Enginn hefur þó fengið uppsagnarbréf. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára en hann sagði á Facebook-síðu sinni að stærstu lánardrottnar félagsins hefðu viljað freista þess að treysta áframhaldandi rekstur blaðsins og óskuðu eftir að hann léti af störfum. „Ég gat því ekki greint starfsfólkinu frá stöðu fyrirtækisins. Ég hafði enga stöðu til þess, þekkti ekki atburðarásina og kunni engin svör,“ segir hann ennfremur.Frétt uppfærð klukkan 17:09
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira