Enski boltinn

Bilic: Pirrandi hversu góðir þeir eru

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Slaven Bilic, stjóri West Ham, segir að Manchester City hafi verið mun sterkari aðilinn í leik liðanna á Laugardalsvelli í dag. City vann sannfærandi 3-0 sigur.

„Stundum er það pirrandi hversu góðir þeir eru. Maður þarf að vera með sitt allra besta lið í toppstandi til að gera haldið í við þá,“ sagði Bilic eftir leikinn.

„Okkur vantar nokkra leikmenn og við verðum að viðurkenna að við vorum ekki góðir.“

„Við gerðum of mörg mistök en við verðum að vera heiðarlegir með það að þeir eru á öðru plani en við. Þetta er algjört topplið.“

Hann segir að þetta hafi verið góð prófraun fyrir lið West Ham. „Við fengum nokkra ágæta möguleika, ekki færi, en ágætis möguleika þegar þeir misstu boltann.“

„Munurinn er hins vegar sá að þegar maður gerir lítil mistök þá taka þeir strax til sinna mála og skapa færi eða skora mark. Það vantaði hjá okkur að refsa þegar þeir gerðu mistök.“

Bilic er ekki að koma til Íslands í fyrsta sinn en hann segir að eðlilega hafi hann og leikmenn ekki séð mikið af landinu.

„Við erum hérna í aðeins sólarhring, því miður, og þurftum að spila þennan leik. Við kynntumst ekki miklu, nema lágu hitastigi. En það var indælt að vera hérna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×