Erlent

New Yorker birtir upptöku af fúkyrðaflaumi Scaramucci

Kjartan Kjartansson skrifar
Scaramucci hljóp á sig þegar hann bölvaði og ragnaði samstarfsmönnum sínum í símaviðtali í síðustu viku.
Scaramucci hljóp á sig þegar hann bölvaði og ragnaði samstarfsmönnum sínum í símaviðtali í síðustu viku. Vísir/AFP
Orðbragðið sem Anthony Scaramucci notaði í viðtalið við New Yorker í síðustu viku batt enda á stuttan en eftirminnilegan feril sem samskiptastjóri Hvíta hússins. Tímaritið hefur nú birt hljóðupptöku af fúkyrðunum sem Scaramucci hafði um þáverandi samstarfsmenn í Hvíta húsinu.

Viðtal Scaramucci við New Yorker olli forundran um allan heim. Í símtali við blaðamanninn Ryan Lizza á miðvikudagskvöld í síðustu viku sagði hann Reince Priebus, sem þá var starfsmannastjóri Hvíta hússins, vera vænisjúkan og sakaði Stephen Bannon, aðalráðgjafa Donalds Trump forseta, um sérstaklega fima kynlífsathöfn með sjálfum sér.

John Kelly, nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins, sem tók við á mánudag lét það verða sitt fyrsta verk að sparka Scaramucci. Hann var sagður orðlaus yfir orðbragði samskiptastjórans.

Í upptökunni hér fyrir neðan má heyra hluta samtals Scaramucci og Lizza sem varð til þess að sá fyrrnefndi missti vinnuna. Búið er að eyða út orðunum sem ekki eru talin birtingarhæf.


Tengdar fréttir

Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum

Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×