Talið að 900 börn dvelji í ólöglegu húsnæði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 19:00 ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg héldu ráðstefnu um aukna búsetu í óleyfilegu atvinnuhúsnæði, en skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð hefur valdið þeirri þróun. Samkvæmt vettvangsgögnum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ríflega þúsund manns skráð með lögheimili í atvinnuhúsnæði, þar af 647 karlar, tæplega 300 konur og 94 börn. Slökkviliðið áætlar þó að alls búi 3.660 manns í ólöglegu húsnæði. Ríflega tvö þúsund karlar, þúsund konur og tæplega níu hundruð börn. Svandís Jóna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar og gagnasérfræðingur, gerði rannsókn meðal 140 erlendra verkamanna á höfuðborgarsvæðinu og spurði út í húsnæðishagi. 11,4% búa í eigin húsnæði en langflestir, eða 82,8% búa í leiguhúsnæði. 22,5% prósent búa í atvinnuhúsnæði eða 28 af 140 manna hópi. Þar af eru sextíu með skriflegan leigusamning. „En eru þetta góðir samningar? Gildir samningar? Við höfum ekki hugmynd um það,“ segir Svandís. Meðalleiga er 140 þúsund krónur á mánuði í atvinnuhúsnæði en flestir borga tvö hundruð þúsund á mánuði. 43% greiða yfir helming af tekjum sínum í húsaleigu á mánuði. „Ég hugsa að helsta niðurstaðan sé að þetta er mjög óöruggt ástand. Þar að auki hefurðu ekki aðgengi að grunnþjónustu, heimilissorp er ekki hirt, leigan er há þrátt fyrir að húsnæðið sé ekki framúrskarandi og þú ert með lágar tekjur," segir Svandís og bætir við að við hugsum ekki um þetta fólk í daglegu lífi. „Þetta fólk er ekki til, ef svo má segja.“ Svandís vill næst kanna eignarhaldið á atvinnuhúsnæðunum. Skoða þurfi til dæmis mikla fjölgun leigufélaga. „Sem eru að kaupa atvinnuhúsnæði í stórum stíl. Mjög margir í heiðarlegum tilgangi og ætla að leigja fyrirtækjum en sumir eru ekki, kannski með það hugarfar.“ Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira
ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg héldu ráðstefnu um aukna búsetu í óleyfilegu atvinnuhúsnæði, en skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð hefur valdið þeirri þróun. Samkvæmt vettvangsgögnum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ríflega þúsund manns skráð með lögheimili í atvinnuhúsnæði, þar af 647 karlar, tæplega 300 konur og 94 börn. Slökkviliðið áætlar þó að alls búi 3.660 manns í ólöglegu húsnæði. Ríflega tvö þúsund karlar, þúsund konur og tæplega níu hundruð börn. Svandís Jóna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar og gagnasérfræðingur, gerði rannsókn meðal 140 erlendra verkamanna á höfuðborgarsvæðinu og spurði út í húsnæðishagi. 11,4% búa í eigin húsnæði en langflestir, eða 82,8% búa í leiguhúsnæði. 22,5% prósent búa í atvinnuhúsnæði eða 28 af 140 manna hópi. Þar af eru sextíu með skriflegan leigusamning. „En eru þetta góðir samningar? Gildir samningar? Við höfum ekki hugmynd um það,“ segir Svandís. Meðalleiga er 140 þúsund krónur á mánuði í atvinnuhúsnæði en flestir borga tvö hundruð þúsund á mánuði. 43% greiða yfir helming af tekjum sínum í húsaleigu á mánuði. „Ég hugsa að helsta niðurstaðan sé að þetta er mjög óöruggt ástand. Þar að auki hefurðu ekki aðgengi að grunnþjónustu, heimilissorp er ekki hirt, leigan er há þrátt fyrir að húsnæðið sé ekki framúrskarandi og þú ert með lágar tekjur," segir Svandís og bætir við að við hugsum ekki um þetta fólk í daglegu lífi. „Þetta fólk er ekki til, ef svo má segja.“ Svandís vill næst kanna eignarhaldið á atvinnuhúsnæðunum. Skoða þurfi til dæmis mikla fjölgun leigufélaga. „Sem eru að kaupa atvinnuhúsnæði í stórum stíl. Mjög margir í heiðarlegum tilgangi og ætla að leigja fyrirtækjum en sumir eru ekki, kannski með það hugarfar.“
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira