Erlent

Hönnuðu vélmenni sem getur farið í heljarstökk aftur á bak

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Vélmennið Atlas
Vélmennið Atlas Mynd/Boston Dynamics
Hönnuðir verkfræði- og hönnunarfyrirtækisins Boston Dynamics birtu á dögunum myndband af nýjustu gerð vélmennisins Atlas.

Vélmennið sýndi listir sínar í myndbandinu og tókst að fullkomna rosalegt heljarstökk, og það aftur á bak.

Frumgerð Atlas kom út árið 2013 og hefur þróun þess tekið miklum breytingum.

Sjón er sögu ríkari, en sjá má myndbandið hér að neðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×