Elsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur tekur miklum breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 19:00 Miklar breytingar standa nú yfir á elstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur við Laugaveg. Búð er að hækka húsið um eina hæð en eftir örfáa mánuði verða ellefu nýjar íbúðir í húsinu sem og nýr veitingastaður ásamt verslunum sem þar voru áður. Já Kjörgarður er sennilega elsta verslunarmiðstöðin í Reykjavík. Það var mikil spenna þegar hún var opnuð árið 1959, fyrir tæplega sextíu árum. Og fyrir hverju var fólk spenntast? Jú, nýu fyrirbæri; rúllustiga. Sæmundur H. Sæmundsson framkvæmdastjóri Vesturgarðs segir Kjörgarð enn í eigu Valfells fjölskyldunnar sem byggði húsið á sínum tíma ásamt Kristjáni Friðrikssyni og sér félagið Vesturgarður um rekstur hússins. „Jú ég held að það sé rétt hjá þér að þetta sé elsta verslunarmiðstöðin. Alla vega fyrsta húsið sem var með rúllustiga og er eiginlega frægt fyrir það,“ segir Sæmundur. Já og eftirvæntingin var mikil eins og sést á ljósmynd frá opunardeginum en röð fólks náði langt upp eftir Laugavegi.Og það var hálfgerð Costco röð fyrir utan? „Já það var Costco röð. Mjög svipað.“ Rúllustiginn frægi er horfinn fyrir all mörgum árum og nú er búið að bæta fimmtu hæðinni ofan á húsið. „Það hefur verið síðustu árin fjögurra hæða hús. En við bættum fimmtu hæðinni við. Tókum allt inn úr þriðju og fjórðu hæðinni. þannig að það verða íbúðir á þriðju, fjórðu og fimmtu, alls ellefu íbúðir,“ segir Sæmundur. Íbúðirnar eru frá 80 upp í fjögurhundruð fermetrar og verða allar leigðar út til lengri eða skemmri tíma. Bónus heldur áfram starfsemi sinni á jarðhæð hússins en þar bætist nú einnig við inngangur að nýjum veitingastað sem verður á annarri hæðinni og Kormákur og Skjöldur hafa haldið út framkvæmdatímann og verða áfram á sínum stað. Iðnaðarmenn eru að vinnu um allt húsið eins og á veitinastaðnum Nostra sem eigendur stefnað á að opna innan ekki margra vikna. Þar verður hægt að ganga út á svalir og njóta útsýnisins yfir mannlífið á Laugavegi. Íbúðirnar eru mislangt komnar en það er engu logið um útsýnið úr íbúðunum á efstu hæðinni. Leiguverðið verður á bilinu 260 þúsund til 400 þúsund á mánuði allt eftir stærð íbúðanna og staðsetningu.Hvenær ætlar þú að vera búinn að þessu öllu? „Svona í lok ágúst, byrjun septembers. Þá verða íbúðirnar klárar. En veitingahúsið á annarri hæðinni; þau eru bjartsýnt fólk og ætla að reyna að opna eftir mánuð,“ segir Sæmundur H. Sæmundsson. Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Sjá meira
Miklar breytingar standa nú yfir á elstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur við Laugaveg. Búð er að hækka húsið um eina hæð en eftir örfáa mánuði verða ellefu nýjar íbúðir í húsinu sem og nýr veitingastaður ásamt verslunum sem þar voru áður. Já Kjörgarður er sennilega elsta verslunarmiðstöðin í Reykjavík. Það var mikil spenna þegar hún var opnuð árið 1959, fyrir tæplega sextíu árum. Og fyrir hverju var fólk spenntast? Jú, nýu fyrirbæri; rúllustiga. Sæmundur H. Sæmundsson framkvæmdastjóri Vesturgarðs segir Kjörgarð enn í eigu Valfells fjölskyldunnar sem byggði húsið á sínum tíma ásamt Kristjáni Friðrikssyni og sér félagið Vesturgarður um rekstur hússins. „Jú ég held að það sé rétt hjá þér að þetta sé elsta verslunarmiðstöðin. Alla vega fyrsta húsið sem var með rúllustiga og er eiginlega frægt fyrir það,“ segir Sæmundur. Já og eftirvæntingin var mikil eins og sést á ljósmynd frá opunardeginum en röð fólks náði langt upp eftir Laugavegi.Og það var hálfgerð Costco röð fyrir utan? „Já það var Costco röð. Mjög svipað.“ Rúllustiginn frægi er horfinn fyrir all mörgum árum og nú er búið að bæta fimmtu hæðinni ofan á húsið. „Það hefur verið síðustu árin fjögurra hæða hús. En við bættum fimmtu hæðinni við. Tókum allt inn úr þriðju og fjórðu hæðinni. þannig að það verða íbúðir á þriðju, fjórðu og fimmtu, alls ellefu íbúðir,“ segir Sæmundur. Íbúðirnar eru frá 80 upp í fjögurhundruð fermetrar og verða allar leigðar út til lengri eða skemmri tíma. Bónus heldur áfram starfsemi sinni á jarðhæð hússins en þar bætist nú einnig við inngangur að nýjum veitingastað sem verður á annarri hæðinni og Kormákur og Skjöldur hafa haldið út framkvæmdatímann og verða áfram á sínum stað. Iðnaðarmenn eru að vinnu um allt húsið eins og á veitinastaðnum Nostra sem eigendur stefnað á að opna innan ekki margra vikna. Þar verður hægt að ganga út á svalir og njóta útsýnisins yfir mannlífið á Laugavegi. Íbúðirnar eru mislangt komnar en það er engu logið um útsýnið úr íbúðunum á efstu hæðinni. Leiguverðið verður á bilinu 260 þúsund til 400 þúsund á mánuði allt eftir stærð íbúðanna og staðsetningu.Hvenær ætlar þú að vera búinn að þessu öllu? „Svona í lok ágúst, byrjun septembers. Þá verða íbúðirnar klárar. En veitingahúsið á annarri hæðinni; þau eru bjartsýnt fólk og ætla að reyna að opna eftir mánuð,“ segir Sæmundur H. Sæmundsson.
Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Sjá meira