Innlent

Byssumaðurinn á Akureyri metinn ósakhæfur og sýknaður

Kjartan Kjartansson skrifar
Rúða og innanstokksmunir í íbúð nágrannakonu mannsins skemmdust þegar hann skaut úr haglabyssu sinni.
Rúða og innanstokksmunir í íbúð nágrannakonu mannsins skemmdust þegar hann skaut úr haglabyssu sinni. Vísir/Sveinn
Andlega veikur maður sem skaut á íbúð nágrannakonu sinnar í Naustahverfi á Akureyri í mars í fyrra var sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Hann var metinn ósakhæfur. RÚV greindi fyrst frá.

Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður mannsins, segir að skjólstæðingur sinn hafi ekki neitað að hafa skotið af byssunni en hann hafi verið metinn ósakhæfur og því sýknaður. Hann hafi viðurkennt bótaskyldu í málinu.

Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var ákærður fyrir að stefna nágrönnum sínum í hættu og vopnalagabrot. Nágrannakona hans var heima hjá sér með tveggja ára gömlu barni þegar maðurinn hleypti af skotum úr haglabyssunni.

Sjá einnig:Umsátur á Akureyri: Maðurinn ekki áður komið við sögu lögreglu

Dómurinn hefur ekki verið birtur en í ákærunni kom fram að rúða í forstofu íbúðar nágrannakonunnar brotnaði og skemmdir urðu á innanstokksmunum og fatnaði í anddyri. Hagladrífan stöðvaðist á skáphurðum og vegg andspænis útidyrahurð hússins. 

Að sögn Guðmundar býr maðurinn enn á Akureyri en hann er undir reglulegu eftirliti lækna.


Tengdar fréttir

Ákærður fyrir skotárás á Akureyri

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manni á fimmtugsaldri fyrir að hafa skotið fimm skotum úr haglabyssu að bifreiðum og inngangi íbúðar í Naustahverfi á Akureyri í mars í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×