Kortleggja ilm íslenskrar náttúru Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. júlí 2017 16:30 Sonja Bent og Elín Hrund Þorgeirsdóttir vinna að því að búa til ilmbanka íslenskra jurta. Tilraunirnar fara fram á Hönnunarsafni Íslands. Vísir/Ernir Hönnuðirnir Sonja Bent og Elín Hrund Þorgeirsdóttir kortleggja nú ilm íslenskrar náttúru og eima jurtir á Hönnunarsafni Íslands. Gestir geta fylgst með rannsókninni og fundið ilminn af náttúrunni.„Við erum að kortleggja allar þær jurtir sem okkur finnst einkenna Ísland og ná úr þeim ilminum. Bæði jurtir sem innihalda ilmkjarnaolíur og einnig jurtir án ilmkjarnaolía sem gefa ilm,“ útskýrir Sonja Bent fatahönnuður en hún og Elín Hrund Þorgeirsdóttir vinna að rannsóknarverkefninu Nordic angan sem snýst um að búa til íslenskan ilmbanka. Í framhaldinu ætla þær að vinna ilmtengdar vörur og upplifanir.Þórir Bent, faðir Sonju, átti eimingargræjur sem þau feðginin breyttu svo hægt væri að eima jurtir.Til að ná ilminum fram eima þær jurtirnar og má fylgjast með þeirri vinnu á Hönnunarsafninu. Á Instagram-reikningi þeirra, nordic angan, má sjá hvaða jurtir er verið að eima hverju sinni. Sonja segir enga hefð fyrir því að eima jurtir á Íslandi þó löng saga sé um nýtingu jurta til lækninga. „Mikið af því sem við erum að eima hefur ekki verð eimað áður. Hér er engin hefð fyrir ilmkjarnaolíugerð en aðrar aðferðir eru notaðar þegar búnar eru til lækningamixtúrur. Það má segja að eimingin sé áhugamál mitt sem varð hreinlega að maníu,“ segir Sonja. Upphafið að Nordic angan má rekja til þess að hún og faðir hennar, Þórir Bent, hófu í sameiningu tilraunir á eimingu jurta. Sonja hélt vinnunni áfram eftir að Þórir féll frá.Ilmur af íslenskum vetrarskógi fangaður í ilmbox.„Pabbi var áhugamaður um styrkt vín og snapsar eru til dæmis gerðir á þennan máta, áfengið er látið flæða í gegnum jurtina en hún ekki látin liggja í. Við vorum að spjalla eitt sinn og ég spyr af hverju það sé ekki til ilmvatn með blóðbergslykt en við tíndum alltaf mikið af blóðbergi í minni æsku. Hann fór að rifja upp og tók fram gömlu eimingargræjurnar. Við aðlöguðum þær til þess að geta eimað jurtir, ég fór að lesa mér til og tilraunir hófust við að ná ilminum úr blóðberginu. Það tókst ekki í fyrstu tilraun og ekki annarri en að lokum gerðist það og þá vildum við prófa meira og meira. Birkilaufin gefa til dæmis ótrúlega lykt og að ná henni fram er æðislegur sigur. Það er líka æðislegt að ná heylyktinni fram og að ná fram rabbarbarailmi. Rabbarbari inniheldur ekki ilmkjarnaolíu en ég hef þróað aðferð til að ná ilminum samt sem áður fram. Það sér ekki fyrir endann á verkefninu en það eru yfir fimm þúsund villtar plöntutegundir á Íslandi. Við Elín Hrund sjáum fyrir okkur að taka hvern landsfjórðung fyrir sig en margar jurtir eru staðbundnar ákveðnum svæðum. Stórhuga plönin eru svo að eima Norðurlöndin næst, land fyrir land,“ segir Sonja.Sonja og Elín Hrund ætla í framhaldinu að þróa hönnunarvörur út frá ílmi íslenskra jurta.Vísir/ErnirÁ sýningunni má meðal annars sjá handgerð reykelsi, ilmkerti, veggfóður með áprentuðum myndum af þurrkuðum jurtum og ilmbox sem innihalda ákveðna ilmupplifun. „Við erum til dæmis með ilmbox sem við hönnuðum sem kallast Vetrarskógur. Boxið gefur ilmmynd af íslenskum skógi um vetur í formi ilmkjarnaolíu, ilmvatns og olíu úr sitkagreni, stafafuru, birki og fjallaþin. Við höfum líka verið að blanda ilmkjarnaolíu svo hægt sé að bera hana á húð. Okkur langar til þess að fara út og læra meira um ilm og hvernig á að blanda. Ég hefði átt að leggja fyrir mig efnafræði í stað þess að læra fatahönnun,“ segir Sonja. „Mér finnst þetta svo æðislega gaman og vona að ég muni fást við þetta það sem eftir er."Áttu þér uppáhaldslykt? „Blóðbergið er himneskt. Það eru til margar tegundir af timjan í heiminum en þetta tilbrigði sem vex á Íslandi er einstakt og alveg sérstök lykt af því.“ Sýningin í Hönnunarsafni Íslands stendur til 20. september.Ekki er hefð fyrir því á Íslandi að vinna ilmkjarnaolíur úr jurtum. Sonja og Elín eiga því mikið verk fyrir höndum. Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hönnuðirnir Sonja Bent og Elín Hrund Þorgeirsdóttir kortleggja nú ilm íslenskrar náttúru og eima jurtir á Hönnunarsafni Íslands. Gestir geta fylgst með rannsókninni og fundið ilminn af náttúrunni.„Við erum að kortleggja allar þær jurtir sem okkur finnst einkenna Ísland og ná úr þeim ilminum. Bæði jurtir sem innihalda ilmkjarnaolíur og einnig jurtir án ilmkjarnaolía sem gefa ilm,“ útskýrir Sonja Bent fatahönnuður en hún og Elín Hrund Þorgeirsdóttir vinna að rannsóknarverkefninu Nordic angan sem snýst um að búa til íslenskan ilmbanka. Í framhaldinu ætla þær að vinna ilmtengdar vörur og upplifanir.Þórir Bent, faðir Sonju, átti eimingargræjur sem þau feðginin breyttu svo hægt væri að eima jurtir.Til að ná ilminum fram eima þær jurtirnar og má fylgjast með þeirri vinnu á Hönnunarsafninu. Á Instagram-reikningi þeirra, nordic angan, má sjá hvaða jurtir er verið að eima hverju sinni. Sonja segir enga hefð fyrir því að eima jurtir á Íslandi þó löng saga sé um nýtingu jurta til lækninga. „Mikið af því sem við erum að eima hefur ekki verð eimað áður. Hér er engin hefð fyrir ilmkjarnaolíugerð en aðrar aðferðir eru notaðar þegar búnar eru til lækningamixtúrur. Það má segja að eimingin sé áhugamál mitt sem varð hreinlega að maníu,“ segir Sonja. Upphafið að Nordic angan má rekja til þess að hún og faðir hennar, Þórir Bent, hófu í sameiningu tilraunir á eimingu jurta. Sonja hélt vinnunni áfram eftir að Þórir féll frá.Ilmur af íslenskum vetrarskógi fangaður í ilmbox.„Pabbi var áhugamaður um styrkt vín og snapsar eru til dæmis gerðir á þennan máta, áfengið er látið flæða í gegnum jurtina en hún ekki látin liggja í. Við vorum að spjalla eitt sinn og ég spyr af hverju það sé ekki til ilmvatn með blóðbergslykt en við tíndum alltaf mikið af blóðbergi í minni æsku. Hann fór að rifja upp og tók fram gömlu eimingargræjurnar. Við aðlöguðum þær til þess að geta eimað jurtir, ég fór að lesa mér til og tilraunir hófust við að ná ilminum úr blóðberginu. Það tókst ekki í fyrstu tilraun og ekki annarri en að lokum gerðist það og þá vildum við prófa meira og meira. Birkilaufin gefa til dæmis ótrúlega lykt og að ná henni fram er æðislegur sigur. Það er líka æðislegt að ná heylyktinni fram og að ná fram rabbarbarailmi. Rabbarbari inniheldur ekki ilmkjarnaolíu en ég hef þróað aðferð til að ná ilminum samt sem áður fram. Það sér ekki fyrir endann á verkefninu en það eru yfir fimm þúsund villtar plöntutegundir á Íslandi. Við Elín Hrund sjáum fyrir okkur að taka hvern landsfjórðung fyrir sig en margar jurtir eru staðbundnar ákveðnum svæðum. Stórhuga plönin eru svo að eima Norðurlöndin næst, land fyrir land,“ segir Sonja.Sonja og Elín Hrund ætla í framhaldinu að þróa hönnunarvörur út frá ílmi íslenskra jurta.Vísir/ErnirÁ sýningunni má meðal annars sjá handgerð reykelsi, ilmkerti, veggfóður með áprentuðum myndum af þurrkuðum jurtum og ilmbox sem innihalda ákveðna ilmupplifun. „Við erum til dæmis með ilmbox sem við hönnuðum sem kallast Vetrarskógur. Boxið gefur ilmmynd af íslenskum skógi um vetur í formi ilmkjarnaolíu, ilmvatns og olíu úr sitkagreni, stafafuru, birki og fjallaþin. Við höfum líka verið að blanda ilmkjarnaolíu svo hægt sé að bera hana á húð. Okkur langar til þess að fara út og læra meira um ilm og hvernig á að blanda. Ég hefði átt að leggja fyrir mig efnafræði í stað þess að læra fatahönnun,“ segir Sonja. „Mér finnst þetta svo æðislega gaman og vona að ég muni fást við þetta það sem eftir er."Áttu þér uppáhaldslykt? „Blóðbergið er himneskt. Það eru til margar tegundir af timjan í heiminum en þetta tilbrigði sem vex á Íslandi er einstakt og alveg sérstök lykt af því.“ Sýningin í Hönnunarsafni Íslands stendur til 20. september.Ekki er hefð fyrir því á Íslandi að vinna ilmkjarnaolíur úr jurtum. Sonja og Elín eiga því mikið verk fyrir höndum.
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira