Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, las íþróttafréttir á Stöð 2 á mánudagskvöldið og vakti bindið sem hann skartaði mikla athygli.
Kollegi Rikka, Logi Bergmann, gerði grín að bindinu á Twitter og spurði Rikka hvort þetta væri mögulega fiskur.
Rikki var með silfurlitað bindi og var málið til umræðu í útvarpsþættinum Brennslan á FM957.
Hlustendur stöðvarinnar fengu tækifæri til að sjá sig um málið í þættinum í morgun og einnig á Facebook-síðu FM957 en viðbrögðin í þættinum voru ekki jafn góð og á Facebook.
Hér að neðan má lesa nokkrar athugasemdir um stóra bindismálið:
„Geggjað flott“
„Þetta er náttúrulega eins og annar dansarinn hans Páls óskars hafi hnerrað á bringuna á honum“
„Afhverju má hann ekki vera eins og hann vill? Mér finnst hann flottur. Go Rikki“
„Þetta gæti verið killer áramóta bindimeð réttu jakkafötunum, en því miður ekki rétta bindið fyrir fréttatímann. En hann er hugrakkur fyrir að reyna og á skilið hrós fyrir það“
„Rammpólitískt útspil hjá Rikkanum. Tekur þarna afstöðu með makrilnum og mótmælir veiðum sem hófust 1. júlí. Verður gaman að sjá viðbrögð kvótaeigenda.“
„Gaman að lífga uppá klæðaburð og annað með dash af glimmeri.“
„Það er ekki hægt að kvarta und G manninum,er í Guðatölu hjá Kvennþjóðinni.“
Hér fyrir neðan má horfa á íþróttafréttir Stöðvar 2 frá því á mánudagskvöldið.
Svíþjóð
Ísland