Erlent

Borðaði 72 pylsur á tíu mínútum og sló met

Atli Ísleifsson skrifar
Keppnin er haldin í tengslum við hátíðarhöld vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna.
Keppnin er haldin í tengslum við hátíðarhöld vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Vísir/EPA
Bandaríkjamaðurinn Joey Chestnut, sem gengur jafnan undir viðurnefninu Jaws, bar aftur sigur úr býtum í árlegri pylsuátskeppni á Coney Island í New York í gær. Keppnin er haldin í tengslum við hátíðarhöld vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna.

Chestnut, sem kemur frá San José í Kaliforníu, innbyrti heilar 72 pylsur og pylsubrauð á tíu mínútum í þetta skiptið, en á síðasta ári voru þær sjötíu.

Miki Sudo frá Las Vegas sigraði í kvennaflokki þegar hún át heilar 41 pylsur.

Sjá má myndskeið frá keppninni að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×