Innlent

Gunnar skrifaði tvisvar undir

Benedikt Bóas skrifar
Gunnar til hægri á myndinni mundar pennann með Benedikt Jóhannessyni á dögunum.
Gunnar til hægri á myndinni mundar pennann með Benedikt Jóhannessyni á dögunum. vísir/anton brink
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Gunnar Einarsson, stjórnarformaður fasteignafélagsins Löngulínu, undirrituðu samning í lok júní vegna slita á fasteignafélaginu. Samningurinn var lagður fram á bæjarráðsfundi í vikunni. Gunnar og Gunnar eru sami maður. Tilgangur samrunans er einföldun á eignarhaldi Garðabæjar á eigin félögum.

Í greinargerð bæjarráðs, sem Gunnar bæjarstjóri skrifar undir, segir að þar sem Garðabær sé eigandi allra hluta í félaginu verði engir hlutir gefnir út í tengslum við sameininguna og hlutafé Löngulínu falli niður.

Hið sama stendur í greinargerð Löngulínu, sem Gunnar stjórnarformaður skrifar undir. Gunnar bæjarstjóri var í golfi þegar Fréttablaðið náði tali af honum og baðst undan viðtali og hið sama gildir um Gunnar stjórnarformann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×