Fulltrúar flokkanna þriggja í meirihlutaviðræðum skáluðu í Ráðherrabústaðnum Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 19:54 Aðrir fulltrúar flokkanna þriggja opnuðu freyðivínsflösku í tilefni þess að þeirra hlutverki í stjórnarmyndunarviðræðum er lokið. Vísir Aðrir fulltrúar flokkanna þriggja sem eru nú í meirihlutaviðræðum skáluðu í freyðivíni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fyrr í dag. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sem náði myndum af fulltrúunum með freyðivínsglas í hönd inn um glugga bústaðsins. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa staðið yfir í dag og er myndun ríkisstjórn sögð mjög langt komin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV að nokkur atriði standi út af sem formenn flokkanna þriggja munu útkljá sín á milli. Hlutverki annarra fulltrúa flokkanna þriggja sem hafa komið að þessum viðræðum er því lokið. Á meðal annarra fulltrúa flokkanna eru Lilja Alfreðsdóttir hjá Framsóknarflokknum og Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri grænum. Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, sagði aðra fulltrúa flokkanna hafa viðurkennt að þeir hefðu opnað freyðivínsflösku í ljósi þess að þeirra þætti í þessum viðræðum væri lokið. Hallgrímur sagði flokksleiðtogana ekki hafa tekið þátt í því en hann sagði þessa skál benda til þess að viðræðurnar séu ansi langt komnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að texti stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks færi að verða tilbúinn og að það muni liggja fyrir á morgun hvort ríkisstjórnin verði mynduð eða ekki. Tæpar tvær vikur eru frá því formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust. Spurð hvers vegna viðræðurnar hafa tekið svo langan tíma svaraði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að flokkarnir þrír séu eðli málsins samkvæmt ólíkir og samhliða þessum viðræðum hafi þurft að vinna fjárlagatillögur sem verða lagðar fyrir komandi þing. Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það sem hefur flækt gerð málefnasamnings flokkanna þriggja er ólík sýn þeirra í umhverfismálum og einnig ólík sýn þeirra á tekjuöflun ríkisins. Tengdar fréttir Málinu lokað í dag eða á morgun Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. 26. nóvember 2017 11:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Aðrir fulltrúar flokkanna þriggja sem eru nú í meirihlutaviðræðum skáluðu í freyðivíni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fyrr í dag. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sem náði myndum af fulltrúunum með freyðivínsglas í hönd inn um glugga bústaðsins. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa staðið yfir í dag og er myndun ríkisstjórn sögð mjög langt komin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV að nokkur atriði standi út af sem formenn flokkanna þriggja munu útkljá sín á milli. Hlutverki annarra fulltrúa flokkanna þriggja sem hafa komið að þessum viðræðum er því lokið. Á meðal annarra fulltrúa flokkanna eru Lilja Alfreðsdóttir hjá Framsóknarflokknum og Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri grænum. Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, sagði aðra fulltrúa flokkanna hafa viðurkennt að þeir hefðu opnað freyðivínsflösku í ljósi þess að þeirra þætti í þessum viðræðum væri lokið. Hallgrímur sagði flokksleiðtogana ekki hafa tekið þátt í því en hann sagði þessa skál benda til þess að viðræðurnar séu ansi langt komnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að texti stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks færi að verða tilbúinn og að það muni liggja fyrir á morgun hvort ríkisstjórnin verði mynduð eða ekki. Tæpar tvær vikur eru frá því formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust. Spurð hvers vegna viðræðurnar hafa tekið svo langan tíma svaraði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að flokkarnir þrír séu eðli málsins samkvæmt ólíkir og samhliða þessum viðræðum hafi þurft að vinna fjárlagatillögur sem verða lagðar fyrir komandi þing. Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það sem hefur flækt gerð málefnasamnings flokkanna þriggja er ólík sýn þeirra í umhverfismálum og einnig ólík sýn þeirra á tekjuöflun ríkisins.
Tengdar fréttir Málinu lokað í dag eða á morgun Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. 26. nóvember 2017 11:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Málinu lokað í dag eða á morgun Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. 26. nóvember 2017 11:12