Innlent

Segir Viðreisn og Samfylkinguna keppast um að bera upp á Katrínu óheilindi, blekkingar og lygar

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, lýsir yfir miklum vonbrigðum með ásakanir Samfylkingar og Viðreisnar um óheilindi Katrínar.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, lýsir yfir miklum vonbrigðum með ásakanir Samfylkingar og Viðreisnar um óheilindi Katrínar. Vísir/Eyþór
Kolbeinn Óttarsson Proppé segir að forystufólk Viðreisnar og Samfylkingarinnar standi fyrir ósvífnum árásum í garð Katrínar Jakobsdóttur. Þá segir hann að fátt segi meira til um „súbstans“ í fólki en hvernig það tekst á við það þegar hlutirnir fara ekki alveg eftir þeirra höfði.

„Einhvern veginn hélt ég að hin nýju boðuðu stjórnmál gengu út á annað en þær ósvífnu árásir sem þetta fólk stendur nú fyrir í garð Katrínar Jakobsdóttir,“ segir Kolbeinn í færslu á Facebook síðu sinni. „Þau keppast hvert við annað um að bera upp á Katrínu óheilindi, blekkingar og lygar, með því að ýja að – og segja nokkuð hreint út – því að Katrín hafi ekki verið í viðræðum stjórnarandstöðuflokkanna af heilindum, önnur stjórn hafi alltaf verið á teikniborðinu, jafnvel frá því fyrir kosningar, eins og formaður Viðreisnar leyfir sér að segja í dag.”

Fátt sem segir meira um fólk en hvernig það tekst á við það þegar hlutirnir fara ekki alveg eftir þeirra höfði

Jafnframt segir hann að það sé sorglegt að sjá fólk bera upp á Katrínu lygar um óheilindi. „Það er fátt sem segir meira til um súbstans í fólki og flokkum en hvernig það og þeir takast á við það þegar hlutirnir fara ekki alveg eftir þeirra höfði. Og það er einstaklega sorglegt að sjá fólk, sem þess á milli mærir Katrínu í hástert þegar það hentar því, bera upp á hana þessar lygar um óheilindi,“ skrifar þingmaðurinn.

Kolbeinn segir einnig að það væri gott ef fólk gæti litið meira í eigin barm og sett sömu kröfur um heilindi á sjálft sig og það gerir á aðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×