Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 08:15 Lítill drengur tekur mynd af gosmekkinum. Indónesísk yfirvöld hafa fyrirskipað að fólk haldi sig í tryggilegri fjarlægð frá eldfjallinu Agung. Vísir/afp Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. Mikil virkni er í eldfjallinu um þessar mundir. Breska dagblaðið Guardian greinir frá því að fjallið hafi gosið í gærkvöldi og þá mældust þrjú gos snemma á sunnudagsmorgun. Flugfélög hafa þurft að aflýsa flugferðum vegna hættu á gosi og þá hefur svokölluð „rauð viðvörun“ tekið gildi. Viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Yfirvöld á Balí dreifa nú grímum á svæðum þar sem öskufalls gætir nú þegar, að því er fram kemur í frétt BBC.Mynd, sem tekin var að kvöldi til við eldfjallið Agung á Balí, sýnir rauðan gosmökkinn.Vísir/AFPEkki enn haft teljandi áhrif á ferðamannaparadís Gosmökkinn leggur í austurátt og yfir eyjuna Lombok en alþjóðaflugvellinum eyjunni hefur verið lokað vegna öskunnar. Gosið virðist ekki enn hafa áhrif á helstu ferðamannasvæði á Balí, heimaeyju Agung og vinsælan áfangastað ferðamanna, en svæðin standa enn opin að stærstum hluta. Yfirvöld hafa þó gert öllum í 7,5 kílómetra radíus frá eldfjallinu að yfirgefa svæðið hið snarasta. Um 140 þúsund manns var gert að flýja heimili sín í september síðastliðnum. Þá hafði eldvirkni í Agung aukist til muna en flestir sneru þó aftur til síns heima í lok mánaðarins. Síðan þá hafa einhverjar hreyfingar mælst í fjallinu, þó ekki eins miklar og nú. Eldfjallið Agung gaus síðast árið 1963. Yfir þúsund manns fórust í gosinu.Huge ash cloud over Mt Agung in Bali is stopping flights just as schoolies gets underway pic.twitter.com/UqE5dBUZfN— Michael Bachelard (@mbachelard) November 25, 2017 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. Mikil virkni er í eldfjallinu um þessar mundir. Breska dagblaðið Guardian greinir frá því að fjallið hafi gosið í gærkvöldi og þá mældust þrjú gos snemma á sunnudagsmorgun. Flugfélög hafa þurft að aflýsa flugferðum vegna hættu á gosi og þá hefur svokölluð „rauð viðvörun“ tekið gildi. Viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Yfirvöld á Balí dreifa nú grímum á svæðum þar sem öskufalls gætir nú þegar, að því er fram kemur í frétt BBC.Mynd, sem tekin var að kvöldi til við eldfjallið Agung á Balí, sýnir rauðan gosmökkinn.Vísir/AFPEkki enn haft teljandi áhrif á ferðamannaparadís Gosmökkinn leggur í austurátt og yfir eyjuna Lombok en alþjóðaflugvellinum eyjunni hefur verið lokað vegna öskunnar. Gosið virðist ekki enn hafa áhrif á helstu ferðamannasvæði á Balí, heimaeyju Agung og vinsælan áfangastað ferðamanna, en svæðin standa enn opin að stærstum hluta. Yfirvöld hafa þó gert öllum í 7,5 kílómetra radíus frá eldfjallinu að yfirgefa svæðið hið snarasta. Um 140 þúsund manns var gert að flýja heimili sín í september síðastliðnum. Þá hafði eldvirkni í Agung aukist til muna en flestir sneru þó aftur til síns heima í lok mánaðarins. Síðan þá hafa einhverjar hreyfingar mælst í fjallinu, þó ekki eins miklar og nú. Eldfjallið Agung gaus síðast árið 1963. Yfir þúsund manns fórust í gosinu.Huge ash cloud over Mt Agung in Bali is stopping flights just as schoolies gets underway pic.twitter.com/UqE5dBUZfN— Michael Bachelard (@mbachelard) November 25, 2017
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira