Dóttir Kristínar í mikilli hættu þegar snjór stíflaði púströr Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 15:45 Kristín Hafsteinsdóttir greindi frá því á Facebook síðu sinni að eins árs dóttir hennar hafi verið hætt komin í gær. Vísir/Anton Brink „Í dag hefði Lovísa auðveldlega getað dáið!“ Þannig hefst Facebook færsla Kristínar Hafsteinsdóttur. Þar segir hún frá því að eins árs gömul dóttir hennar hafi verið hætt komin í gær á meðan maðurinn hennar mokaði frá bílnum. „Maðurinn minn var að fara með krakkana út í bíl svo hann gæti sótt mig í vinnuna. Hann setur Lovísu í bílstólinn og startar bílnum á meðan strákurinn okkar er úti með honum að moka frá bílnum,“ skrifar Kristín. Barnið hafi farið að gráta svo að maður Kristínar dreif sig að moka og leit svo inn í bíl. „Hún er grafkyrr í bílstólnum og með lokuð augun svo hann heldur að hún sé sofnuð. Þegar hann opnar bílhurðina til þess að hleypa stráknum inn í bílinn kemur á móti honum útblásturslykt frá bílnum.“ Kristín skrifar að snjórinn hafi lokað fyrir púströr bílsins svo að útblásturinn hafi borist inn í bílinn. „Hann drífur sig að Lovísu þar sem hún er orðin grá og föl í framan. Rífur hana úr bílstólnum og blæs framan í hana þar til hún rankar við sér. Hún er í góðu lagi en passið ykkur á þessu!“ „Þetta getur verið stórhættulegt og ég hvet foreldra til þess að skilja börnin sín aldrei ein eftir inni í bíl sem er í gangi, þótt það sé aðeins í stutta stund,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu RÚV. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
„Í dag hefði Lovísa auðveldlega getað dáið!“ Þannig hefst Facebook færsla Kristínar Hafsteinsdóttur. Þar segir hún frá því að eins árs gömul dóttir hennar hafi verið hætt komin í gær á meðan maðurinn hennar mokaði frá bílnum. „Maðurinn minn var að fara með krakkana út í bíl svo hann gæti sótt mig í vinnuna. Hann setur Lovísu í bílstólinn og startar bílnum á meðan strákurinn okkar er úti með honum að moka frá bílnum,“ skrifar Kristín. Barnið hafi farið að gráta svo að maður Kristínar dreif sig að moka og leit svo inn í bíl. „Hún er grafkyrr í bílstólnum og með lokuð augun svo hann heldur að hún sé sofnuð. Þegar hann opnar bílhurðina til þess að hleypa stráknum inn í bílinn kemur á móti honum útblásturslykt frá bílnum.“ Kristín skrifar að snjórinn hafi lokað fyrir púströr bílsins svo að útblásturinn hafi borist inn í bílinn. „Hann drífur sig að Lovísu þar sem hún er orðin grá og föl í framan. Rífur hana úr bílstólnum og blæs framan í hana þar til hún rankar við sér. Hún er í góðu lagi en passið ykkur á þessu!“ „Þetta getur verið stórhættulegt og ég hvet foreldra til þess að skilja börnin sín aldrei ein eftir inni í bíl sem er í gangi, þótt það sé aðeins í stutta stund,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu RÚV.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira