Bíó og sjónvarp

Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Moonlight var valin besta kvikmyndin á Óskarnum í nótt.
Moonlight var valin besta kvikmyndin á Óskarnum í nótt. Vísir/Getty
Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 

Kvikmyndin La La Land hlaut flestar tilnefningar, alls fjórtán, en náði ekki að slá met kvikmyndarinnar Titanic frá árinu 1998 sem hlaut þá fjórtán tilnefningar og ellefu verðlaun.

Kvikmyndin Moonlight hlaut eftirsóttustu verðlaun kvöldsins fyrir bestu kvikmynd, eftir nokkra örðugleika við afhendinguna

La La Land var þó ótvíræður sigurvegari hátíðarinnar og hlaut alls sex verðlaun.Þá hlaut Damien Chazelle verðlaun fyrir bestu leikstjórn fyrir La La Land. Hann er því yngsti einstaklingurinn til að hljóta Óskarinn fyrir leikstjórn, aðeins 32 ára gamall.

Emma Stone hlaut einnig verðlaun fyrir hlutverk sitt í La La Land og hlaut myndin einnig verðlaun fyrir bestu tónlistina og besta lagið.

Casey Affleck hlaut verðlaun sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Manchester by the Sea. Þau Viola Davis og Mahershala Ali hlutu verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki. 

Hér að neðan má sjá hverjir hlutu Óskarsverðlaun árið 2017.

Besta búningahönnunin

Colleen Atwood fyrir Fantastic Beasts and Where to Find Them

Besta förðun og hár

Alessandro Bertolazzi, Giorgio Gregoriani og Christopher Nelson ferir Suicide Squad

Besta útlitshönnun kvikmyndar

David Wasco og Sandy Reynolds-Wasco fyrir La La Land

Besta hljóðblöndun kvikmyndar

Kevin O’Connell, Andy Wright, Robert Mackenzie og Peter Grace fyrir Hacksaw Ridge

Besta hljóðvinnsla kvikmyndar

Sylvain Bellemare fyrir Arrival

Bestu tæknibrellur í kvikmynd

Robert Legato, Adam Valdez, Andrew R. Jones og Dan Lemmon fyrir The Jungle Book.

Besta klipping kvikmyndar

John Gilbert fyrir Hacksaw Ridge

Besta teiknimyndin í fullri lengd

Zootopia

Besta teiknaða stuttmyndin

Piper

Besta stutta heimildarmyndin

The White Helmets

Besta leikna stuttmyndin

Sing

Besta heimildarmynd í fullri lengd

O.J.: Made in America - Ezra Edelman og Caroline Waterlow

Besta erlenda kvikmyndin

The Salesman frá Íran. Leikstjóri myndarinnar er Asghar Farhadi.

Besta kvikmyndatakan

Linus Sandgren fyrir La La Land

Besta kvikmyndatónlistin

Justin Hurwitz fyrir La La Land

Besta lag í kvikmynd

City of Stars úr kvikmyndinni La La Land

Besta frumsamið handritið

Manchester by the Sea - handrit eftir Kenneth Lonergan

Besta handritið unnið upp úr áður útgefnu efni

Moonlight - Handrit eftir Barry Jenkins og Tarell Alvin McCraney.

Besta leikstjórnin

Damien Chazelle fyrir kvikmyndina La La Land.

Besti leikarinn í aukahlutverki

Mahershala Ali fyrir hlutverk sitt sem Juan í kvikmyndinni Moonlight.

Besta leikkonan í aukahlutverki

Viola Davis fyrir hlutverk sitt sem Rose Maxson í kvikmyndinni Fences.

Best leikarinn í aðalhlutverki

Casey Affleck fyrir hlutverk sitt sem Lee Chandler í kvikmyndinni Manchester by the Sea.

Besta leikkonan í aðalhlutverki

Emma Stone fyrir hlutverk sitt sem Mia Dolan í kvikmyndinni La La Land.

Besta kvikmyndin

Moonlight


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.