Sporin hræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Börn voru svipt frelsi sínu og þau voru pyntuð á Kópavogshæli. Eftirlitsaðilar vanræktu að grípa til kerfisbundinna og skipulagðra ráðstafana eða annarra viðbragða til að bregðast við viðvarandi gagnrýni og ábendingum sem fram komu í úttektum, áætlunum og með margvíslegum öðrum hætti. Vistheimilanefnd ályktaði að heilbrigðisráðuneytið, barnaverndarráð Íslands, stjórnarnefnd Ríkisspítala, stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra, stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og landlæknir hefðu vanrækt eftirlitsskyldur sínar. Stutt er síðan því var fagnað að tíu ár voru liðin frá því að viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT) tók gildi. Síðan hafa nær öll Evrópuríki fullgilt samninginn. Ekki Ísland. Þann 19. desember 2015 samþykktu 52 þingmenn þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórninni yrði gert að fullgilda valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um bann við pyntingum. Í bókuninni er kveðið á um eftirlit sjálfstæðra aðila, innlendra og alþjóðlegra, sem falið er að heimsækja reglulega stofnanir sem vista frelsissvipta einstaklinga í þeim tilgangi að koma í veg fyrir pyntingar eða að önnur grimmileg eða vanvirðandi meðferð viðgangist. Flest þeirra ríkja sem við berum okkur saman við hafa nú þegar fullgilt bókunina, þar á meðal öll Norðurlöndin. Þann 19. febrúar síðastliðinn voru 14 mánuðir liðnir frá því þingsályktunartillagan var samþykkt einróma. Íslenskur afbrotafræðingur starfar nú hjá umboðsmanni norska þingsins við að framfylgja samningnum í Noregi. Allir staðir sem vista frelsissvipta eru undir; þar sem börn eru vistuð, aldraðir með minnisglöp og einstaklingar með bráðageðsjúkdóma. Það væri því í lófa lagið að nýta þá þekkingu sem er til staðar við að koma á slíku eftirliti. Að svipta einstakling frelsi sínu er mesta inngrip í líf hvers manns. Því fylgir ábyrgð. Þess vegna hafa þjóðir heims komist að sameiginlegu regluverki til að fylgjast með hvernig því er framfylgt. Regluverkið er til staðar, sem og þekkingin. Það er eingöngu vilji íslenskra stjórnvalda til að fullgilda og innleiða OPCAT sem virðist skorta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Börn voru svipt frelsi sínu og þau voru pyntuð á Kópavogshæli. Eftirlitsaðilar vanræktu að grípa til kerfisbundinna og skipulagðra ráðstafana eða annarra viðbragða til að bregðast við viðvarandi gagnrýni og ábendingum sem fram komu í úttektum, áætlunum og með margvíslegum öðrum hætti. Vistheimilanefnd ályktaði að heilbrigðisráðuneytið, barnaverndarráð Íslands, stjórnarnefnd Ríkisspítala, stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra, stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og landlæknir hefðu vanrækt eftirlitsskyldur sínar. Stutt er síðan því var fagnað að tíu ár voru liðin frá því að viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT) tók gildi. Síðan hafa nær öll Evrópuríki fullgilt samninginn. Ekki Ísland. Þann 19. desember 2015 samþykktu 52 þingmenn þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórninni yrði gert að fullgilda valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um bann við pyntingum. Í bókuninni er kveðið á um eftirlit sjálfstæðra aðila, innlendra og alþjóðlegra, sem falið er að heimsækja reglulega stofnanir sem vista frelsissvipta einstaklinga í þeim tilgangi að koma í veg fyrir pyntingar eða að önnur grimmileg eða vanvirðandi meðferð viðgangist. Flest þeirra ríkja sem við berum okkur saman við hafa nú þegar fullgilt bókunina, þar á meðal öll Norðurlöndin. Þann 19. febrúar síðastliðinn voru 14 mánuðir liðnir frá því þingsályktunartillagan var samþykkt einróma. Íslenskur afbrotafræðingur starfar nú hjá umboðsmanni norska þingsins við að framfylgja samningnum í Noregi. Allir staðir sem vista frelsissvipta eru undir; þar sem börn eru vistuð, aldraðir með minnisglöp og einstaklingar með bráðageðsjúkdóma. Það væri því í lófa lagið að nýta þá þekkingu sem er til staðar við að koma á slíku eftirliti. Að svipta einstakling frelsi sínu er mesta inngrip í líf hvers manns. Því fylgir ábyrgð. Þess vegna hafa þjóðir heims komist að sameiginlegu regluverki til að fylgjast með hvernig því er framfylgt. Regluverkið er til staðar, sem og þekkingin. Það er eingöngu vilji íslenskra stjórnvalda til að fullgilda og innleiða OPCAT sem virðist skorta.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar