Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2017 21:02 Sektin nam um 30 þúsund krónum, að sögn Bala. Hún var greidd nær samdægurs. vísir/daníel Bala Kamallakharan, sem búsettur hefur verið hér á landi í ellefu ár, fær ekki íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasektar sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. Hann gæti þurft að bíða í ár með að sækja um að nýju. Bala var upplýstur um þessa ákvörðun í dag. Hann er indverskur að uppruna og hefur látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er meðal annars fjárfestir og upphafsmaður Startup Iceland. Þá hefur hann haldið fjölmarga fyrirlestra hérlendis um frumkvöðla- og sprotafyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt.Fyrsta og eina sektin Bala segist á Facebook-síðu sinni hafa fengið sektina þegar hann ók á milli Selfoss og Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum, og að um hafi verið að ræða hans fyrstu og einu hraðasekt á Íslandi. Hann segist í samtali við Vísi furða sig á þessari ákvörðun og ætlar að áfrýja henni. „Aðalatriðið, að mínu mati, í þessu máli er hvernig staðið var að þessari ákvörðun. Það tók sex mánuði að upplýsa mig um hvers vegna umsókn minni var hafnað,“ segir Bala. Útlendingastofnun vísaði á heimasíðu sína þegar fréttastofa leitaði svara, en staðfesti að hraðasekt geti haft áhrif á framvindu mála, en samkvæmt heimasíðunni þarf hún að vera meira en fimmtíu þúsund króna há. Umsækjendur sem hafi fengið sekt að fjárhæð 50-100 þúsund krónum geti ekki sótt um að nýju fyrr en að ári liðnu. Aðspurður segist Bala ekki hafa fengið frekari útskýringar frá Útlendingastofnun. Bala tekur fram að eðlilegt sé að fylgja reglum. Hins vegar þurfi að vanda vel til verka og skoða hvert mál fyrir sig. „Ég sótti um ríkisborgararétt í desember. Ég fékk sektina í febrúar. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef málsmeðferðin hefði ekki dregist svona á langinn – hefði ég verið sviptur ríkisborgararéttinum? Þetta og margt annað þarf að skoða og þessari ákvörðun ætla ég að áfrýja.“Stöðugar áminningar Bala segir jafnframt að alltaf sé erfitt að setjast að í öðrum löndum, en að vinnubrögð sem þessi geri innflytjendum enn erfiðar fyrir. „Sem innflytjandi er ég stöðugt minntur á hversu erfitt það er að vera samþykktur inn í samfélagið. Það sem veldur enn meiri vonbrigðum er að sjá hvað innflytjendur mæta misjöfnum stöðlum. Ég vissi að minn mælikvarði yrði ekki sá sami og annarra og það varð mjög augljóst í dag. Til allra þeirra innflytjenda og flóttamanna þarna úti: Þetta er erfiður heimur.. en höldum ró okkar og reynum að láta þetta ekki hafa áhrif á okkur,“ skrifar Bala á Facebook, en færslu hans má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Bala Kamallakharan, sem búsettur hefur verið hér á landi í ellefu ár, fær ekki íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasektar sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. Hann gæti þurft að bíða í ár með að sækja um að nýju. Bala var upplýstur um þessa ákvörðun í dag. Hann er indverskur að uppruna og hefur látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er meðal annars fjárfestir og upphafsmaður Startup Iceland. Þá hefur hann haldið fjölmarga fyrirlestra hérlendis um frumkvöðla- og sprotafyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt.Fyrsta og eina sektin Bala segist á Facebook-síðu sinni hafa fengið sektina þegar hann ók á milli Selfoss og Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum, og að um hafi verið að ræða hans fyrstu og einu hraðasekt á Íslandi. Hann segist í samtali við Vísi furða sig á þessari ákvörðun og ætlar að áfrýja henni. „Aðalatriðið, að mínu mati, í þessu máli er hvernig staðið var að þessari ákvörðun. Það tók sex mánuði að upplýsa mig um hvers vegna umsókn minni var hafnað,“ segir Bala. Útlendingastofnun vísaði á heimasíðu sína þegar fréttastofa leitaði svara, en staðfesti að hraðasekt geti haft áhrif á framvindu mála, en samkvæmt heimasíðunni þarf hún að vera meira en fimmtíu þúsund króna há. Umsækjendur sem hafi fengið sekt að fjárhæð 50-100 þúsund krónum geti ekki sótt um að nýju fyrr en að ári liðnu. Aðspurður segist Bala ekki hafa fengið frekari útskýringar frá Útlendingastofnun. Bala tekur fram að eðlilegt sé að fylgja reglum. Hins vegar þurfi að vanda vel til verka og skoða hvert mál fyrir sig. „Ég sótti um ríkisborgararétt í desember. Ég fékk sektina í febrúar. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef málsmeðferðin hefði ekki dregist svona á langinn – hefði ég verið sviptur ríkisborgararéttinum? Þetta og margt annað þarf að skoða og þessari ákvörðun ætla ég að áfrýja.“Stöðugar áminningar Bala segir jafnframt að alltaf sé erfitt að setjast að í öðrum löndum, en að vinnubrögð sem þessi geri innflytjendum enn erfiðar fyrir. „Sem innflytjandi er ég stöðugt minntur á hversu erfitt það er að vera samþykktur inn í samfélagið. Það sem veldur enn meiri vonbrigðum er að sjá hvað innflytjendur mæta misjöfnum stöðlum. Ég vissi að minn mælikvarði yrði ekki sá sami og annarra og það varð mjög augljóst í dag. Til allra þeirra innflytjenda og flóttamanna þarna úti: Þetta er erfiður heimur.. en höldum ró okkar og reynum að láta þetta ekki hafa áhrif á okkur,“ skrifar Bala á Facebook, en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira