Innlent

Ránið í Kauptúni telst upplýst að mestu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá Kauptúni þar sem ránið átti sér stað.
Frá Kauptúni þar sem ránið átti sér stað. Vísir/Jóhann K.
Rannsókn á ráninu í Kauptúni í Garðabæ er á lokametrunum og telst málið upplýst að mestu, segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. Hann telur ólíklegt að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum fjórum sem grunaðir eru. Málið verður sent til ákærusviðs að rannsókn lokinni.

Grímur vill ekki upplýsa um afstöðu fjórmenninganna til málsins en þeir eru sakaðir um að hafa ógnað öðrum manni með byssu og rænt hann. Hinir grunuðu og maðurinn þekkjast, að sögn Gríms, en hann vill ekki gefa upp hverju þeir rændu af manninum. Það hafi verið eitthvað smáræði.

Mennirnir fjórir voru handteknir í íbúð við Laugarnesveg í gærkvöldi. Í íbúðinni fundust skotvopn; haglabyssa og hluti af byssu, skotfæri og fíkniefni.

Yfirheyrslur hófust í gærkvöldi en þar sem mennirnir voru allir undir áhrifum var ákveðið að bíða með þær til dagsins í dag. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður.


Tengdar fréttir

Talinn hafa hótað manninum með byssu

Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×