Hús erlendra tungumála heitir Veröld, hús Vigdísar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2017 13:13 Húsið Veröld, hús Vigdísar. vísir/gva Nýtt hús erlendra tungumála við Háskóla Íslands mun heita Veröld, hús Vigdísar. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti þetta í hádeginu í dag í hátíðarsal skólans en húsið verður formlega opnað á sumardaginn fyrsta. Efnt var til samkeppni um heiti hússins en hátt í 800 tillögur bárust frá rúmlega 1000 einstaklingum. Valnefnd fór yfir tillögurnar og komst að einróma niðurstöðu sem háskólaráð svo staðfesti en í valnefnd sátu þau Eiríkur Smári Sigurðarson frá Hugvísindasviði (formaður), Geir Þórarinn Þórarinsson, fulltrúi stjórnar SVF, Guðrún Kvaran, fulltrúi Vigdísarstofnunar, og Inga Jóna Þórðardóttir, fulltrúi rektors. Að því er fram kemur á vef RÚV var enginn einn sem lagði til þessa samsetningu, Veröld, hús Vigdísar, en eins og áður segir komst valnefndin að þeirri einróma niðurstöðu um að setja þessar tvær tillögur að nafni saman. Þau Hulda Egilsdóttir og Sveinn V. Ólafsson lögðu til nafnið Veröld og fimm lögðu svo til Hús Vigdísar, það er þau Ingunn Björnsdóttir, Jónína Hallgrímsdóttir, Kristín Helgadóttir Ísfeld, Sesselja Friðgeirsdóttir og Sigríður B. Guðjónsdóttir. Sebastian Drude er forstöðumaður Vigdísarstofnunar sem starfrækt verður í Veröld, húsi Vigdísar. Stofnunin „verður starfrækt á grundvelli samkomulags milli íslenskra stjórnvalda og UNESCO. Auk rannsókna- og vísindastarfs er hlutverk Vigdísarstofnunar að vekja athygli á mikilvægi tungumála fyrir menningu alls mannkyns og gildi þýðinga og tungumálakunnáttu fyrir farsæl samskipti þjóða,“ að því er segir í tilkynningu. Tengdar fréttir Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu Auður Hauksdóttir hefur allt frá hugmyndinni að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum leitt starf stofnunarinnar sem verður opnuð með formlegum hætti í nýju húsi á sumardaginn fyrsta. 15. apríl 2017 10:30 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Nýtt hús erlendra tungumála við Háskóla Íslands mun heita Veröld, hús Vigdísar. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti þetta í hádeginu í dag í hátíðarsal skólans en húsið verður formlega opnað á sumardaginn fyrsta. Efnt var til samkeppni um heiti hússins en hátt í 800 tillögur bárust frá rúmlega 1000 einstaklingum. Valnefnd fór yfir tillögurnar og komst að einróma niðurstöðu sem háskólaráð svo staðfesti en í valnefnd sátu þau Eiríkur Smári Sigurðarson frá Hugvísindasviði (formaður), Geir Þórarinn Þórarinsson, fulltrúi stjórnar SVF, Guðrún Kvaran, fulltrúi Vigdísarstofnunar, og Inga Jóna Þórðardóttir, fulltrúi rektors. Að því er fram kemur á vef RÚV var enginn einn sem lagði til þessa samsetningu, Veröld, hús Vigdísar, en eins og áður segir komst valnefndin að þeirri einróma niðurstöðu um að setja þessar tvær tillögur að nafni saman. Þau Hulda Egilsdóttir og Sveinn V. Ólafsson lögðu til nafnið Veröld og fimm lögðu svo til Hús Vigdísar, það er þau Ingunn Björnsdóttir, Jónína Hallgrímsdóttir, Kristín Helgadóttir Ísfeld, Sesselja Friðgeirsdóttir og Sigríður B. Guðjónsdóttir. Sebastian Drude er forstöðumaður Vigdísarstofnunar sem starfrækt verður í Veröld, húsi Vigdísar. Stofnunin „verður starfrækt á grundvelli samkomulags milli íslenskra stjórnvalda og UNESCO. Auk rannsókna- og vísindastarfs er hlutverk Vigdísarstofnunar að vekja athygli á mikilvægi tungumála fyrir menningu alls mannkyns og gildi þýðinga og tungumálakunnáttu fyrir farsæl samskipti þjóða,“ að því er segir í tilkynningu.
Tengdar fréttir Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu Auður Hauksdóttir hefur allt frá hugmyndinni að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum leitt starf stofnunarinnar sem verður opnuð með formlegum hætti í nýju húsi á sumardaginn fyrsta. 15. apríl 2017 10:30 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu Auður Hauksdóttir hefur allt frá hugmyndinni að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum leitt starf stofnunarinnar sem verður opnuð með formlegum hætti í nýju húsi á sumardaginn fyrsta. 15. apríl 2017 10:30