Erlent

Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka í Frakklandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sérsveitarmenn brutu sér leið inn í íbúð mannanna í Marseille í dag. Þar fundust skotvopn og búnaður til sprengjugerðar.
Sérsveitarmenn brutu sér leið inn í íbúð mannanna í Marseille í dag. Þar fundust skotvopn og búnaður til sprengjugerðar. vísir/afp
Franska lögreglan handtók í dag tvo menn sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk í landinu, en aðeins fimm dagar eru í fyrri umferð forsetakosninganna. Mennirnir eru báðir franskir ríkisborgarar á þrítugsaldri.

Skotvopn og ýmis búnaður til sprengjugerðar fundist í íbúð mannanna. Þeirra hafði verið leitað í nokkra daga en myndum af þeim var dreift til öryggisvarða forsetaframbjóðanna í síðustu viku.

Matthias Fekl, innanríkisráðherra Frakklands, segir að ekki sé vitað hvert skotmark mannanna hafi verið. Hins vegar sé ljóst að þeir hafi verið að undirbúa árás á franskri grundu á allra næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×