Í hádeginu í dag mun Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tilkynna um niðurstöðu í samkeppni um heiti nýs húss erlendra tungumála.
Efnt var til samkeppni um heiti hússins og bárust hátt í 800 tillögur frá rúmlega 1.000 einstaklingum. Valnefnd fór yfir tillögurnar og komst að einróma niðurstöðu sem háskólaráð staðfesti segir í tilkynningu. Í valnefnd áttu sæti þau Eiríkur Smári Sigurðarson frá Hugvísindasviði (formaður), Geir Þórarinn Þórarinsson, fulltrúi stjórnar SVF, Guðrún Kvaran, fulltrúi Vigdísarstofnunar, og Inga Jóna Þórðardóttir, fulltrúi rektors.
Tilkynnt verður um heitið í Hátíðasal í Aðalbyggingu og munu sigurvegarar í nafnasamkeppninni veita verðlaunum viðtöku. Húsið verður svo vígt við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl næstkomandi.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hús erlendra tungumála fær nafn í dag

Tengdar fréttir

Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu
Auður Hauksdóttir hefur allt frá hugmyndinni að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum leitt starf stofnunarinnar sem verður opnuð með formlegum hætti í nýju húsi á sumardaginn fyrsta.