Telur að fólk fái leið á „hálfvitapáskaeggjum“ Sæunn Gísladóttir skrifar 18. apríl 2017 07:00 Ekki hugnast öllum nýir málshættir sem leyndust í páskaeggjum landsmanna í ár. Þjóðháttafræðingur segir nýju málshættina ekki eins hnitmiðaða og þá gömlu. Um nýliðna páska vakti það athygli að margir málshættir væru illskiljanlegir og var mörgum þeirra líkt við útúrsnúninga og brandara. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, segir það nýlegt að búnir séu til nýir málshættir. „Ég borða svo lítið af páskaeggjum núorðið að ég fylgist kannski ekki nógu mikið með. En ég hef orðið var við það að fólk er að búa til málshætti á seinustu árum. Ef fólk hefur gaman af því að búa til eigin málshætti er það í lagi, en þau sýnishorn sem ég hef séð af þessum nýju málsháttum finnst mér heldur daufleg, svo ekki sé meira sagt, ekki eins hnitmiðuð og þessir gömlu málshættir voru."Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur Fréttablaðið/GVAÁrni segir að ef fólk á erfitt með að skilja hefðbundna málshætti megi glugga í málsháttasöfn sem hafa verið til í tæpar tvær aldir hér á landi. „Það er eðlilegast að nýta þau og ég held að það sé stundum betra en að fara á netið, því það eru til ágætar bækur." Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segist hafa fundist hann vera svikinn þegar hann fékk fyrir nokkrum árum málshátt sem var algjör útúrsnúningur og brandari. Hann segir að málshátturinn hafi verið eitthvað á borð við „ekki er jakki frakki þó að síður sé." „Ef þú á annað borð ætlar að gefa þig út fyrir að vera með hefðbundið páskaegg, þá ertu með hefðbundinn málshátt í því. Ef þú ætlar að vera með eitthvað grín og fíflaskap þá selur þú þetta sem grínegg. Það er nánast eins og þetta sé svikin vara ef þú færð ekki málshátt heldur aulabrandara."Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju Fréttablaðið/GVADavíð telur að aukið sambandsleysi við hefðir og venjur og aukið virðingarleysi við þær, geti mögulega skýrt þessa breytingu. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að þessir nýju málshættir endist. „Það spretta upp bólur og svo verða allir leiðir á tilbreytingunni eftir mjög stuttan tíma, það er ástæða fyrir að klassík verður klassík. Eftir nokkur ár verða allir orðnir leiðir á hálfvitapáskaeggjum og vilja alvöru málshætti í sín páskaegg og þá leggst þetta af." „Ég held að þetta sé í sjálfu sér ekkert stórt mál, en ef þú ert að safna málsháttunum þínum eða eitthvað svoleiðis þá er ferlega leiðinlegt að fá einhvern aulabrandara en ekki málshátt."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tengdar fréttir Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Um nýliðna páska vakti það athygli að margir málshættir væru illskiljanlegir og var mörgum þeirra líkt við útúrsnúninga og brandara. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, segir það nýlegt að búnir séu til nýir málshættir. „Ég borða svo lítið af páskaeggjum núorðið að ég fylgist kannski ekki nógu mikið með. En ég hef orðið var við það að fólk er að búa til málshætti á seinustu árum. Ef fólk hefur gaman af því að búa til eigin málshætti er það í lagi, en þau sýnishorn sem ég hef séð af þessum nýju málsháttum finnst mér heldur daufleg, svo ekki sé meira sagt, ekki eins hnitmiðuð og þessir gömlu málshættir voru."Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur Fréttablaðið/GVAÁrni segir að ef fólk á erfitt með að skilja hefðbundna málshætti megi glugga í málsháttasöfn sem hafa verið til í tæpar tvær aldir hér á landi. „Það er eðlilegast að nýta þau og ég held að það sé stundum betra en að fara á netið, því það eru til ágætar bækur." Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segist hafa fundist hann vera svikinn þegar hann fékk fyrir nokkrum árum málshátt sem var algjör útúrsnúningur og brandari. Hann segir að málshátturinn hafi verið eitthvað á borð við „ekki er jakki frakki þó að síður sé." „Ef þú á annað borð ætlar að gefa þig út fyrir að vera með hefðbundið páskaegg, þá ertu með hefðbundinn málshátt í því. Ef þú ætlar að vera með eitthvað grín og fíflaskap þá selur þú þetta sem grínegg. Það er nánast eins og þetta sé svikin vara ef þú færð ekki málshátt heldur aulabrandara."Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju Fréttablaðið/GVADavíð telur að aukið sambandsleysi við hefðir og venjur og aukið virðingarleysi við þær, geti mögulega skýrt þessa breytingu. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að þessir nýju málshættir endist. „Það spretta upp bólur og svo verða allir leiðir á tilbreytingunni eftir mjög stuttan tíma, það er ástæða fyrir að klassík verður klassík. Eftir nokkur ár verða allir orðnir leiðir á hálfvitapáskaeggjum og vilja alvöru málshætti í sín páskaegg og þá leggst þetta af." „Ég held að þetta sé í sjálfu sér ekkert stórt mál, en ef þú ert að safna málsháttunum þínum eða eitthvað svoleiðis þá er ferlega leiðinlegt að fá einhvern aulabrandara en ekki málshátt."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tengdar fréttir Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent