
Veiðiklúbburinn Strengur
Ég hef skapað mína auðlegð sjálfur. Ég ólst upp í fátækum hluta Manchester. Ég hef borið gæfu til að byggja upp mjög farsælt fyrirtæki og á grundvelli þess árangurs er ég í aðstöðu til að hjálpa til á sviðum sem ég tel að eigi skilið athygli.
Augljóslega get ég ekki gert allt en á ferðum mínum hef ég oftsinnis komið til bæði Íslands og suðurhluta Afríku og það er augljóst að á báðum stöðum eru náttúruverndarverkefni sem vert er að styðja við. Þessi verkefni snúast eingöngu um að gera jörðinni okkar dálítið gagn.
Á Íslandi eru margar af bestu laxveiðiám heims. Og laxinn er sannarlega sérstæðasti og aðdáunarverðasti fiskur í heimi. Ferðalagið sem hann leggur í yfir Atlantshafið og upp eftir mörgum óárennilegustu ám heimsins er á mörkum þess sem hægt er að trúa.
Laxinn lifir af í sjó og ferskvatni. Hann kemst hjá alls kyns hungruðum rándýrum í hafi, allt frá selum og höfrungum til hákarla og þegar hann nær á endanum upp í árnar mæta honum flúðir, fossar og klettar. Að lokum, eftir að hafa fundið maka og helgað sér hyl í ánni, fastar hann í 8 mánuði og þarf að berja af sér keppinauta. Ef um heppinn lax er að ræða fær hann að endurtaka þetta ævintýri nokkrum sinnum.
Þetta eru einungis fáeinar ástæður þess að laxinn nýtur virðingar svo víða. En laxinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu 100 árin. Samspil mengunar og ofveiði hefur gengið nærri stofnum og þurrkað tegundina algjörlega út í mörgum ám.
Markmiðið að finna sjálfbæra lausn
Meginmarkið verkefnis veiðiklúbbsins Strengs er að vernda þessa einstöku tegund. Markmiðið er einnig að finna sjálfbæra lausn til langs tíma. Fáein góðgerðarframlög eru ekki lausnin.
Sportveiði skapar miklar tekjur, sér í lagi á Íslandi sem hefur yfir að ráða mörgum af bestu sportveiðiám heims. Hún færir bændum á svæðinu aukatekjur en ekki er síður mikilvægt að hún fjármagnar verkefni á sviði náttúruverndar í ánum. Þetta þýðir byggingu laxastiga, lagningu vega að veiðistöðum, stuðning við rannsóknir og eftirlit með laxfiskum auk byggingu vandaðra veiðihúsa. Allt skapar þetta aðstæður fyrir fyrsta flokks tómstundaiðju á Íslandi.
Hið góða við laxastiga er að þeir stækka hrygningarsvæði með því að gera svæði ofar í ám aðgengileg sem þýðir fleiri laxa.
Við höfum þá trú að sportveiðar séu ásættanlegar meðan þær eru stundaðar af virðingu. Sleppa þarf öllum fiski gætilega aftur út í árnar, forðast á ofveiði í ám og veiði ekki leyfð í ám á hrygningartímabili. Einungis fluguveiði leyfð og allt annað agn bannað.
Einnig gerum við allt sem í okkar valdi stendur til þess að mengunarvaldar komist aldrei í ár og þá sérstaklega kemísk efni sem notuð eru í landbúnaði því laxinn er mjög viðkvæmur fyrir öllum slíkum efnum.
Hér hef ég lýst hugmyndafræðilegri nálgun okkar varðandi verndun laxa en hvað hefur þetta þýtt í raun?
Við höfum keypt jarðir í nágrenni við ár á Norðausturlandi, sér í lagi kringum Vopnafjörð, til þess að eiga atkvæðisrétt í veiðifélögum. Þar sem við höfum keypt jarðir höfum við hvatt bændur til að halda áfram búskap á þessum fjarlæga hluta Íslands.
Í lok árs 2016 fjárfestum við líka í Grímsstöðum sem við eigum í félagi við íslenska ríkið og fleiri. Þó að mestu sé um að ræða óbyggt hálendi nær svæðið yfir stóran hluta vatnasvæðis áa á norðausturhluta landsins. Tilgangur þessara kaupa er einungis að vernda og varðveita viðkvæmt vistkerfi þessara mikilvægu áa.
Í stuttu máli er verndunarstefna okkar að halda í hreinleika landslags og áa, hvetja til búskapar í sátt og samlyndi við ár og ástundun ábyrgrar sportveiði sem styrkir sjálfbærni til framtíðar.
Við í Streng vitum að við getum lítið gert við ofveiði á laxi í sjó – slíkt er á ábyrgð stjórnvalda. En við getum skapað náttúrulegan griðastað fyrir lax á þessu afar sérstæða horni á norðaustur Íslandi og vonandi bjargað þessari einstæðu tegund.
Fyrir frekari upplýsingar á https://www.sela.is
Skoðun

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar