Framkvæmdir fara fram þrátt fyrir hótun um málsókn Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. nóvember 2017 20:30 Hótun Varðmanna Víkurgarðs um málsókn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Landssímareitnum hefur ekki áhrif á framgang málsins. Þetta segir formaður borgarráðs. Fornleifafræðingur segir einstaklinga innan hópsins hafa ráðist að sér persónulega með afar niðrandi athugasemdum og framkomu. Líkt og sagt var frá í kvöldfréttum í vikunni hefur hópur sem kallar sig varðmenn Víkurgarðs mótmælt harðlega þeirri byggingu hótels, verslana og íbúða sem fyrirhuguð er í þessu gamla kirkjugarðslandi kringum Landsímareitinn. Vala Garðarsdóttir, sem stýrði uppgrefti á svæðinu í fyrra, hefur aftur á móti margítrekað gagnrýnt málflutning hópsins. Þannig segir hún að fornminjum á svæðinu hafi verið raskað fyrir margt löngu síðan og fyrirhugaðar framkvæmdir muni tæplega breyta miklu þar um. Segir hún enn fremur all algengt að skipulagi sé breytt í fornum kirkjugörðum og megi sjá dæmi þess víða um heim, t.a.m. í Kaupmannahöfn, Osló og Lundúnum. Líkt og fram kom í frétt Vísis í dag segir Vala frá því í færslu á Facebook hvernig einstaklingar úr hópi Varðmanna Víkurgarðs hafi sýnt sér afar óviðurkvæmilega framkomu vegna afstöðu hennar í málinu. Þannig hafi hún m.a. verið kölluð ungi sæti fornminjafræðingurinn, henni sagt að virða sér heldri menn og hún verið klipin í rassinn.Frétt Vísis: Tveir Víkurgarðsmenn sagðir hafa klipið fornleifafræðing í rassinn Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., sem sér um uppbyggingu á svæðinu, gat ekki veitt viðtal en sagði í samtali við fréttastofu að til stæði að hefja framkvæmdir á svæðinu snemma á næsta ári og ljúka þeim um mitt ár 2019. Varðmenn Víkurgarðs hafa hins vegar hótað að stefna borginni verði verkefnið að veruleika. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkur segir fátt því til fyrirstöðu að framkvæmdir hefjist von bráðar og hótun um málsókn muni ekki hafa áhrif á stöðu málsins innan borgarkerfisins. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Hótun Varðmanna Víkurgarðs um málsókn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Landssímareitnum hefur ekki áhrif á framgang málsins. Þetta segir formaður borgarráðs. Fornleifafræðingur segir einstaklinga innan hópsins hafa ráðist að sér persónulega með afar niðrandi athugasemdum og framkomu. Líkt og sagt var frá í kvöldfréttum í vikunni hefur hópur sem kallar sig varðmenn Víkurgarðs mótmælt harðlega þeirri byggingu hótels, verslana og íbúða sem fyrirhuguð er í þessu gamla kirkjugarðslandi kringum Landsímareitinn. Vala Garðarsdóttir, sem stýrði uppgrefti á svæðinu í fyrra, hefur aftur á móti margítrekað gagnrýnt málflutning hópsins. Þannig segir hún að fornminjum á svæðinu hafi verið raskað fyrir margt löngu síðan og fyrirhugaðar framkvæmdir muni tæplega breyta miklu þar um. Segir hún enn fremur all algengt að skipulagi sé breytt í fornum kirkjugörðum og megi sjá dæmi þess víða um heim, t.a.m. í Kaupmannahöfn, Osló og Lundúnum. Líkt og fram kom í frétt Vísis í dag segir Vala frá því í færslu á Facebook hvernig einstaklingar úr hópi Varðmanna Víkurgarðs hafi sýnt sér afar óviðurkvæmilega framkomu vegna afstöðu hennar í málinu. Þannig hafi hún m.a. verið kölluð ungi sæti fornminjafræðingurinn, henni sagt að virða sér heldri menn og hún verið klipin í rassinn.Frétt Vísis: Tveir Víkurgarðsmenn sagðir hafa klipið fornleifafræðing í rassinn Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., sem sér um uppbyggingu á svæðinu, gat ekki veitt viðtal en sagði í samtali við fréttastofu að til stæði að hefja framkvæmdir á svæðinu snemma á næsta ári og ljúka þeim um mitt ár 2019. Varðmenn Víkurgarðs hafa hins vegar hótað að stefna borginni verði verkefnið að veruleika. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkur segir fátt því til fyrirstöðu að framkvæmdir hefjist von bráðar og hótun um málsókn muni ekki hafa áhrif á stöðu málsins innan borgarkerfisins.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira