Munu ekki greina frá nöfnum gerendanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins. Vísir/stefán „Við í hópnum höfum sammælst um að vera hvorki að nefna nöfn manna né flokka, heldur erum við meira að tala um aðstæður og hvernig við upplifum okkur í umhverfi stjórnmálanna,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, aðspurð um ástæður þess að stjórnmálakonur, sem stigið hafa fram og deilt reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi og áreitni, segi ekki alla söguna með nöfnum gerenda. Í áskorun sem íslensku stjórnmálakonurnar hafa sent frá sér, er þess krafist að karlar taki ábyrgð og stjórnmálaflokkar taki af festu á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Aðspurð segir Heiða konur líka þurfa að taka gagnrýnina til sín. „Mér finnst við í hópnum vera að líta í eigin barm með því að skora á karlana að koma með okkur í að breyta. En við erum auðvitað hluti af kerfinu og samfélaginu sem ól okkur upp við að karlar stjórni ferðinni. Okkur finnst við svolítið búnar að viðurkenna að þetta hefur verið látið viðgangast og er til staðar. Núna erum við að segja að það þurfi að laga þetta og að við eigum að gera það öll saman.“ Heiða Björg segir áskorun kvennanna ólíka þeim byltingum sem brotist hafa út í Hollywood og víðar þar sem áhrifamenn eru gagnrýndir og bornir þungum sökum. „Það er ekki tilgangur okkar að draga fram sökudólgana heldur að biðja um að við horfum öll í eigin barm, gerum betur og lögum þennan inngróna kúltúr sem við höfum allar gengið inn í. Við erum í einlægni að biðja karlana að koma með okkur í þetta,“ segir Heiða og bendir á að það geti líka skemmt fyrir markmiðinu að nafngreina gerendur. „Við erum svo hræddar um að ef við förum að nafngreina einhverja, þá fari öll áherslan á að losna við þá og allt verði gott verði þeir fjarlægðir. Okkar barátta snýst ekki um það. Við viljum breyta kerfinu og erum að einblína á það núna.“ Aðspurð um þöggun innan stjórnmálaflokka, játar Heiða því að hættan á þöggun innan stjórnmálaflokka um þessi mál sé mjög mikil enda eigi flokkarnir allt sitt undir kjósendum. „Til eru dæmi um að kynferðisbrot hafi verið þögguð niður innan flokka og konum sagt að mál myndi skaða flokkinn ef það færi út,“ segir Heiða. Hún segir karlana ekki eina um að þagga niður brot innan flokka heldur hafi konur líka átt þátt í slíkri þöggun, til að vernda flokkshagsmuni. „Hingað til hefur það þótt veikleikamerki bæði fyrir flokka og einstaklinga að segja frá. Við viljum breyta því,“ segir Heiða Björg. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Við í hópnum höfum sammælst um að vera hvorki að nefna nöfn manna né flokka, heldur erum við meira að tala um aðstæður og hvernig við upplifum okkur í umhverfi stjórnmálanna,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, aðspurð um ástæður þess að stjórnmálakonur, sem stigið hafa fram og deilt reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi og áreitni, segi ekki alla söguna með nöfnum gerenda. Í áskorun sem íslensku stjórnmálakonurnar hafa sent frá sér, er þess krafist að karlar taki ábyrgð og stjórnmálaflokkar taki af festu á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Aðspurð segir Heiða konur líka þurfa að taka gagnrýnina til sín. „Mér finnst við í hópnum vera að líta í eigin barm með því að skora á karlana að koma með okkur í að breyta. En við erum auðvitað hluti af kerfinu og samfélaginu sem ól okkur upp við að karlar stjórni ferðinni. Okkur finnst við svolítið búnar að viðurkenna að þetta hefur verið látið viðgangast og er til staðar. Núna erum við að segja að það þurfi að laga þetta og að við eigum að gera það öll saman.“ Heiða Björg segir áskorun kvennanna ólíka þeim byltingum sem brotist hafa út í Hollywood og víðar þar sem áhrifamenn eru gagnrýndir og bornir þungum sökum. „Það er ekki tilgangur okkar að draga fram sökudólgana heldur að biðja um að við horfum öll í eigin barm, gerum betur og lögum þennan inngróna kúltúr sem við höfum allar gengið inn í. Við erum í einlægni að biðja karlana að koma með okkur í þetta,“ segir Heiða og bendir á að það geti líka skemmt fyrir markmiðinu að nafngreina gerendur. „Við erum svo hræddar um að ef við förum að nafngreina einhverja, þá fari öll áherslan á að losna við þá og allt verði gott verði þeir fjarlægðir. Okkar barátta snýst ekki um það. Við viljum breyta kerfinu og erum að einblína á það núna.“ Aðspurð um þöggun innan stjórnmálaflokka, játar Heiða því að hættan á þöggun innan stjórnmálaflokka um þessi mál sé mjög mikil enda eigi flokkarnir allt sitt undir kjósendum. „Til eru dæmi um að kynferðisbrot hafi verið þögguð niður innan flokka og konum sagt að mál myndi skaða flokkinn ef það færi út,“ segir Heiða. Hún segir karlana ekki eina um að þagga niður brot innan flokka heldur hafi konur líka átt þátt í slíkri þöggun, til að vernda flokkshagsmuni. „Hingað til hefur það þótt veikleikamerki bæði fyrir flokka og einstaklinga að segja frá. Við viljum breyta því,“ segir Heiða Björg.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24
Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45