234 litlir tófuhvolpar – yrðlingar – drepnir í Húnaþingi vestra; margir barðir til dauða Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Íslenzki refurinn, pólarrefurinn, er einstök tegund refs, minni og öðruvísi byggður en rauðrefurinn, og kom hann til Íslands á seinni ísöld. Er hann því fyrsta náttúrulega spendýrið, frumbygginn, hér. Í dag eru ekki nema um 200 pólarrefir annars staðar á Norðurlöndum, og eru þeir alfriðaðir. Er allt gert til að reyna á ná stofninum upp aftur. Er engin hætta talin stafa af pólarref fyrir umhverfi, lífríki eða búfénað, enda er hann lítið dýr, 3 til 5 kg að þyngd. Er hann minnsta undirtegund „hunda“. Pólarrefurinn er alæta, lifir á berjum, þangi, dýrahræum í fjöru og á landi, eggjum, hagamúsum, nagdýrum og fuglum. Hefur hann verið eðlilegur hlekkur lífskeðjunnar hér í árþúsundir. Þegar ær voru látnar bera lömb sín úti, voru einhver brögð að því, að pólarrefurinn réðist á nýfædd og varnarlaus lömb, einkum í harðæri, og fékk hann þá á sig það óorð, að hann væri grimmdarseggur – vargur – en í þá daga skipti hvert eitt lamb máli. Árum saman hafa bændur hins vegar látið ær sínar bera í húsi, og varð það endir þess, að pólarrefurinn kæmist í bjargarlaus lömb. Af einhverjum ástæðum hafa ýmsir þó haldið áfram að úthrópa pólarrefinn, eins og af gömlum vana, og mætti helzt halda, að hann væri afkvæmi skrattans sjálfs. Ég hef átt tal við bændur, refaveiðimenn, sveitarstjórnarmenn og oddvita, líka þá vísindamenn, sem mest vita um pólarrefinn, og er niðurstaðan í öllum tilvikum hin sama: Árum eða áratugum saman hefur pólarrefurinn engum teljandi skaða valdið á sauðfé. Það er því ekkert samhengi milli þess veiðiæðis og þeirra ofsókna, sem eru í gangi gegn pólarrefnum, og þess tjóns, sem hann veldur.100 milljónir í árásir Íslenzka ríkið leggur til 30 milljónir króna árlega til að herja á pólarrefinn og bæta sveitarfélög við 70 milljónum. Fara þannig 100 milljónir af almannafé í botnlausar og þindarlausar árásir á pólarrefinn. Eru sögusagnir og rangfærslur sumra refahatara með ólíkindum. Bóndi á Vestfjörðum fullyrti, að í friðlandi refa á Hornströndum hefðu 10.000 dýr farið um frá 1994, en vísindamenn segja mér, að þar búi 250 til 300 dýr. Kannast menn við sögu H.C. Andersen, þar sem ein fjöður varð að 5 hænum? Miklar sögur fara af því, að refurinn ráðist á lömb á fjalli, og komi þær með afétnar kinnar og afskræmdar af fjalli. Einn bóndi, sem sagði mér slíka sögu, varð að viðurkenna, að hún væri 30 ára gömul. Einn grenjaveiðimaður, sem stundað hafði grenjaveiðar í 20 ár, legið á hundruðum grenja, sagðist þrisvar hafa orðið var við leifar lambs við greni. Hefði refur líka getað hafa hirt hræ. Ef litið er til peningahliðar málsins, blasir þetta við: 1) Bóndinn fær 5.000 krónur fyrir haustlamb. 2.) 100 milljónum króna er varið til útrýmingartilrauna refsins, en það tilsvarar verðgildi 20.000 haustlamba. Grenjaveiðarnar eru þó versti hluti málsins. Hvolpar fæðast um mánaðamótin apríl/maí, og hefjast grenjaveiðar í byrjun júni. Læða og steggur lifa saman ævilangt, og er steggur í því á daginn að færa björg í bú, meðan læða gætir og fæðir hvolpana. Leggjast veiðimenn við greni, bíða komu steggs og skjóta. Þegar matarbirgðir þrjóta í greni, neyðist læða til að yfirgefa yrðlinga í fæðuleit. Er hún þá skotin. Eftir eru þá litlir yrðlingar, 4-5 vikna gamlir, eins og litlir hundshvolpar, og þegar hungrið sverfur að, freista þeir þess, að fara úr greni. Eru þeir þá handsamaðir og barðir til dauða með steini eða skotnir. Sumir yrðlingar þráast við í greni, þrátt fyrir kvöl hungurs og einsemdar, og læða þá veiðimenn fótaboga inn í greni, sem er festur á bandi, og þegar boginn smellur, limlestir, jafnvel brýtur litinn fót, kippir veiðimaður í og lemur svo þessa litlu og hrjáðu veru til bana eða skýtur. Húnaþing vestra varði 7,7 milljónum króna til refa og minnkadráps síðustu 12 mánuði, þar af voru 234 yrðlingar drepnir þar með þeim hætti, sem hér greinir. Kæru lesendur, erum við í menningarlandinu Íslandi eða hrukkum við með einverjum hætti aftur til miðalda!? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Íslenzki refurinn, pólarrefurinn, er einstök tegund refs, minni og öðruvísi byggður en rauðrefurinn, og kom hann til Íslands á seinni ísöld. Er hann því fyrsta náttúrulega spendýrið, frumbygginn, hér. Í dag eru ekki nema um 200 pólarrefir annars staðar á Norðurlöndum, og eru þeir alfriðaðir. Er allt gert til að reyna á ná stofninum upp aftur. Er engin hætta talin stafa af pólarref fyrir umhverfi, lífríki eða búfénað, enda er hann lítið dýr, 3 til 5 kg að þyngd. Er hann minnsta undirtegund „hunda“. Pólarrefurinn er alæta, lifir á berjum, þangi, dýrahræum í fjöru og á landi, eggjum, hagamúsum, nagdýrum og fuglum. Hefur hann verið eðlilegur hlekkur lífskeðjunnar hér í árþúsundir. Þegar ær voru látnar bera lömb sín úti, voru einhver brögð að því, að pólarrefurinn réðist á nýfædd og varnarlaus lömb, einkum í harðæri, og fékk hann þá á sig það óorð, að hann væri grimmdarseggur – vargur – en í þá daga skipti hvert eitt lamb máli. Árum saman hafa bændur hins vegar látið ær sínar bera í húsi, og varð það endir þess, að pólarrefurinn kæmist í bjargarlaus lömb. Af einhverjum ástæðum hafa ýmsir þó haldið áfram að úthrópa pólarrefinn, eins og af gömlum vana, og mætti helzt halda, að hann væri afkvæmi skrattans sjálfs. Ég hef átt tal við bændur, refaveiðimenn, sveitarstjórnarmenn og oddvita, líka þá vísindamenn, sem mest vita um pólarrefinn, og er niðurstaðan í öllum tilvikum hin sama: Árum eða áratugum saman hefur pólarrefurinn engum teljandi skaða valdið á sauðfé. Það er því ekkert samhengi milli þess veiðiæðis og þeirra ofsókna, sem eru í gangi gegn pólarrefnum, og þess tjóns, sem hann veldur.100 milljónir í árásir Íslenzka ríkið leggur til 30 milljónir króna árlega til að herja á pólarrefinn og bæta sveitarfélög við 70 milljónum. Fara þannig 100 milljónir af almannafé í botnlausar og þindarlausar árásir á pólarrefinn. Eru sögusagnir og rangfærslur sumra refahatara með ólíkindum. Bóndi á Vestfjörðum fullyrti, að í friðlandi refa á Hornströndum hefðu 10.000 dýr farið um frá 1994, en vísindamenn segja mér, að þar búi 250 til 300 dýr. Kannast menn við sögu H.C. Andersen, þar sem ein fjöður varð að 5 hænum? Miklar sögur fara af því, að refurinn ráðist á lömb á fjalli, og komi þær með afétnar kinnar og afskræmdar af fjalli. Einn bóndi, sem sagði mér slíka sögu, varð að viðurkenna, að hún væri 30 ára gömul. Einn grenjaveiðimaður, sem stundað hafði grenjaveiðar í 20 ár, legið á hundruðum grenja, sagðist þrisvar hafa orðið var við leifar lambs við greni. Hefði refur líka getað hafa hirt hræ. Ef litið er til peningahliðar málsins, blasir þetta við: 1) Bóndinn fær 5.000 krónur fyrir haustlamb. 2.) 100 milljónum króna er varið til útrýmingartilrauna refsins, en það tilsvarar verðgildi 20.000 haustlamba. Grenjaveiðarnar eru þó versti hluti málsins. Hvolpar fæðast um mánaðamótin apríl/maí, og hefjast grenjaveiðar í byrjun júni. Læða og steggur lifa saman ævilangt, og er steggur í því á daginn að færa björg í bú, meðan læða gætir og fæðir hvolpana. Leggjast veiðimenn við greni, bíða komu steggs og skjóta. Þegar matarbirgðir þrjóta í greni, neyðist læða til að yfirgefa yrðlinga í fæðuleit. Er hún þá skotin. Eftir eru þá litlir yrðlingar, 4-5 vikna gamlir, eins og litlir hundshvolpar, og þegar hungrið sverfur að, freista þeir þess, að fara úr greni. Eru þeir þá handsamaðir og barðir til dauða með steini eða skotnir. Sumir yrðlingar þráast við í greni, þrátt fyrir kvöl hungurs og einsemdar, og læða þá veiðimenn fótaboga inn í greni, sem er festur á bandi, og þegar boginn smellur, limlestir, jafnvel brýtur litinn fót, kippir veiðimaður í og lemur svo þessa litlu og hrjáðu veru til bana eða skýtur. Húnaþing vestra varði 7,7 milljónum króna til refa og minnkadráps síðustu 12 mánuði, þar af voru 234 yrðlingar drepnir þar með þeim hætti, sem hér greinir. Kæru lesendur, erum við í menningarlandinu Íslandi eða hrukkum við með einverjum hætti aftur til miðalda!? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun