Vistvangur; lífgun á örfoka landi Björn Guðbrandur Jónsson og Jónatan Garðarsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Við ökum suður með Kleifarvatni, suður í Krýsuvík og sýnum umhverfinu vakandi áhuga. Landið hefur margbreytilega ásýnd. Á vesturbakka Kleifarvatns eru jarðfræðifyrirbærin áhugaverð og laða til sín rútufarma af túristum sem síðan steðja að hverasvæðinu í Seltúni. Augljós einkenni eru víða um uppblástur og gróðureyðingu. Þegar við erum komin þó nokkuð suður fyrir Krýsuvík tekur steininn úr. Skyndilega umbreytist landið, úr mýrlendi í gróðursnauða auðn. Þetta er undravert því við erum hvorki uppi á hálendi né er hér sérlega þurrkasamt. Það er í raun ekkert sem þjakar þetta land, nema ef vera kynni íslenskar aðstæður. Á þessu landsvæði erum við í u.þ.b. 100 m hæð yfir sjó, u.þ.b. 3 km frá suðurströndinni og þarna er sannarlega enginn skortur á úrkomu. Af eigin reynslu af svæðinu getum við sagt „öðru nær“. Samt er eins og gróður hafi verið gerður útlægur héðan. Hvað er í gangi? Myndin sem hér fylgir gefur lesandanum ögn fyllri lýsingu. Hún er tekin um miðjan september þegar gróður er í hámarki um allt land og sýnir brúna moldina, hnullunga og bergmylsnu. Af hverju vantar græna litinn eða þann gula sem tilheyrir haustinu? Engu er líkara en hér sé land sem hafi lent í frjósemiskreppu og sitji þar fast.Mynd tekin til vesturs á Vistvangi þann 10.sept sl. Sjá má móta fyrir Krýsuvíkurvegi ofarlega yst til vinstri. Arnarfell ofarlega fyrir miðri mynd og Reykjanesfjöllin þar að baki. U.þ.b. 3 km eru til sjávar. Græni liturinn sem sést móta fyrir kemur upp úr taðhrúgum sem þar bíða uppgræðslu næsta árs.Það er rétt að tína til það sem við vitum úr sögunni og reyna að glöggva okkur á ástæðum þess að svona er komið. Byggð hefur verið í Krýsuvík frá landnámi og ýmsar sagnir eru til um landnám þar, ýmsar talsvert dularfullar og verður ekki farið nánar út í það hér. Þetta þótti ein af betri fjárjörðum landsins um aldir, en nú er fátt sem bendir til þess að svo hafi verið. Afdrifaríkasta augnablikið í sögu staðarins er líklega tengd því að árið 1880 hóf búskap í Krýsuvík einn fjárríkasti bóndi landsins sem flutti þangað af jörð sinni í Landbroti í V-Skaftafellssýslu með um 2.000 fjár. Þessa stóru fjárhjörð ætlaði hann beita á stóru landi Krýsuvíkurjarðarinnar, ekki síst á því landi sem hér um ræðir. Þær áætlanir hafa ekki verið mótaðar undir heillastjörnu því það skiptir engum togum að upp úr þessu ríður yfir mikið hallæri. Hinn alræmdi níundi áratugur 19. aldar reið í garð með sína tíðarfarsbresti, sem m.a. leiddu til mjög aukins landflótta til Vesturheims. Eftirfarandi eru tvær stuttar frásagnir um þetta tímabil: Á árunum 1881-1887 geisuðu mikil harðindi á Íslandi. Kuldakast og með afbrigðum slæmt árferði árið 1881 átti eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar fyrir þetta litla hérað. Grasbrestur var mikill, forðaheimtur brugðust þar eð engin spretta var á túnum sökum kulda, fjárfellir var mikill og klaki fór ekki úr jörðu. Hafísinn hjúfraði sig upp að landi, ísbirnir ráfuðu um bæi og gerðu mikinn usla og jökulfljótin börðust við að éta af ræktuðu landi austan Mýrdalssands. Landsmönnum fækkaði í heild um 2,1% á árunum 1880-1890. (Af heimasíðu Mýrdalshrepps, syðstu sveitar á landinu.) Jeg fór að búa 1883 og flutti að Ljúfustöðum 1887. Jeg tel ekkert af þessum árum eins hart og 1882, en sumir hjer syðra telja 1881 harðara, en það voru harðindi ár eftir ár, og menn voru svo illa undirbúnir, að menn þoldu þau ekki. Það voru jagandi harðindi 1883–87, og skepnur fjellu víða niður eða varð að drepa þær. Efnahagur manna versnaði því á þeim árum, en í rauninni var ekkert árið líkt því eins hart og 1882, en af því það byrjaði á að lama efnahaginn, þá þoldu menn ekki seinni árin, og því ver sem lengra leið. (Guðjón Guðlaugsson alþingismaður, Alþingi 1913.) Sannarlega erfiðir tímar í sögu þjóðar. Um þetta leyti yrkir séra Matthías Jochumsson svona um fósturjörðina:Volaða land, horsælu hérvistar slóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land! Undir þessum kringumstæðum jukust búferlaflutningar til Vesturheims gríðarlega. Áform bóndans í Krýsuvík fóru fyrir lítið en það sem meira var, landið kiknaði endanlega. Veðráttan og búnaður bóndans flettu landið af gróðri og skógi til langframa. Afrakstursgeta jarðvegsins fauk sömu leið. Náttúran og maðurinn unnu hér saman að varanlegri gróður- og jarðvegseyðingu. Í hnotskurn, harmsaga gróðurs og jarðvegs í þessu landi á einni einustu bújörð. Landið hefur ekki náð sér á þessum tíma, kannski vegna þess að aldrei voru gerðar sérstakar ráðstafanir því til lífs. Stofnað var til beitarhólfs sunnar á Krýsuvíkurheiðinni þar sem Landgræðslan hefur dreift miklu magni af grasfræi og tilbúnum áburði um áratugaskeið. Lausagöngu búfjár var ekki hætt fyrr en 2004 en þá var útlit þess orðið eins og myndin sýnir. Gömul örnefni geyma þó þann hugblæ sem landið vakti með búendum fyrr á tíð. Paradís var t.d. nafn á trjálundi sem stóð undir Geitahlíð en nú sést hvorki tangur né tetur af. Samt sem áður má finna stakar víðihríslur á stangli sem eru rétt svo farnar að hjarna við eftir að lausagöngunni lauk.Mynd frá Vistvangi þann 9.okt sl. Stóra-Eldborg í baksýn, Geitahlíð til vinstri. Næst er tað sem dreift var 2017, um miðja mynd er gróðurþekja sem lögð voru drög að á upphafsárinu 2016 og fjær sjást taðhaugar sem koma til dreifingar árið 2018. Árið er 2017, ekki 1881. Það ríkir annað tíðarfar og annar tíðarandi en í den. Landið suður við Geitahlíð og Stóru-Eldborg er áminning um að skuldin við landið er ekki greidd. Nú er hins vegar búið að hrinda af stað verkefni sem ætlað er að vekja landið til lífs. Nafn verkefnisins er Vistvangur. Verkefnið er unnið að frumkvæði samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og með aðkomu hafnfirskra félaga og stofnana, eins og t.d. Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, Flensborgarskólans og grunnskóla í Hafnarfirði. Notað verður hrossatað úr Hafnarfirði og ýmislegt annað lífrænt efni sem þar fellur til. Verkefnið hófst í apríl 2016 með komu 140 nemenda úr Flensborg og þegar er búið að taka við næstum 1.500 rúmmetrum af hrossataði. Helsta markmið með Vistvangi er að færa landinu líf, græða upp land með notkun lífrænna úrgangsefna. Ætlunin er að „nota ferðina“ og virkja skólana til að stunda útiskóla og að svæðið megi nýta til ýmissa rannsókna. Vonir standa til að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í verkefninu enda er svæðið um 300 ha og þ.a.l. viðtaki fyrir lífrænan úrgang til uppgræðslu um ókomna tíð. Vistvangur getur þ.a.l. orðið veruleg afborgun landsmanna upp í skuldina við landið. Aðgerð sem tekur útgangspunktinn í þeirri staðreynd að maðurinn þurfi að samsama sína tilvist þeim skilyrðum sem náttúran setur.Björn Guðbrandur Jónsson er framkvæmdastjóri GFF.Jónatan Garðarsson er formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Sjá meira
Við ökum suður með Kleifarvatni, suður í Krýsuvík og sýnum umhverfinu vakandi áhuga. Landið hefur margbreytilega ásýnd. Á vesturbakka Kleifarvatns eru jarðfræðifyrirbærin áhugaverð og laða til sín rútufarma af túristum sem síðan steðja að hverasvæðinu í Seltúni. Augljós einkenni eru víða um uppblástur og gróðureyðingu. Þegar við erum komin þó nokkuð suður fyrir Krýsuvík tekur steininn úr. Skyndilega umbreytist landið, úr mýrlendi í gróðursnauða auðn. Þetta er undravert því við erum hvorki uppi á hálendi né er hér sérlega þurrkasamt. Það er í raun ekkert sem þjakar þetta land, nema ef vera kynni íslenskar aðstæður. Á þessu landsvæði erum við í u.þ.b. 100 m hæð yfir sjó, u.þ.b. 3 km frá suðurströndinni og þarna er sannarlega enginn skortur á úrkomu. Af eigin reynslu af svæðinu getum við sagt „öðru nær“. Samt er eins og gróður hafi verið gerður útlægur héðan. Hvað er í gangi? Myndin sem hér fylgir gefur lesandanum ögn fyllri lýsingu. Hún er tekin um miðjan september þegar gróður er í hámarki um allt land og sýnir brúna moldina, hnullunga og bergmylsnu. Af hverju vantar græna litinn eða þann gula sem tilheyrir haustinu? Engu er líkara en hér sé land sem hafi lent í frjósemiskreppu og sitji þar fast.Mynd tekin til vesturs á Vistvangi þann 10.sept sl. Sjá má móta fyrir Krýsuvíkurvegi ofarlega yst til vinstri. Arnarfell ofarlega fyrir miðri mynd og Reykjanesfjöllin þar að baki. U.þ.b. 3 km eru til sjávar. Græni liturinn sem sést móta fyrir kemur upp úr taðhrúgum sem þar bíða uppgræðslu næsta árs.Það er rétt að tína til það sem við vitum úr sögunni og reyna að glöggva okkur á ástæðum þess að svona er komið. Byggð hefur verið í Krýsuvík frá landnámi og ýmsar sagnir eru til um landnám þar, ýmsar talsvert dularfullar og verður ekki farið nánar út í það hér. Þetta þótti ein af betri fjárjörðum landsins um aldir, en nú er fátt sem bendir til þess að svo hafi verið. Afdrifaríkasta augnablikið í sögu staðarins er líklega tengd því að árið 1880 hóf búskap í Krýsuvík einn fjárríkasti bóndi landsins sem flutti þangað af jörð sinni í Landbroti í V-Skaftafellssýslu með um 2.000 fjár. Þessa stóru fjárhjörð ætlaði hann beita á stóru landi Krýsuvíkurjarðarinnar, ekki síst á því landi sem hér um ræðir. Þær áætlanir hafa ekki verið mótaðar undir heillastjörnu því það skiptir engum togum að upp úr þessu ríður yfir mikið hallæri. Hinn alræmdi níundi áratugur 19. aldar reið í garð með sína tíðarfarsbresti, sem m.a. leiddu til mjög aukins landflótta til Vesturheims. Eftirfarandi eru tvær stuttar frásagnir um þetta tímabil: Á árunum 1881-1887 geisuðu mikil harðindi á Íslandi. Kuldakast og með afbrigðum slæmt árferði árið 1881 átti eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar fyrir þetta litla hérað. Grasbrestur var mikill, forðaheimtur brugðust þar eð engin spretta var á túnum sökum kulda, fjárfellir var mikill og klaki fór ekki úr jörðu. Hafísinn hjúfraði sig upp að landi, ísbirnir ráfuðu um bæi og gerðu mikinn usla og jökulfljótin börðust við að éta af ræktuðu landi austan Mýrdalssands. Landsmönnum fækkaði í heild um 2,1% á árunum 1880-1890. (Af heimasíðu Mýrdalshrepps, syðstu sveitar á landinu.) Jeg fór að búa 1883 og flutti að Ljúfustöðum 1887. Jeg tel ekkert af þessum árum eins hart og 1882, en sumir hjer syðra telja 1881 harðara, en það voru harðindi ár eftir ár, og menn voru svo illa undirbúnir, að menn þoldu þau ekki. Það voru jagandi harðindi 1883–87, og skepnur fjellu víða niður eða varð að drepa þær. Efnahagur manna versnaði því á þeim árum, en í rauninni var ekkert árið líkt því eins hart og 1882, en af því það byrjaði á að lama efnahaginn, þá þoldu menn ekki seinni árin, og því ver sem lengra leið. (Guðjón Guðlaugsson alþingismaður, Alþingi 1913.) Sannarlega erfiðir tímar í sögu þjóðar. Um þetta leyti yrkir séra Matthías Jochumsson svona um fósturjörðina:Volaða land, horsælu hérvistar slóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land! Undir þessum kringumstæðum jukust búferlaflutningar til Vesturheims gríðarlega. Áform bóndans í Krýsuvík fóru fyrir lítið en það sem meira var, landið kiknaði endanlega. Veðráttan og búnaður bóndans flettu landið af gróðri og skógi til langframa. Afrakstursgeta jarðvegsins fauk sömu leið. Náttúran og maðurinn unnu hér saman að varanlegri gróður- og jarðvegseyðingu. Í hnotskurn, harmsaga gróðurs og jarðvegs í þessu landi á einni einustu bújörð. Landið hefur ekki náð sér á þessum tíma, kannski vegna þess að aldrei voru gerðar sérstakar ráðstafanir því til lífs. Stofnað var til beitarhólfs sunnar á Krýsuvíkurheiðinni þar sem Landgræðslan hefur dreift miklu magni af grasfræi og tilbúnum áburði um áratugaskeið. Lausagöngu búfjár var ekki hætt fyrr en 2004 en þá var útlit þess orðið eins og myndin sýnir. Gömul örnefni geyma þó þann hugblæ sem landið vakti með búendum fyrr á tíð. Paradís var t.d. nafn á trjálundi sem stóð undir Geitahlíð en nú sést hvorki tangur né tetur af. Samt sem áður má finna stakar víðihríslur á stangli sem eru rétt svo farnar að hjarna við eftir að lausagöngunni lauk.Mynd frá Vistvangi þann 9.okt sl. Stóra-Eldborg í baksýn, Geitahlíð til vinstri. Næst er tað sem dreift var 2017, um miðja mynd er gróðurþekja sem lögð voru drög að á upphafsárinu 2016 og fjær sjást taðhaugar sem koma til dreifingar árið 2018. Árið er 2017, ekki 1881. Það ríkir annað tíðarfar og annar tíðarandi en í den. Landið suður við Geitahlíð og Stóru-Eldborg er áminning um að skuldin við landið er ekki greidd. Nú er hins vegar búið að hrinda af stað verkefni sem ætlað er að vekja landið til lífs. Nafn verkefnisins er Vistvangur. Verkefnið er unnið að frumkvæði samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og með aðkomu hafnfirskra félaga og stofnana, eins og t.d. Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, Flensborgarskólans og grunnskóla í Hafnarfirði. Notað verður hrossatað úr Hafnarfirði og ýmislegt annað lífrænt efni sem þar fellur til. Verkefnið hófst í apríl 2016 með komu 140 nemenda úr Flensborg og þegar er búið að taka við næstum 1.500 rúmmetrum af hrossataði. Helsta markmið með Vistvangi er að færa landinu líf, græða upp land með notkun lífrænna úrgangsefna. Ætlunin er að „nota ferðina“ og virkja skólana til að stunda útiskóla og að svæðið megi nýta til ýmissa rannsókna. Vonir standa til að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í verkefninu enda er svæðið um 300 ha og þ.a.l. viðtaki fyrir lífrænan úrgang til uppgræðslu um ókomna tíð. Vistvangur getur þ.a.l. orðið veruleg afborgun landsmanna upp í skuldina við landið. Aðgerð sem tekur útgangspunktinn í þeirri staðreynd að maðurinn þurfi að samsama sína tilvist þeim skilyrðum sem náttúran setur.Björn Guðbrandur Jónsson er framkvæmdastjóri GFF.Jónatan Garðarsson er formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun