Innlent

Vopnaleit lokið í Leifsstöð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag.
Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag. Víkurfréttir/Sólborg Guðbrandsdóttir
Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag. Flugvélar leggja nú af stað ein af annarri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Um tvö til þrjú þúsund manns voru í flugstöðinni þegar hún var rýmd og þurftu þeir allir að fara í gegnum vopnaleit. 

Ástæðan fyrir vopnaleitinni er sú að um klukkan þrjú í dag lenti á Keflavíkurflugvelli flugvél sem var að koma frá Nuuk á Grænlandi. Farþegar vélarinnar höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og því stóð til að gera vopnaleit á farþegunum við komuna inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

„Isavia vill þakka farþegum fyrir að sýnda biðlund og vonum við að þetta hafi ekki haft mikil áhrif á ferðalög þeirra. Við viljum líka þakka starfsfólki allra þjónustuaðila á Keflavíkurflugvelli fyrir að bregðast hratt og örugglega við þessum aðstæðum sem sköpuðust þegar rýma þurfti brottfararsvæðið,“ segir í tilkynningu frá Isavia.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×