Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 68-70 | Skallagrímur með yfirhöndina eftir sigur í Keflavík Smári Jökull Jónsson skrifar 29. mars 2017 22:00 Úr leik liðanna fyrr í vetur. vísir/andri Skallagrímur vann útisigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu. Leikurinn var í járnum framan af og liðunum gekk frekar illa að skora fyrstu mínútur leiksins. Skallagrímur tók mikið af sóknarfráköstum, án þess þó að nýta sér það sérstaklega, og Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur var ekki par sáttur enda talaði hann um það fyrir leik að hans lið yrði að frákasta vel ætluðu þær sér sigur. Heimastúlkur voru með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleiknum og náðu mest 9 stiga forskoti í 2.leikhluta. Þá náðu þær að keyra hratt á Skallagrím og fá þægilegar körfur auk þess sem þriggja stiga skot byrjuðu að rata rétta leið. Tavelyn Tillman hjá Skallagrím hitti úr þremur af þrettán skotum sínum utan af velli í fyrri hálfleiknum en heimsótti vítalínuna töluvert og gekk betur þar. Skallagrímur náði aðeins að minnka muninn fyrir hlé en þá leiddi Keflavík með fimm stigum, 35-30. Þriðji leikhluti þróaðist á svipaðan hátt. Keflavík hélt forystunni en gestirnir voru aldrei langt undan. Þeim tókst þó aldrei að jafna metin og voru alltaf skrefinu á eftir. Mikilvægur þristur Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur undir lok leikhlutans kom muninum niður í þrjú stig fyrir lokafjórðunginn. Fljótlega í fjórða leikhluta náðu gestirnir svo forystu. Sókn Keflavíkur var afar stirð og gestirnir gengu á lagið. Þær náðu mest fjögurra stiga forystu en heimastúlkur héldu í. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Tavelyn Tillman var öflug í sókn gestanna en hún fékk sína fjórðu villu snemma í leikhlutanum og var því á hættusvæði. Hún lét það þó ekki á sig fá og steig verulega upp í lokin. Liðin skoruðu á víxl og spennan var í algleymingi. Þegar 35 sekúndur voru eftir fékk Keflavík boltann í stöðunni 69-68 fyrir Skallagrím en náðu ekki að skora og enduðu á að brjóta á Tillman sem fór á vítalínuna en skoraði aðeins úr öðru vítinu. Keflavík fór í sókn og brotið var á Ariana Moorer þegar 4 sekúndur voru eftir en þar sem Keflavík var ekki komið með skotrétt fengu þær innkast. Þær komu boltanum á Moorer en Borgnesingar náðu að verjast og fagna sætum sigri. Bekkur Keflavíkur var afar ósáttur við að ekki skyldi vera dæmd villa en dómararnir létu það sem vind um eyru þjóta. Tavelyn Tillman var stigahæst Skallagríms með 33 stig, þar af komu 13 af vítalínunni. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 13 stig og tók 11 fráköst. Hjá Keflavík skoraði Emelía Ósk Gunnarsdóttir 19 stig og Thelma Dís Gísladóttir 13. Miklu munaði um að Ariana Moorer náði sér engan veginn á strik og skoraði aðeins 8 stig.Af hverju vann Skallagrímur?Þær voru með sterkari taugar en heimastúlkur og skoruðu þegar á reyndi. Sigrún Sjöfn og Tavelyn Tillman gerðu mikilvægar körfur undir lokin á meðan Keflavík var í vandræðum sóknarlega í 4.leikhluta. Gestirnir náðu einnig að spila góða vörn á Ariana Moorer sem átti í miklum vandræðum sóknarlega allan tímann. Mikilvægt var fyrir gestina að þær misstu Keflvíkurliðið aldrei of langt fram úr sér en Skallagrímur var undir allt fram í 4.leikhluta án þess þó að munurinn yrði mjög mikill.Bestu menn vallarins:Tavelyn Tillman var mjög góð fyrir Skallagrím og þá sérstaklega í síðari hálfleik þar sem hún skoraði 22 stig. Hún var afar örugg á vítalínunni og skoraði úr 13 af 16 vítaskotum sínum. Sigrún Sjöfn var einnig öflug og skoraði tvær mikilvægar þriggja stiga körfur sem báðar fóru af spjaldinu og ofan í. Hjá Keflavík var Emelía Ósk ágæt og var stigahæst. Birna Valgerður og Thelma Dís áttu síðan ágæta spretti.Áhugaverð tölfræði:Ariana Moorer hitti aðeins úr einu af fimmtán skotum sínum utan af velli en sex af átta stigum hennar komu af vítalínunni. Skallagrímur tók 51 frákast gegn 45 hjá Keflavík og Tavelyn Tillman fiskaði níu villur á Keflavík auk þess að fá fjórar sjálf en henni tókst vel að halda sér frá síðustu villunni. Keflavík fékk 18 stig frá sínum bekk á meðan Skallagrímur fékk aðeins 4.Hvað gekk illa? Ariana Moorer átti slakan dag og hittni hennar var skelfileg. Ef hún hefði spilað af eðlilegri getu hefði Skallagrímur verið í vandræðum. Skallagrímur tók 18 sóknarfráköst sem skilaði þeim 16 stigum og það er mikilvægt í leik sem þessum. Sóknarleikur Keflavíkur gekk illa í lokafjórðungnum og spurning hvort hið unga lið Keflavíkur hafi bognað undan pressunni. Þær sýndu reyndar í bikarúrslitaleiknum gegn Skallagrím að þær geta vel klárað spennuleiki. Manuel Rodriguez: Fólkið í Borgarnesi hjálpar okkurManuel segir sínu liði til.visir/andri marinóManuel Rodriguez þjálfari Skallagríms var sáttur með karakterinn sem hans lið sýndi í sigrinum í Keflavík í kvöld. Hann sagðist spenntur fyrir næsta leik í Borgarnesi en sagði lítið unnið enn. „Ég er ánægður því í kvöld trúði liðið á sigur. Vörnin var mjög góð og sérstaklega gegn Ariana Moorer því hún hitti aðeins úr einu skoti af fimmtán utan af velli, restin af hennar stigum komu af vítalínunni. Ég hef aldrei á mínum tveimur tímabilum hér á Íslandi unnið í Keflavík þannig að sigurinn er sætur,“ sagði Manuel Rodriguez þegar Vísir hitti hann eftir leik. Leikmenn Skallagríms náðu að halda Ariana Moorer algjörlega í skefjum í leiknum og Rodriguez sagði að það hefði verið mikilvægt. „Ef hún er með boltann í höndunum er hún mjög hættuleg. Þá getur hún gefið góðar stoðsendingar eða skotið. Við þurfum að halda pressunni á henni áfram,“ bætti Roddriguez við. Næsti leikurinn í einvíginu fer fram í Borgarnesi á sunnudag og hann sagði liðið spennt fyrir þeirri áskorun. „Næst höldum við heim í Borgarnes þar sem við spilum fyrir framan okkar fólk. Það voru nokkrir stuðningsmenn sem mættu í kvöld og ég vil þakka fyrir það. Fólkið í Borgarnesi hjálpar okkur og það er bara einn leikur búinn, við þurfum að halda einbeitingu í næsta leik.“ „Það er áskorun að halda einbeitingunni hjá leikmönnum. Við þurfum að taka bara einn leik í einu í úrslitakeppninni og einblína á það,“ sagði Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms að lokum. Sverrir Þór: Fráköstin drápu okkurSverrir Þór Sverrisson er þjálfari Keflavíkur.vísir/vilhelmSverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur var svekktur með tapið gegn Skallagrím í kvöld og sagði sitt lið ekki hafa gert nóg til að vinna. Hann sagði að töpuð frákastabarátta og slök vörn hefði skipt sköpum. „Við fráköstum rosalega illa og þær voru of oft að komast labbandi framhjá okkur og Kaninn þeirra sérstaklega og fór léttilega í gegn. Fráköstin drápu okkar og þær fengu endalausa sénsa í sókninni. Ég talaði um það fyrir leik að við þyrftum að spila hörkuvörn og frákasta vel í vörn en við gerðum það ekki. Við vinnum ekki nema við spilum betur en þetta,“ sagði Sverrir Þór þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. Keflavík fékk möguleikann á að jafna í lokasókninni en Ariana Moorer náði ekki að nýta tækifærið. Keflvíkingar hefðu viljað fá dæmda villu á vörn Skallagríms sem hefði þýtt að Moorer hefði farið á vítalínuna. „Mér fannst brotið á henni þegar hún fór framhjá henni fyrst og þá hefðum við verið komin með skotrétt. Mér fannst hún nánast ekki fá neitt dæmt í leiknum. Hún var í vandræðum en ég á eftir að skoða þetta betur. Kannski er ég að bulla en ég sá nokkur skipti þar sem hún átti að enda á vítalínunni en ekkert er flautað. Kaninn þeirra sótti mikið á okkur og fékk víti en við töpuðum ekki vegna dómaranna í kvöld. Við spiluðum bara ekki nógu vel,“ bætti Sverrir við. Skallagrímur stal heimaleik í kvöld sem þýðir að Keflavík þarf að sækja sigur í Borgarnes ætli þær sér sigur í einvíginu. Sverrir sagði mikilvægt að hans leikmenn færu ekki að hugsa of langt fram í tímann. „Næsti leikur er griðarlega mikilvægur. Við þurfum að hugsa um að vinna einn leik núna og ekki hugsa neitt lengra. Við þurfum að sækja sigur þar og við þurfum að gíra okkur vel upp fram að leiknum og gera miklu betur en í kvöld,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Sigrún Sjöfn: Eitt skref í rétta áttSigrún Sjöfn Ámundadóttir í leik frá því fyrr í vetur.Vísir/EyþórSigrún Sjöfn Ámundadóttir átti ágætan leik fyrir Skallagrím í kvöld og skoraði mikilvægar körfur þegar á reyndi. Hún biðlaði til stuðningsmanna í Borgarnesi að fylla Fjárhúsið á sunnudag. „Ég er mjög sátt og ánægð með liðið hvernig það barðist allan leikinn. Það er fínt að ná 1-0 forystu en þetta er langt einvígi og aðeins fyrsta skrefið í rétta átt,“ sagði Sigrún Sjöfn við Vísi strax að leik loknum. Skallagrímur var að elta Keflavík lengst af en misstu þær aldrei of langt frá sér. Þær náðu svo forystunni í síðasta leikhlutanum og létu hana ekki af hendi eftir það. „Það er erfitt að elta og það tekur af okkur. Við vildum ekki missa þær of langt frá okkur, munurinn var 5-10 stig og þetta var staðurinn þar sem við vorum kannski bara sáttar að hafa þær á. Svo myndum við taka yfir í lokin og Tavelyn Tillman steig virkilega vel upp og sótti stigin. Liðið var hörkugott varnarlega þar að auki,“ bætti Sigrún við en hún setti mikilvægar körfur og þar af tvær þriggja stiga sem fóru af spjaldinu og ofan í. „Ég held að í öllum mínum skotum hafi spjaldið hjálpað og þá er ágætt bara að miða á það og gá hvort að fleiri skot detti ekki niður.“ Næsti leikur er í Borgarnesi á sunnudag og Sigrún sagði mikilvæg að leikmenn Skallgríms héldu sér niðri á jörðinni. „Við vitum allar að þetta er ekki búið. Ef við ætlum að vera uppi í skýjunum þá gefur þessi sigur okkur ekki neitt. Það verður hörkuleikur á sunnudag og ég biðla til Borgnesina að fjölmenna, við þurfum á ykkur að halda. Keflavík er með hörkugott lið, með ferska fætur alls staðar og marga leikmenn sem eru bara góðir. Það er sagt að þær séu ungar og efnilegar en þær eru það ekki lengur, þær eru bara góðar.“ „Lykillinn verður vörnin. Við þurfum að halda þeim í 60 stigum og taka svo sóknina með,“ sagði Sigrún Sjöfn á lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Sigrún Sjöfn: Fyrsta skrefið í rétta átt Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður Skallagríms var hæstánægð með sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. Hún biðlaði til stuðningsmanna í Borgarnesi að fylla Fjárhúsið á sunnudag. 29. mars 2017 21:50 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Skallagrímur vann útisigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu. Leikurinn var í járnum framan af og liðunum gekk frekar illa að skora fyrstu mínútur leiksins. Skallagrímur tók mikið af sóknarfráköstum, án þess þó að nýta sér það sérstaklega, og Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur var ekki par sáttur enda talaði hann um það fyrir leik að hans lið yrði að frákasta vel ætluðu þær sér sigur. Heimastúlkur voru með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleiknum og náðu mest 9 stiga forskoti í 2.leikhluta. Þá náðu þær að keyra hratt á Skallagrím og fá þægilegar körfur auk þess sem þriggja stiga skot byrjuðu að rata rétta leið. Tavelyn Tillman hjá Skallagrím hitti úr þremur af þrettán skotum sínum utan af velli í fyrri hálfleiknum en heimsótti vítalínuna töluvert og gekk betur þar. Skallagrímur náði aðeins að minnka muninn fyrir hlé en þá leiddi Keflavík með fimm stigum, 35-30. Þriðji leikhluti þróaðist á svipaðan hátt. Keflavík hélt forystunni en gestirnir voru aldrei langt undan. Þeim tókst þó aldrei að jafna metin og voru alltaf skrefinu á eftir. Mikilvægur þristur Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur undir lok leikhlutans kom muninum niður í þrjú stig fyrir lokafjórðunginn. Fljótlega í fjórða leikhluta náðu gestirnir svo forystu. Sókn Keflavíkur var afar stirð og gestirnir gengu á lagið. Þær náðu mest fjögurra stiga forystu en heimastúlkur héldu í. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Tavelyn Tillman var öflug í sókn gestanna en hún fékk sína fjórðu villu snemma í leikhlutanum og var því á hættusvæði. Hún lét það þó ekki á sig fá og steig verulega upp í lokin. Liðin skoruðu á víxl og spennan var í algleymingi. Þegar 35 sekúndur voru eftir fékk Keflavík boltann í stöðunni 69-68 fyrir Skallagrím en náðu ekki að skora og enduðu á að brjóta á Tillman sem fór á vítalínuna en skoraði aðeins úr öðru vítinu. Keflavík fór í sókn og brotið var á Ariana Moorer þegar 4 sekúndur voru eftir en þar sem Keflavík var ekki komið með skotrétt fengu þær innkast. Þær komu boltanum á Moorer en Borgnesingar náðu að verjast og fagna sætum sigri. Bekkur Keflavíkur var afar ósáttur við að ekki skyldi vera dæmd villa en dómararnir létu það sem vind um eyru þjóta. Tavelyn Tillman var stigahæst Skallagríms með 33 stig, þar af komu 13 af vítalínunni. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 13 stig og tók 11 fráköst. Hjá Keflavík skoraði Emelía Ósk Gunnarsdóttir 19 stig og Thelma Dís Gísladóttir 13. Miklu munaði um að Ariana Moorer náði sér engan veginn á strik og skoraði aðeins 8 stig.Af hverju vann Skallagrímur?Þær voru með sterkari taugar en heimastúlkur og skoruðu þegar á reyndi. Sigrún Sjöfn og Tavelyn Tillman gerðu mikilvægar körfur undir lokin á meðan Keflavík var í vandræðum sóknarlega í 4.leikhluta. Gestirnir náðu einnig að spila góða vörn á Ariana Moorer sem átti í miklum vandræðum sóknarlega allan tímann. Mikilvægt var fyrir gestina að þær misstu Keflvíkurliðið aldrei of langt fram úr sér en Skallagrímur var undir allt fram í 4.leikhluta án þess þó að munurinn yrði mjög mikill.Bestu menn vallarins:Tavelyn Tillman var mjög góð fyrir Skallagrím og þá sérstaklega í síðari hálfleik þar sem hún skoraði 22 stig. Hún var afar örugg á vítalínunni og skoraði úr 13 af 16 vítaskotum sínum. Sigrún Sjöfn var einnig öflug og skoraði tvær mikilvægar þriggja stiga körfur sem báðar fóru af spjaldinu og ofan í. Hjá Keflavík var Emelía Ósk ágæt og var stigahæst. Birna Valgerður og Thelma Dís áttu síðan ágæta spretti.Áhugaverð tölfræði:Ariana Moorer hitti aðeins úr einu af fimmtán skotum sínum utan af velli en sex af átta stigum hennar komu af vítalínunni. Skallagrímur tók 51 frákast gegn 45 hjá Keflavík og Tavelyn Tillman fiskaði níu villur á Keflavík auk þess að fá fjórar sjálf en henni tókst vel að halda sér frá síðustu villunni. Keflavík fékk 18 stig frá sínum bekk á meðan Skallagrímur fékk aðeins 4.Hvað gekk illa? Ariana Moorer átti slakan dag og hittni hennar var skelfileg. Ef hún hefði spilað af eðlilegri getu hefði Skallagrímur verið í vandræðum. Skallagrímur tók 18 sóknarfráköst sem skilaði þeim 16 stigum og það er mikilvægt í leik sem þessum. Sóknarleikur Keflavíkur gekk illa í lokafjórðungnum og spurning hvort hið unga lið Keflavíkur hafi bognað undan pressunni. Þær sýndu reyndar í bikarúrslitaleiknum gegn Skallagrím að þær geta vel klárað spennuleiki. Manuel Rodriguez: Fólkið í Borgarnesi hjálpar okkurManuel segir sínu liði til.visir/andri marinóManuel Rodriguez þjálfari Skallagríms var sáttur með karakterinn sem hans lið sýndi í sigrinum í Keflavík í kvöld. Hann sagðist spenntur fyrir næsta leik í Borgarnesi en sagði lítið unnið enn. „Ég er ánægður því í kvöld trúði liðið á sigur. Vörnin var mjög góð og sérstaklega gegn Ariana Moorer því hún hitti aðeins úr einu skoti af fimmtán utan af velli, restin af hennar stigum komu af vítalínunni. Ég hef aldrei á mínum tveimur tímabilum hér á Íslandi unnið í Keflavík þannig að sigurinn er sætur,“ sagði Manuel Rodriguez þegar Vísir hitti hann eftir leik. Leikmenn Skallagríms náðu að halda Ariana Moorer algjörlega í skefjum í leiknum og Rodriguez sagði að það hefði verið mikilvægt. „Ef hún er með boltann í höndunum er hún mjög hættuleg. Þá getur hún gefið góðar stoðsendingar eða skotið. Við þurfum að halda pressunni á henni áfram,“ bætti Roddriguez við. Næsti leikurinn í einvíginu fer fram í Borgarnesi á sunnudag og hann sagði liðið spennt fyrir þeirri áskorun. „Næst höldum við heim í Borgarnes þar sem við spilum fyrir framan okkar fólk. Það voru nokkrir stuðningsmenn sem mættu í kvöld og ég vil þakka fyrir það. Fólkið í Borgarnesi hjálpar okkur og það er bara einn leikur búinn, við þurfum að halda einbeitingu í næsta leik.“ „Það er áskorun að halda einbeitingunni hjá leikmönnum. Við þurfum að taka bara einn leik í einu í úrslitakeppninni og einblína á það,“ sagði Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms að lokum. Sverrir Þór: Fráköstin drápu okkurSverrir Þór Sverrisson er þjálfari Keflavíkur.vísir/vilhelmSverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur var svekktur með tapið gegn Skallagrím í kvöld og sagði sitt lið ekki hafa gert nóg til að vinna. Hann sagði að töpuð frákastabarátta og slök vörn hefði skipt sköpum. „Við fráköstum rosalega illa og þær voru of oft að komast labbandi framhjá okkur og Kaninn þeirra sérstaklega og fór léttilega í gegn. Fráköstin drápu okkar og þær fengu endalausa sénsa í sókninni. Ég talaði um það fyrir leik að við þyrftum að spila hörkuvörn og frákasta vel í vörn en við gerðum það ekki. Við vinnum ekki nema við spilum betur en þetta,“ sagði Sverrir Þór þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. Keflavík fékk möguleikann á að jafna í lokasókninni en Ariana Moorer náði ekki að nýta tækifærið. Keflvíkingar hefðu viljað fá dæmda villu á vörn Skallagríms sem hefði þýtt að Moorer hefði farið á vítalínuna. „Mér fannst brotið á henni þegar hún fór framhjá henni fyrst og þá hefðum við verið komin með skotrétt. Mér fannst hún nánast ekki fá neitt dæmt í leiknum. Hún var í vandræðum en ég á eftir að skoða þetta betur. Kannski er ég að bulla en ég sá nokkur skipti þar sem hún átti að enda á vítalínunni en ekkert er flautað. Kaninn þeirra sótti mikið á okkur og fékk víti en við töpuðum ekki vegna dómaranna í kvöld. Við spiluðum bara ekki nógu vel,“ bætti Sverrir við. Skallagrímur stal heimaleik í kvöld sem þýðir að Keflavík þarf að sækja sigur í Borgarnes ætli þær sér sigur í einvíginu. Sverrir sagði mikilvægt að hans leikmenn færu ekki að hugsa of langt fram í tímann. „Næsti leikur er griðarlega mikilvægur. Við þurfum að hugsa um að vinna einn leik núna og ekki hugsa neitt lengra. Við þurfum að sækja sigur þar og við þurfum að gíra okkur vel upp fram að leiknum og gera miklu betur en í kvöld,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Sigrún Sjöfn: Eitt skref í rétta áttSigrún Sjöfn Ámundadóttir í leik frá því fyrr í vetur.Vísir/EyþórSigrún Sjöfn Ámundadóttir átti ágætan leik fyrir Skallagrím í kvöld og skoraði mikilvægar körfur þegar á reyndi. Hún biðlaði til stuðningsmanna í Borgarnesi að fylla Fjárhúsið á sunnudag. „Ég er mjög sátt og ánægð með liðið hvernig það barðist allan leikinn. Það er fínt að ná 1-0 forystu en þetta er langt einvígi og aðeins fyrsta skrefið í rétta átt,“ sagði Sigrún Sjöfn við Vísi strax að leik loknum. Skallagrímur var að elta Keflavík lengst af en misstu þær aldrei of langt frá sér. Þær náðu svo forystunni í síðasta leikhlutanum og létu hana ekki af hendi eftir það. „Það er erfitt að elta og það tekur af okkur. Við vildum ekki missa þær of langt frá okkur, munurinn var 5-10 stig og þetta var staðurinn þar sem við vorum kannski bara sáttar að hafa þær á. Svo myndum við taka yfir í lokin og Tavelyn Tillman steig virkilega vel upp og sótti stigin. Liðið var hörkugott varnarlega þar að auki,“ bætti Sigrún við en hún setti mikilvægar körfur og þar af tvær þriggja stiga sem fóru af spjaldinu og ofan í. „Ég held að í öllum mínum skotum hafi spjaldið hjálpað og þá er ágætt bara að miða á það og gá hvort að fleiri skot detti ekki niður.“ Næsti leikur er í Borgarnesi á sunnudag og Sigrún sagði mikilvæg að leikmenn Skallgríms héldu sér niðri á jörðinni. „Við vitum allar að þetta er ekki búið. Ef við ætlum að vera uppi í skýjunum þá gefur þessi sigur okkur ekki neitt. Það verður hörkuleikur á sunnudag og ég biðla til Borgnesina að fjölmenna, við þurfum á ykkur að halda. Keflavík er með hörkugott lið, með ferska fætur alls staðar og marga leikmenn sem eru bara góðir. Það er sagt að þær séu ungar og efnilegar en þær eru það ekki lengur, þær eru bara góðar.“ „Lykillinn verður vörnin. Við þurfum að halda þeim í 60 stigum og taka svo sóknina með,“ sagði Sigrún Sjöfn á lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Sigrún Sjöfn: Fyrsta skrefið í rétta átt Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður Skallagríms var hæstánægð með sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. Hún biðlaði til stuðningsmanna í Borgarnesi að fylla Fjárhúsið á sunnudag. 29. mars 2017 21:50 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Sigrún Sjöfn: Fyrsta skrefið í rétta átt Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður Skallagríms var hæstánægð með sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. Hún biðlaði til stuðningsmanna í Borgarnesi að fylla Fjárhúsið á sunnudag. 29. mars 2017 21:50