Framleiðsla á skyri MS og fjárfesta hafin í New York Haraldur Guðmundsson skrifar 29. mars 2017 07:30 Skrifstofa Icelandic Provisions er á 19. hæð skýjakljúfs við Broadway í fjármálahverfi Manhattan. Vísir/EPA Mjólkursamsalan (MS) og aðrir eigendur Icelandic Provisions Inc. hófu framleiðslu á skyri fyrir Bandaríkjamarkað í uppsveitum New York í síðasta mánuði. Rétt tæplega 20 milljóna dollara, jafnvirði um 2,2 milljarða króna, hlutafjársöfnun bandaríska fyrirtækisins lauk um síðustu áramót og er skyrið nú selt í 3.300 verslunum vestanhafs.Ari Edwald, forstjóriSala á skyri Icelandic Provisions í Bandaríkjunum hófst fyrir rúmu ári. Skyrið var þá flutt út frá afurðastöð MS á Selfossi en er nú framleitt í bænum Batavia. MS á 18 prósenta hlut í bandaríska fyrirtækinu en hluthafahópurinn samanstendur einnig af fjárfestingasjóðnum Polaris Founders Capital í Boston og fimmtán íslenskum einkafjárfestum. Fjárfestarnir Hallbjörn Karlsson og Davíð Freyr Albertsson eru í þeim hópi og sitja í stjórn Icelandic Provisions ásamt Ara Edwald, forstjóra MS, og fulltrúum Polaris. „MS hefur um þó nokkuð skeið selt skyr í Bandaríkjunum undir eigin merki í takmörkuðum fjölda verslana. Það var alltaf markmiðið að færa framleiðsluna til Bandaríkjanna þegar salan færi á skrið og þetta hefur farið mjög vel af stað en upphaflega stóð til að þessi flutningur á framleiðslunni myndi eiga sér stað í júlí á þessu ári,“ segir Ari Edwald í samtali við Markaðinn. Icelandic Provisions seldi að sögn Ara um 500 tonn af skyri í fyrra. Til samanburðar framleiðir MS 2.500 til 3.000 tonn fyrir innanlandsmarkað á ári.Skyrið fæst í þrettán bragðtegundum.„Þetta eru ekki stórar heildartölur enn sem komið er miðað við stærð bandaríska markaðarins. En við gerum ráð fyrir að fjöldi verslana meira en tvöfaldist á þessu ári. Sérfræðingar frá Mjólkursamsölunni komu framleiðslunni af stað í samvinnu við starfsmenn Icelandic Provisions. Skyrið er framleitt með okkar aðferðum og okkar gerli.“ Um er að ræða skyr með sjö mismunandi bragðtegundum. Það er selt í verslunum á borð við Whole Foods á austurströndinni og Safeway á vesturströnd Bandaríkjanna. Vinsældir skyrs þar í landi hafa aukist mikið síðustu ár og eins og kom fram í viðtali Markaðarins við Sigurð Kjartan Hilmarsson, stofnanda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York, í síðustu viku er varan Siggi’s Skyr nú seld í 25.000 verslunum vestanhafs. „Það er augljóslega áhugi á skyrinu, og markaðurinn er stór, og okkar vöru hefur verið mjög vel tekið,“ segir Ari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) og aðrir eigendur Icelandic Provisions Inc. hófu framleiðslu á skyri fyrir Bandaríkjamarkað í uppsveitum New York í síðasta mánuði. Rétt tæplega 20 milljóna dollara, jafnvirði um 2,2 milljarða króna, hlutafjársöfnun bandaríska fyrirtækisins lauk um síðustu áramót og er skyrið nú selt í 3.300 verslunum vestanhafs.Ari Edwald, forstjóriSala á skyri Icelandic Provisions í Bandaríkjunum hófst fyrir rúmu ári. Skyrið var þá flutt út frá afurðastöð MS á Selfossi en er nú framleitt í bænum Batavia. MS á 18 prósenta hlut í bandaríska fyrirtækinu en hluthafahópurinn samanstendur einnig af fjárfestingasjóðnum Polaris Founders Capital í Boston og fimmtán íslenskum einkafjárfestum. Fjárfestarnir Hallbjörn Karlsson og Davíð Freyr Albertsson eru í þeim hópi og sitja í stjórn Icelandic Provisions ásamt Ara Edwald, forstjóra MS, og fulltrúum Polaris. „MS hefur um þó nokkuð skeið selt skyr í Bandaríkjunum undir eigin merki í takmörkuðum fjölda verslana. Það var alltaf markmiðið að færa framleiðsluna til Bandaríkjanna þegar salan færi á skrið og þetta hefur farið mjög vel af stað en upphaflega stóð til að þessi flutningur á framleiðslunni myndi eiga sér stað í júlí á þessu ári,“ segir Ari Edwald í samtali við Markaðinn. Icelandic Provisions seldi að sögn Ara um 500 tonn af skyri í fyrra. Til samanburðar framleiðir MS 2.500 til 3.000 tonn fyrir innanlandsmarkað á ári.Skyrið fæst í þrettán bragðtegundum.„Þetta eru ekki stórar heildartölur enn sem komið er miðað við stærð bandaríska markaðarins. En við gerum ráð fyrir að fjöldi verslana meira en tvöfaldist á þessu ári. Sérfræðingar frá Mjólkursamsölunni komu framleiðslunni af stað í samvinnu við starfsmenn Icelandic Provisions. Skyrið er framleitt með okkar aðferðum og okkar gerli.“ Um er að ræða skyr með sjö mismunandi bragðtegundum. Það er selt í verslunum á borð við Whole Foods á austurströndinni og Safeway á vesturströnd Bandaríkjanna. Vinsældir skyrs þar í landi hafa aukist mikið síðustu ár og eins og kom fram í viðtali Markaðarins við Sigurð Kjartan Hilmarsson, stofnanda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York, í síðustu viku er varan Siggi’s Skyr nú seld í 25.000 verslunum vestanhafs. „Það er augljóslega áhugi á skyrinu, og markaðurinn er stór, og okkar vöru hefur verið mjög vel tekið,“ segir Ari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira