Framleiðsla á skyri MS og fjárfesta hafin í New York Haraldur Guðmundsson skrifar 29. mars 2017 07:30 Skrifstofa Icelandic Provisions er á 19. hæð skýjakljúfs við Broadway í fjármálahverfi Manhattan. Vísir/EPA Mjólkursamsalan (MS) og aðrir eigendur Icelandic Provisions Inc. hófu framleiðslu á skyri fyrir Bandaríkjamarkað í uppsveitum New York í síðasta mánuði. Rétt tæplega 20 milljóna dollara, jafnvirði um 2,2 milljarða króna, hlutafjársöfnun bandaríska fyrirtækisins lauk um síðustu áramót og er skyrið nú selt í 3.300 verslunum vestanhafs.Ari Edwald, forstjóriSala á skyri Icelandic Provisions í Bandaríkjunum hófst fyrir rúmu ári. Skyrið var þá flutt út frá afurðastöð MS á Selfossi en er nú framleitt í bænum Batavia. MS á 18 prósenta hlut í bandaríska fyrirtækinu en hluthafahópurinn samanstendur einnig af fjárfestingasjóðnum Polaris Founders Capital í Boston og fimmtán íslenskum einkafjárfestum. Fjárfestarnir Hallbjörn Karlsson og Davíð Freyr Albertsson eru í þeim hópi og sitja í stjórn Icelandic Provisions ásamt Ara Edwald, forstjóra MS, og fulltrúum Polaris. „MS hefur um þó nokkuð skeið selt skyr í Bandaríkjunum undir eigin merki í takmörkuðum fjölda verslana. Það var alltaf markmiðið að færa framleiðsluna til Bandaríkjanna þegar salan færi á skrið og þetta hefur farið mjög vel af stað en upphaflega stóð til að þessi flutningur á framleiðslunni myndi eiga sér stað í júlí á þessu ári,“ segir Ari Edwald í samtali við Markaðinn. Icelandic Provisions seldi að sögn Ara um 500 tonn af skyri í fyrra. Til samanburðar framleiðir MS 2.500 til 3.000 tonn fyrir innanlandsmarkað á ári.Skyrið fæst í þrettán bragðtegundum.„Þetta eru ekki stórar heildartölur enn sem komið er miðað við stærð bandaríska markaðarins. En við gerum ráð fyrir að fjöldi verslana meira en tvöfaldist á þessu ári. Sérfræðingar frá Mjólkursamsölunni komu framleiðslunni af stað í samvinnu við starfsmenn Icelandic Provisions. Skyrið er framleitt með okkar aðferðum og okkar gerli.“ Um er að ræða skyr með sjö mismunandi bragðtegundum. Það er selt í verslunum á borð við Whole Foods á austurströndinni og Safeway á vesturströnd Bandaríkjanna. Vinsældir skyrs þar í landi hafa aukist mikið síðustu ár og eins og kom fram í viðtali Markaðarins við Sigurð Kjartan Hilmarsson, stofnanda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York, í síðustu viku er varan Siggi’s Skyr nú seld í 25.000 verslunum vestanhafs. „Það er augljóslega áhugi á skyrinu, og markaðurinn er stór, og okkar vöru hefur verið mjög vel tekið,“ segir Ari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) og aðrir eigendur Icelandic Provisions Inc. hófu framleiðslu á skyri fyrir Bandaríkjamarkað í uppsveitum New York í síðasta mánuði. Rétt tæplega 20 milljóna dollara, jafnvirði um 2,2 milljarða króna, hlutafjársöfnun bandaríska fyrirtækisins lauk um síðustu áramót og er skyrið nú selt í 3.300 verslunum vestanhafs.Ari Edwald, forstjóriSala á skyri Icelandic Provisions í Bandaríkjunum hófst fyrir rúmu ári. Skyrið var þá flutt út frá afurðastöð MS á Selfossi en er nú framleitt í bænum Batavia. MS á 18 prósenta hlut í bandaríska fyrirtækinu en hluthafahópurinn samanstendur einnig af fjárfestingasjóðnum Polaris Founders Capital í Boston og fimmtán íslenskum einkafjárfestum. Fjárfestarnir Hallbjörn Karlsson og Davíð Freyr Albertsson eru í þeim hópi og sitja í stjórn Icelandic Provisions ásamt Ara Edwald, forstjóra MS, og fulltrúum Polaris. „MS hefur um þó nokkuð skeið selt skyr í Bandaríkjunum undir eigin merki í takmörkuðum fjölda verslana. Það var alltaf markmiðið að færa framleiðsluna til Bandaríkjanna þegar salan færi á skrið og þetta hefur farið mjög vel af stað en upphaflega stóð til að þessi flutningur á framleiðslunni myndi eiga sér stað í júlí á þessu ári,“ segir Ari Edwald í samtali við Markaðinn. Icelandic Provisions seldi að sögn Ara um 500 tonn af skyri í fyrra. Til samanburðar framleiðir MS 2.500 til 3.000 tonn fyrir innanlandsmarkað á ári.Skyrið fæst í þrettán bragðtegundum.„Þetta eru ekki stórar heildartölur enn sem komið er miðað við stærð bandaríska markaðarins. En við gerum ráð fyrir að fjöldi verslana meira en tvöfaldist á þessu ári. Sérfræðingar frá Mjólkursamsölunni komu framleiðslunni af stað í samvinnu við starfsmenn Icelandic Provisions. Skyrið er framleitt með okkar aðferðum og okkar gerli.“ Um er að ræða skyr með sjö mismunandi bragðtegundum. Það er selt í verslunum á borð við Whole Foods á austurströndinni og Safeway á vesturströnd Bandaríkjanna. Vinsældir skyrs þar í landi hafa aukist mikið síðustu ár og eins og kom fram í viðtali Markaðarins við Sigurð Kjartan Hilmarsson, stofnanda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York, í síðustu viku er varan Siggi’s Skyr nú seld í 25.000 verslunum vestanhafs. „Það er augljóslega áhugi á skyrinu, og markaðurinn er stór, og okkar vöru hefur verið mjög vel tekið,“ segir Ari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira