Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 17. desember 2017 13:50 Mikil örtröð hefur myndast við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. vísir Gríðarlegt álag hefur verið á þjónustuveri flugfélagsins Icelandair vegna innhringinga frá farþegum í dag. Um tíma var álagið svo mikið að símkerfið lá niðri, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Maraþonfundi Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair sem hófst klukkan 13:00 í gær lauk í nótt klukkan 02:30 án árangurs. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) sagði í samtali við Vísi að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í dag til að ræða kjarasamning flugvirkja. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir að viðræður í nótt hafi að miklu leyti strandað á lengd samningsins.Alls hefur tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum Icelandair frá Íslandi í morgun. Einungis þær vélar sem þegar höfðu verið skoðaðar af flugvirkjum í Keflavík fóru af stað, að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa Icelandair. Búast má við seinkunum á flugferðum félagsins frameftir degi. Fjölmargir óánægðir farþegar hafa látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins. Farþegar í tengiflugi hafa til að mynda margir kvartað yfir lélegu upplýsingaflæði og eins og áður hefur komið fram lá símkerfi Icelandair niðri um tíma vegna álags.You're saying this the DAY BEFORE??? People have already started their journeys!!! What an absolutely shitty thing to do just before Christmas!!!— Kajal Shah (@kajalshah891) December 17, 2017 Verkfall flugvirkja getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókað sæti í aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytigu á flugleið. Ef meiri en þriggja klukkustunda töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu. Að sögn upplýsingafulltrúa Isavia var enn þá nokkuð rólegt andrúmsloft í Keflavík um hádegisbil í dag. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun en ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 17. desember 2017 12:26 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Gríðarlegt álag hefur verið á þjónustuveri flugfélagsins Icelandair vegna innhringinga frá farþegum í dag. Um tíma var álagið svo mikið að símkerfið lá niðri, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Maraþonfundi Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair sem hófst klukkan 13:00 í gær lauk í nótt klukkan 02:30 án árangurs. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) sagði í samtali við Vísi að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í dag til að ræða kjarasamning flugvirkja. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir að viðræður í nótt hafi að miklu leyti strandað á lengd samningsins.Alls hefur tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum Icelandair frá Íslandi í morgun. Einungis þær vélar sem þegar höfðu verið skoðaðar af flugvirkjum í Keflavík fóru af stað, að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa Icelandair. Búast má við seinkunum á flugferðum félagsins frameftir degi. Fjölmargir óánægðir farþegar hafa látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins. Farþegar í tengiflugi hafa til að mynda margir kvartað yfir lélegu upplýsingaflæði og eins og áður hefur komið fram lá símkerfi Icelandair niðri um tíma vegna álags.You're saying this the DAY BEFORE??? People have already started their journeys!!! What an absolutely shitty thing to do just before Christmas!!!— Kajal Shah (@kajalshah891) December 17, 2017 Verkfall flugvirkja getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókað sæti í aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytigu á flugleið. Ef meiri en þriggja klukkustunda töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu. Að sögn upplýsingafulltrúa Isavia var enn þá nokkuð rólegt andrúmsloft í Keflavík um hádegisbil í dag.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun en ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 17. desember 2017 12:26 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38
Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun en ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 17. desember 2017 12:26
Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11