Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist vera vongóður um að Mesut Özil muni skrifa undir nýjan samning við félagið.
Mesut Özil, sem skoraði frábært mark gegn Newcastle í gær, hefur verið sagður á leið til annars félags í lok tímabils en hann á aðeins nokkra mánuði eftir af samningi sínum.
Arsene Wenger var spurður út í framtíð Özil hjá félaginu eftir leikinn í gær og var svar hans athyglisvert.
„Ég er vongóður. En hvað þýðir það í raun og veru? Ég veit það ekki,“ sagði Wenger í viðtalinu eftir leikinn.
Arsenal komst aftur upp í 4.sæti deildarinnar með sigrinum í gær.
Wenger um Özil: Ég er vongóður
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti



Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti


„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti