Innlent

Verkfall flugvirkja Icelandair hafið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Búast má við seinkunum á flugi Icelandair í dag.
Búast má við seinkunum á flugi Icelandair í dag. Vísir/Vilhelm
Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair sem hófst klukkan 13:00 í gær lauk í nótt klukkan 02:30 án árangurs 

Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands sagði að Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair hafi gert flugvirkjum tilboð í gærkvöldi sem þeir svöruðu. Því hafi svo verið hafnað af SA.

Á vef Icelandair segir að ljóst sé að röskun verðu á flugáætlun flugfélagsins vegna verkfallsins. Búast megi við seinkunum á morgunflugi frá Íslandi í dag.

Flugi félagsins til og frá Osló hefur verið aflýst, sem og flugi félagsins til Brussel, Manchester og Zürich. Þá hefur öllum öðrum brottförum verið seinkað í morgun á vef félagsins segi að reiknað sé með að áætluð brottfór á flugi, öðru en því sem hefur verið aflýst, verði klukkan níu í morgun.

Upplýsingar um brottfarir má nálgast á vef Keflavíkurflugvallar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×