Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 11:30 Donald Trump bendir hér á Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlands, í gegnum net aflandsfélaga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Paradísarskjölunum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.The Guardian fjallar um tengsl Ross við Rússland. Þar kemur fram að Ross eigi hluti í skipafyrirtækinu Navigator. Ross er milljarðamæringur og náinn vinur Trump. Hann losaði sig ekki við hlut sinn í skipafyrirtækinu þegar hann tók við embætti viðskiptaráðherra. Navigator á í hagkvæmu viðskiptasambandi með Sibur, rússnesku gasfélagi, sem meðal annars er í eigu Kirill Shamalov, eiginmanns Katerina Tikhononva, dóttur Rússlandsforseta. Í Guardian kemur fram að þetta þýði að Ross muni hagnast á viðskiptum við rússneskt félag sem rekið er að fjölskyldu Pútín, sem og sumum af nánustu ráðgjöfum. Þar segir einnig Navigator hafi aukið samstarf sitt við Sibur árið 2014, á sama tíma og Bandaríkin og Evrópusambandið settu á umfangsmikið viðskiptabann á Rússland vegna aðgerða ríkisins í Úkraínu og Krímskaga. Alls hefur Navigator hagnast um 68 milljónir dollara frá 2014 á samstarfinu við Sibur.Wilbur Ross er einn nánasti vinur Donald Trump.Vísir/Gettur„Það virðist vera Rússi í hverjum skáp“ Lítið virðist hafa verið farið ofan í saumana á viðskiptasögu Ross áður en hann tók við embætti. Sérfræðingar sem Guardian leitaði til telja að viðskipti Ross í Rússlandi valdi áhyggjum. „Ég skil ekki hvernig einhver getur hafa tekið þá ákvörðun að standa í þessum viðskiptum eftir að hann tekur við háttsettri stöðu í ríkisstjórninni,“ segir Daniel Fried sem starfaði við málefni Evrópu og Rússlands í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. „Hvað er hann að spá?“ „Þetta kemur mér mjög á óvart en kannski ætti þetta ekki að gera það vegna þess að það undir stjórn þessarar ríkisstjórnar virðist vera Rússi í hverjum skáp,“ sagði Peter Harrell, háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu í forsetatíð Barack Obama. Tengsl Donald Trump við Rússland hafa verið í deiglunni að undanförnu, ekki síst að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka möguleg afskipti Rússland af forsetakosningunum þar í landi á síðasta ári, sem og hugsanlegu samráði Rússa við kosningastjórn Trump. Í Paradísarskjölunum kemur einnig fram að Ross hafi átt hlut í tugum aflandsfélaga en hann hefur gefið sig út fyrir að vera einn helsti stuðningsmaður áætlunar Bandaríkjaforseta um að ná í peninga frá aflandssvæðum, líkt og hann lofaði í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar.Nánar er fjall um viðskipti Ross í Rússlandi á vef The Guardian. Í gær var greint frá umfangsmiklum gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala sem nefnd hafa verið Paradísarskjölin, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu.Vefsíðu ICIJ má svo finna hér. Paradísarskjölin Tengdar fréttir Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlands, í gegnum net aflandsfélaga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Paradísarskjölunum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.The Guardian fjallar um tengsl Ross við Rússland. Þar kemur fram að Ross eigi hluti í skipafyrirtækinu Navigator. Ross er milljarðamæringur og náinn vinur Trump. Hann losaði sig ekki við hlut sinn í skipafyrirtækinu þegar hann tók við embætti viðskiptaráðherra. Navigator á í hagkvæmu viðskiptasambandi með Sibur, rússnesku gasfélagi, sem meðal annars er í eigu Kirill Shamalov, eiginmanns Katerina Tikhononva, dóttur Rússlandsforseta. Í Guardian kemur fram að þetta þýði að Ross muni hagnast á viðskiptum við rússneskt félag sem rekið er að fjölskyldu Pútín, sem og sumum af nánustu ráðgjöfum. Þar segir einnig Navigator hafi aukið samstarf sitt við Sibur árið 2014, á sama tíma og Bandaríkin og Evrópusambandið settu á umfangsmikið viðskiptabann á Rússland vegna aðgerða ríkisins í Úkraínu og Krímskaga. Alls hefur Navigator hagnast um 68 milljónir dollara frá 2014 á samstarfinu við Sibur.Wilbur Ross er einn nánasti vinur Donald Trump.Vísir/Gettur„Það virðist vera Rússi í hverjum skáp“ Lítið virðist hafa verið farið ofan í saumana á viðskiptasögu Ross áður en hann tók við embætti. Sérfræðingar sem Guardian leitaði til telja að viðskipti Ross í Rússlandi valdi áhyggjum. „Ég skil ekki hvernig einhver getur hafa tekið þá ákvörðun að standa í þessum viðskiptum eftir að hann tekur við háttsettri stöðu í ríkisstjórninni,“ segir Daniel Fried sem starfaði við málefni Evrópu og Rússlands í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. „Hvað er hann að spá?“ „Þetta kemur mér mjög á óvart en kannski ætti þetta ekki að gera það vegna þess að það undir stjórn þessarar ríkisstjórnar virðist vera Rússi í hverjum skáp,“ sagði Peter Harrell, háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu í forsetatíð Barack Obama. Tengsl Donald Trump við Rússland hafa verið í deiglunni að undanförnu, ekki síst að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka möguleg afskipti Rússland af forsetakosningunum þar í landi á síðasta ári, sem og hugsanlegu samráði Rússa við kosningastjórn Trump. Í Paradísarskjölunum kemur einnig fram að Ross hafi átt hlut í tugum aflandsfélaga en hann hefur gefið sig út fyrir að vera einn helsti stuðningsmaður áætlunar Bandaríkjaforseta um að ná í peninga frá aflandssvæðum, líkt og hann lofaði í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar.Nánar er fjall um viðskipti Ross í Rússlandi á vef The Guardian. Í gær var greint frá umfangsmiklum gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala sem nefnd hafa verið Paradísarskjölin, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu.Vefsíðu ICIJ má svo finna hér.
Paradísarskjölin Tengdar fréttir Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21
Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45