Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Niðurbrotin. Sigurbjörg Hlöðversdóttir þarf að hafa sig á brott úr íbúðinni í Hátúni 10 vegna hundahalds. vísir/ernir „Ég fer bara niður í Laugardal í tjald, það er ekkert annað að gera,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem fyrir helgi fékk bréf frá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, þess efnis að hún þyrfti að hafa sig þaðan á brott fyrir 1. desember næstkomandi. Ástæðan er að Sigurbjörg hefur búið þar með lítinn pomeranian-hund sem er henni allt. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 – vegna fjölda kvartana, að sögn forsvarsmanna Brynju. Bannið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma og reyndist mörgum íbúum áfall. Margir íbúanna hafa þó haldið gæludýr í blokkunum síðan enda hafa þeir sagt dýrin sér lífsnauðsynleg. Dýrin hjálpi þeim mjög að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ekki hafa þó allir verið svo heppnir að vera látnir afskiptalausir með dýr sín.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/AðsendSigurbjörg kveðst gjörsamlega miður sín enda komi ekki til greina af hennar hálfu að losa sig við hundinn Hroll, sem sé ljósið í lífi hennar. Hún flutti í Hátún 10 í febrúar síðastliðnum og fékk þá sex mánaða reynslusamning eins og tíðkast. „En þegar kom að því að framlengja í september fékk ég bara þrjá mánuði, af því að ég er með þennan litla hund. Svo fékk ég bréf í póstkassann í síðustu viku þar sem mér er sagt að ég verði að koma mér út 1. desember, losa íbúðina og skila lyklunum.“ Aðspurð hvort henni sé gefinn kostur á að losa sig við hundinn og halda íbúðinni segir hún svo vera. „Jú, ég má losa mig við hann en ég losa mig ekki við hann frekar en þetta væri barnið mitt. En þar sem ég neita því þá eru svörin bara: Út með þig. Þessi hundur gerir ekki neitt. Þetta er lítið þriggja kílóa dýr. Það eru aðrir hundar hér og kettir en enginn annar hefur fengið svona bréf.“ Sigurbjörg kveðst hafa leitað til lögfræðings ÖBÍ en fengið þau svör að hússjóðurinn sé í rétti enda húsreglurnar skýrar. Tíðindin reyndust henni verulegt áfall. „Þetta eru húsreglur og allt í góðu með það en það er ekkert svigrúm til samvinnu. Ég hef bent á að hér eru þrjár blokkir í Hátúni, af hverju má ekki ein þeirra leyfa dýr?“ Hún segir hundinn Hroll vinsælan hjá nágrönnum hennar. „Það er ekkert ofnæmi eða kvartanir. Fólkinu hérna þykir svo vænt um hundinn. Það grætur af gleði yfir að fá að klappa honum,“ segir Sigurbjörg sem kveðst hafa farið með hundinn til foreldra sinna í Hveragerði á dögunum þar sem hún hafi verið andlega búin á því. Áfall. Sigurbjörg segir að hún muni ekki láta frá sér hundinn frekar en ef um barnið hennar væri að ræða.vísir/ernir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Ég fer bara niður í Laugardal í tjald, það er ekkert annað að gera,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem fyrir helgi fékk bréf frá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, þess efnis að hún þyrfti að hafa sig þaðan á brott fyrir 1. desember næstkomandi. Ástæðan er að Sigurbjörg hefur búið þar með lítinn pomeranian-hund sem er henni allt. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 – vegna fjölda kvartana, að sögn forsvarsmanna Brynju. Bannið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma og reyndist mörgum íbúum áfall. Margir íbúanna hafa þó haldið gæludýr í blokkunum síðan enda hafa þeir sagt dýrin sér lífsnauðsynleg. Dýrin hjálpi þeim mjög að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ekki hafa þó allir verið svo heppnir að vera látnir afskiptalausir með dýr sín.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/AðsendSigurbjörg kveðst gjörsamlega miður sín enda komi ekki til greina af hennar hálfu að losa sig við hundinn Hroll, sem sé ljósið í lífi hennar. Hún flutti í Hátún 10 í febrúar síðastliðnum og fékk þá sex mánaða reynslusamning eins og tíðkast. „En þegar kom að því að framlengja í september fékk ég bara þrjá mánuði, af því að ég er með þennan litla hund. Svo fékk ég bréf í póstkassann í síðustu viku þar sem mér er sagt að ég verði að koma mér út 1. desember, losa íbúðina og skila lyklunum.“ Aðspurð hvort henni sé gefinn kostur á að losa sig við hundinn og halda íbúðinni segir hún svo vera. „Jú, ég má losa mig við hann en ég losa mig ekki við hann frekar en þetta væri barnið mitt. En þar sem ég neita því þá eru svörin bara: Út með þig. Þessi hundur gerir ekki neitt. Þetta er lítið þriggja kílóa dýr. Það eru aðrir hundar hér og kettir en enginn annar hefur fengið svona bréf.“ Sigurbjörg kveðst hafa leitað til lögfræðings ÖBÍ en fengið þau svör að hússjóðurinn sé í rétti enda húsreglurnar skýrar. Tíðindin reyndust henni verulegt áfall. „Þetta eru húsreglur og allt í góðu með það en það er ekkert svigrúm til samvinnu. Ég hef bent á að hér eru þrjár blokkir í Hátúni, af hverju má ekki ein þeirra leyfa dýr?“ Hún segir hundinn Hroll vinsælan hjá nágrönnum hennar. „Það er ekkert ofnæmi eða kvartanir. Fólkinu hérna þykir svo vænt um hundinn. Það grætur af gleði yfir að fá að klappa honum,“ segir Sigurbjörg sem kveðst hafa farið með hundinn til foreldra sinna í Hveragerði á dögunum þar sem hún hafi verið andlega búin á því. Áfall. Sigurbjörg segir að hún muni ekki láta frá sér hundinn frekar en ef um barnið hennar væri að ræða.vísir/ernir
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira