Kínverjar heita milljörðum í efnahagssamstarf til eflingar fríverslunar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. maí 2017 12:17 Xi Jinping, forseti Kína, var bjartsýnn á ráðstefnunni um helgina. Vísir/EPA Forseti Kína, Xi Jinping, hét því í dag að Kína muni verja 124 milljörðum bandaríkjadollara í svokallað „Silkivegarsamstarf“ þar sem áhersla verður lögð á að efla fríverslun Kínverja og byggja upp innviði ríkja og leggja í framkvæmdir líkt og byggingu hafna, vega og járnbrautateina í þeim ríkjum sem taka þátt í samstarfinu. BBC greinir frá. Með áætluninni ætla Kínverjar sér að efla fríverslun á milli Asíu, Afríku, Evrópu og víðar en hulunni var fyrst svipt af planinu árið 2013. Forsetinn ávarpaði leiðtoga 29 ríkja sem samankomnir voru í dag í Peking á sérstakri efnahagsráðstefnu í tilefni áætlana Kínverja og haldin var um helgina. Með áætluninni ætlum við okkur ekki að feta gamlar slóðir einhverskonar leikja á milli andstæðinga heldur ætlum við okkur að byggja nýtt módel samstarfs og sameiginlegra hagsmuna. Hann segir að alþjóðasamfélagið verði að búa til aðstæður sem ýta undir efnahagsþróun ríkja þar sem fríverslun ræður ríkjum. Meðal leiðtoga á ráðstefnunni eru Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Receeyip Erdogan, forseti Tyrklands og tóku þeir báðir vel í áætlun Kínverja. Leiðtogar nágrannaríkja líkt og Japans og Indlands hafa hins vegar haldið sig frá ráðstefnunni enda hafa þjóðirnar lengi átt í stirðum samskiptum á alþjóðavettvangi. Líta þjóðirnar svo á að Kínverjar vilji með þessum áætlunum festa sig í sessi og tryggja áhrif sín yfir öðrum ríkjum á alþjóðavettvangi. Xi Jinping gefur þó lítið fyrir slíkar áhyggjur og segir að Kínverjar ætli sér á engan hátt að skipta sér af innanríkismálum annarra landa. Um sé að ræða samstarf sem geti hagnast öllum aðilum. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forseti Kína, Xi Jinping, hét því í dag að Kína muni verja 124 milljörðum bandaríkjadollara í svokallað „Silkivegarsamstarf“ þar sem áhersla verður lögð á að efla fríverslun Kínverja og byggja upp innviði ríkja og leggja í framkvæmdir líkt og byggingu hafna, vega og járnbrautateina í þeim ríkjum sem taka þátt í samstarfinu. BBC greinir frá. Með áætluninni ætla Kínverjar sér að efla fríverslun á milli Asíu, Afríku, Evrópu og víðar en hulunni var fyrst svipt af planinu árið 2013. Forsetinn ávarpaði leiðtoga 29 ríkja sem samankomnir voru í dag í Peking á sérstakri efnahagsráðstefnu í tilefni áætlana Kínverja og haldin var um helgina. Með áætluninni ætlum við okkur ekki að feta gamlar slóðir einhverskonar leikja á milli andstæðinga heldur ætlum við okkur að byggja nýtt módel samstarfs og sameiginlegra hagsmuna. Hann segir að alþjóðasamfélagið verði að búa til aðstæður sem ýta undir efnahagsþróun ríkja þar sem fríverslun ræður ríkjum. Meðal leiðtoga á ráðstefnunni eru Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Receeyip Erdogan, forseti Tyrklands og tóku þeir báðir vel í áætlun Kínverja. Leiðtogar nágrannaríkja líkt og Japans og Indlands hafa hins vegar haldið sig frá ráðstefnunni enda hafa þjóðirnar lengi átt í stirðum samskiptum á alþjóðavettvangi. Líta þjóðirnar svo á að Kínverjar vilji með þessum áætlunum festa sig í sessi og tryggja áhrif sín yfir öðrum ríkjum á alþjóðavettvangi. Xi Jinping gefur þó lítið fyrir slíkar áhyggjur og segir að Kínverjar ætli sér á engan hátt að skipta sér af innanríkismálum annarra landa. Um sé að ræða samstarf sem geti hagnast öllum aðilum.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira