Einn var fluttur á slysadeild með brunasár eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Mosgerði í Reykjavík í morgun. Allt tiltækt lið var sent á staðinn enda lagði mikinn reyk frá íbúðinni.
Húsið var mannlaust þegar slökkvilið bar að garði en þá var húsráðandinn, sem slasaðist, utandyra. Talsverðar skemmdir urðu á íbúðinni.
Einn á slysadeild eftir eldsvoða
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
