Vill opna á samskipti til að forðast átök Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2017 20:13 Ja Song-nam, sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, var á fundi öryggisráðsins í dag. Vísir/Getty Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill að opnað verði aftur á samskipti við Norður-Kóreu til að forðast átök á svæðinu. Þetta sagði Guterres á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og hann taldi mikilvægt að styrkja samskipti á milli Suður- og Norður-Kóreu. Annars væru líkur á því að stríð gæti fyrir slysni hafist aftur á Kóreuskaganum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að yfirvöld Norður-Kóreu verði að vinna fyrir því að opnað verði á samskipti við þá. Þeir verði að hætta hótunum sínum og ógnandi aðgerðum áður en nokkurs konar viðræður geti hafist. Í ræðu sinni í dag sagði Guterres að opna þyrfti samskiptaleiðir á milli herja Suður- og Norður-Kóreu og það væri nauðsynlegt. „Þrátt fyrir að allir reyni að forðast átök fyrir slysni fer ástandið versnandi vegna aukins sjálfstrausts, áróðurs og skorts á samskiptaleiðum,“ sagði Guterres samkvæmt frétt Reuters.Öllum leiðum beitt til að tryggja öryggiRex Tillerson hafði flutt ræðu á undan Guterres og sagði hann ekkert um ummæli sín fyrr í vikunni varðandi það að Bandaríkin væru tilbúin til viðræðna við Norður-Kóreu, án skilyrða. Þess í stað sagði hann að viðræður gætu ekki hafist án þess að yfirvöld Norður-Kóreu létu af ógnunum sínum. „Norður-Kórea þarf að vinna sér inn sæti að borðinu,“ sagði Tillerson.Samkvæmt frétt CNN sagði hann að í millitíðinni yrði venjulegum samskiptaleiðum Bandaríkjanna haldið opnum. Þar að auki sagði Tillerson að Bandaríkin sæktust ekki eftir stríði við Norður-Kóreu. Hins vegar yrði öllum leiðum beitt til að tryggja öryggi Bandaríkjanna.Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta slík vopn til meginlands Bandaríkjanna.Komu Kim Jong Un til varnar Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði þó ljóst að Norður-Kórea myndi ekki láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni á sama tíma og þeim þætti eigið öryggi vera ógnað. Vísaði hann þar til sameiginlegra heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Nebenzya nefndi umræddar æfingar og þá ákvörðun yfirvalda Bandaríkjanna að setja Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkahópa. „Öll þessi skref fá okkur til að velta vöngum yfir einlægni yfirlýsinga um friðsamlegar lausnir á ástandinu á Kóreuskaganum,“ sagði Nebenzya. Sendiherra Kína sló á svipaða strengi og sagði að spennan á svæðinu væri ekki vegna eins ríkis og það væri ósanngjarnt að kenna Norður-Kóreumönnum einum um. Hann kallaði efir því að Bandaríkin hættu heræfingum sínum á svæðinu. Tillerson hafnaði því að Bandaríkjunum væri um að kenna. „Það er einungis einn aðili sem hefur framkvæmt ólöglegar sprengingar ólöglegra vopna. Það er bara einn aðili sem hefur skotið langdrægum eldflaugum á loft. Það er ríkisstjórn Kim-ættarinnar í Norður-Kóreu. Þeir bera ábyrgð á spennunni. Þeir þurfa að taka ábyrgð á þeirri spennu og þeir geta dregið úr þessari spennu.“ Norður-Kórea Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill að opnað verði aftur á samskipti við Norður-Kóreu til að forðast átök á svæðinu. Þetta sagði Guterres á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og hann taldi mikilvægt að styrkja samskipti á milli Suður- og Norður-Kóreu. Annars væru líkur á því að stríð gæti fyrir slysni hafist aftur á Kóreuskaganum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að yfirvöld Norður-Kóreu verði að vinna fyrir því að opnað verði á samskipti við þá. Þeir verði að hætta hótunum sínum og ógnandi aðgerðum áður en nokkurs konar viðræður geti hafist. Í ræðu sinni í dag sagði Guterres að opna þyrfti samskiptaleiðir á milli herja Suður- og Norður-Kóreu og það væri nauðsynlegt. „Þrátt fyrir að allir reyni að forðast átök fyrir slysni fer ástandið versnandi vegna aukins sjálfstrausts, áróðurs og skorts á samskiptaleiðum,“ sagði Guterres samkvæmt frétt Reuters.Öllum leiðum beitt til að tryggja öryggiRex Tillerson hafði flutt ræðu á undan Guterres og sagði hann ekkert um ummæli sín fyrr í vikunni varðandi það að Bandaríkin væru tilbúin til viðræðna við Norður-Kóreu, án skilyrða. Þess í stað sagði hann að viðræður gætu ekki hafist án þess að yfirvöld Norður-Kóreu létu af ógnunum sínum. „Norður-Kórea þarf að vinna sér inn sæti að borðinu,“ sagði Tillerson.Samkvæmt frétt CNN sagði hann að í millitíðinni yrði venjulegum samskiptaleiðum Bandaríkjanna haldið opnum. Þar að auki sagði Tillerson að Bandaríkin sæktust ekki eftir stríði við Norður-Kóreu. Hins vegar yrði öllum leiðum beitt til að tryggja öryggi Bandaríkjanna.Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta slík vopn til meginlands Bandaríkjanna.Komu Kim Jong Un til varnar Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði þó ljóst að Norður-Kórea myndi ekki láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni á sama tíma og þeim þætti eigið öryggi vera ógnað. Vísaði hann þar til sameiginlegra heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Nebenzya nefndi umræddar æfingar og þá ákvörðun yfirvalda Bandaríkjanna að setja Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkahópa. „Öll þessi skref fá okkur til að velta vöngum yfir einlægni yfirlýsinga um friðsamlegar lausnir á ástandinu á Kóreuskaganum,“ sagði Nebenzya. Sendiherra Kína sló á svipaða strengi og sagði að spennan á svæðinu væri ekki vegna eins ríkis og það væri ósanngjarnt að kenna Norður-Kóreumönnum einum um. Hann kallaði efir því að Bandaríkin hættu heræfingum sínum á svæðinu. Tillerson hafnaði því að Bandaríkjunum væri um að kenna. „Það er einungis einn aðili sem hefur framkvæmt ólöglegar sprengingar ólöglegra vopna. Það er bara einn aðili sem hefur skotið langdrægum eldflaugum á loft. Það er ríkisstjórn Kim-ættarinnar í Norður-Kóreu. Þeir bera ábyrgð á spennunni. Þeir þurfa að taka ábyrgð á þeirri spennu og þeir geta dregið úr þessari spennu.“
Norður-Kórea Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira