Rannsaka höfuðkúpubrot úr fornri tíð sem dró barn í Mývatnssveit til dauða Sveinn Arnarsson skrifar 15. desember 2017 06:00 Barnið hafði verið grafið við Hofstaði í Mývatnssveit fyrir margt löngu. vísir/orri vésteinsson „Það sem veldur því að barnið deyr er höfuðkúpubrot þar sem höfuðkúpan brotnar þvert yfir allan hnakkann. Nú munu næstu dagar fara í það að rannsaka réttarmeinafræðina og reyna að geta sér til um það hvort barnið hafi látist af slysförum eða hvort því hafi verið veittur þessi áverki,“ segir dr. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur. Hún rannsakar nú höfuðkúpubrot tveggja ára gamals barns sem fannst í uppgreftri á Hofstöðum í Mývatnssveit.Dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur með sérþekkingu á beinumvísir/auðunnÚrvinnsla úr fornleifauppgreftri á Hofstöðum er í fullum gangi. Fornleifarannsóknir á svæðinu hafa varpað ljósi á áður óþekkt bæjarstæði og eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir.„Kirkjugarðurinn að Hofstöðum er í notkun eftir 940 en menn hafa ekki verið grafnir þar eftir 1300. Það má sjá af gjóskulögum á svæðinu,“ segir Hildur. „Það var eiginlega fyrir tilviljun að þetta bæjarstæði fannst í upphafi.“ Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að fornleifarannsóknum sé sniðinn þröngur stakkur hvað varðar fjármagn. Þessi rannsókn Hildar og félaga er styrkt af fornminjasjóði en til þess fengust aðeins nokkrar milljónir króna. Því var leitað út fyrir landsteinana til að fjármagna rannsóknina. „Ástæða þess að við gátum farið í umfangsmeiri rannsóknir á svæðinu var fyrir tilstuðlan prófessors í New York sem við erum í samstarfi við. Þar fengum við aukinn styrk til rannsókna. Að okkar mati þarf hið opinbera að styðja betur fjárhagslega við fornleifarannsóknir hér á landi.“ Rannsókn á áverkum barnsins unga mun taka margar vikur en vonandi verður hægt að álykta um dánarorsökina. Nýja bæjarstæðið og fundur þess sumarið 2016 varpar mun gleggra ljósi á hvers kyns stórbýli Hofstaðir voru á víkingaöld. Rannsóknir hafa staðið yfir í um aldarfjórðung á svæðinu og munu halda áfram um nokkurn tíma í viðbót. Uppfært kl. 8:45:Fyrirsögn var breytt þar sem af fyrri fyrirsögn mátti ætla að um nýlegan atburð væri að ræða. Beðist er velvirðingar á því. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Það sem veldur því að barnið deyr er höfuðkúpubrot þar sem höfuðkúpan brotnar þvert yfir allan hnakkann. Nú munu næstu dagar fara í það að rannsaka réttarmeinafræðina og reyna að geta sér til um það hvort barnið hafi látist af slysförum eða hvort því hafi verið veittur þessi áverki,“ segir dr. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur. Hún rannsakar nú höfuðkúpubrot tveggja ára gamals barns sem fannst í uppgreftri á Hofstöðum í Mývatnssveit.Dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur með sérþekkingu á beinumvísir/auðunnÚrvinnsla úr fornleifauppgreftri á Hofstöðum er í fullum gangi. Fornleifarannsóknir á svæðinu hafa varpað ljósi á áður óþekkt bæjarstæði og eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir.„Kirkjugarðurinn að Hofstöðum er í notkun eftir 940 en menn hafa ekki verið grafnir þar eftir 1300. Það má sjá af gjóskulögum á svæðinu,“ segir Hildur. „Það var eiginlega fyrir tilviljun að þetta bæjarstæði fannst í upphafi.“ Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að fornleifarannsóknum sé sniðinn þröngur stakkur hvað varðar fjármagn. Þessi rannsókn Hildar og félaga er styrkt af fornminjasjóði en til þess fengust aðeins nokkrar milljónir króna. Því var leitað út fyrir landsteinana til að fjármagna rannsóknina. „Ástæða þess að við gátum farið í umfangsmeiri rannsóknir á svæðinu var fyrir tilstuðlan prófessors í New York sem við erum í samstarfi við. Þar fengum við aukinn styrk til rannsókna. Að okkar mati þarf hið opinbera að styðja betur fjárhagslega við fornleifarannsóknir hér á landi.“ Rannsókn á áverkum barnsins unga mun taka margar vikur en vonandi verður hægt að álykta um dánarorsökina. Nýja bæjarstæðið og fundur þess sumarið 2016 varpar mun gleggra ljósi á hvers kyns stórbýli Hofstaðir voru á víkingaöld. Rannsóknir hafa staðið yfir í um aldarfjórðung á svæðinu og munu halda áfram um nokkurn tíma í viðbót. Uppfært kl. 8:45:Fyrirsögn var breytt þar sem af fyrri fyrirsögn mátti ætla að um nýlegan atburð væri að ræða. Beðist er velvirðingar á því.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira