Enski boltinn

Payet: Mér leiddist hjá West Ham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Payet fagnar í leik með West Ham.
Payet fagnar í leik með West Ham. vísir/getty
Dimitri Payet hefur loksins tjáð sig almennilega um skilnaðinn við West Ham en hann var seldur til Marseille í janúar.

Þá hafði Payet krafist þess að vera seldur frá félaginu. Hann segir að neikvæður fótbolti liðsins hafi verið ein aðalástæðan fyrir því að hann vildi fara.

„Þessi varnarsinnaði fótbolti sem við spiluðum var ekki að gera neitt fyrir mig,“ sagði Payet við L'Equipe.

„Það mætti segja að mér hafi leiðst. Svo komst ég í samband við Marseille og hugmyndafræði þjálfara Marseille er mér meira að skapi. Ég vildi ekki bíða í sex mánuði. Það hefðu verið sex mánuðir sem ég hefði misst.

„Við unnum Hull á heimavelli 1-0 en þeir áttu fjögur skot í stöngina. Inn í klefa voru allir rosalega ánægðir þó svo maður leiksins hefði verið stöngin á okkar marki. Þá fattaði ég að það væri ómögulegt að bæta mig þarna. Ég þurfti á nýrri áskorun að halda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×