Formaður Viðreisnar: Augljóst að lendingin varðandi ESB er málamiðlun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2017 23:46 Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. vísir/ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir augljóst að lendingin í stjórnarsáttmála flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð varðandi aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu sé málamiðlun. Hann telur hins vegar niðurstöðuna ásættanlega þar sem þingið muni ráða því hvort farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fram í lok kjörtímabilsins samkvæmt stjórnarsáttmálanum sem samþykktur var samhljóða á fundi flokksins í kvöld. Hugmyndin kom upphaflega frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, snemma í viðræðum flokkanna þriggja. „Það er vel þekkt að það eru mjög mismunandi skoðanir á þessu máli milli flokkanna þannig að þá er málinu bara vísað til þingsins og þingvilji mun þá ráða,“ segir Benedikt. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á það frá upphafi að þjóðin fái að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB og í stefnu sinni hvetur flokkurinn til þess að viðræðum verði haldið áfram, þeim lokið með hagfelldum samningi sem borinn verði undir þjóðina til atkvæðagreiðslu. Benedikt segir niðurstöðuna í stjórnarsáttmálanum varðandi þetta ásættanlega. „Þetta er augljóslega málamiðlunarniðurstaða en mér finnst hún ásættanleg að því leyti þessu er vísað til þingsins og þá er það meirihlutinn þar sem ræður.“ Benedikt var ánægður með fund ráðgjafaráðs flokksins sem kom í fyrsta sinn saman í kvöld og sagði hann hafa gengið mjög vel. „Við fórum ítarlega yfir þetta. Ég kynnti allan stjórnarsáttmálann, las hann upp og kynnti svo einstök mál. Það var mikið af spurningum, milli tíu og tuttugu manns sem tóku til máls, spurðu út í ákveðin atriði og ræddu málin bara svona eins og gengur og þetta var bara fínt,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að fundarmenn hjá Viðreisn hafi lýst yfir óánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og vinnubrögð hans í tengslum við skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Aðspurður um þetta segir Benedikt: „Ég held að það sé óhætt að segja að enginn af þeim sem tók til máls um málið verið ánægður með það hvernig að því var staðið. Það voru allir sem töldu að það hefði verið rétt að birta skýrsluna þá þegar og við erum algjörlega sammála um það.“ Benedikt nefnir að í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um tvo hluti sem snerti þetta mál sérstaklega. „Það er annars vegar um gagnsæi í vinnubrögðum og upplýsingaskyldu stjórnvalda og hins vegar er tekið sérstaklega fram að við ætlum að taka á skattsvikum og skattaundanskotum, þar á meðal í skattaskjólum, og ég held að við eigum að nota þessa skýrslu til að útrýma þessu,“ segir Benedikt. Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir augljóst að lendingin í stjórnarsáttmála flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð varðandi aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu sé málamiðlun. Hann telur hins vegar niðurstöðuna ásættanlega þar sem þingið muni ráða því hvort farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fram í lok kjörtímabilsins samkvæmt stjórnarsáttmálanum sem samþykktur var samhljóða á fundi flokksins í kvöld. Hugmyndin kom upphaflega frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, snemma í viðræðum flokkanna þriggja. „Það er vel þekkt að það eru mjög mismunandi skoðanir á þessu máli milli flokkanna þannig að þá er málinu bara vísað til þingsins og þingvilji mun þá ráða,“ segir Benedikt. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á það frá upphafi að þjóðin fái að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB og í stefnu sinni hvetur flokkurinn til þess að viðræðum verði haldið áfram, þeim lokið með hagfelldum samningi sem borinn verði undir þjóðina til atkvæðagreiðslu. Benedikt segir niðurstöðuna í stjórnarsáttmálanum varðandi þetta ásættanlega. „Þetta er augljóslega málamiðlunarniðurstaða en mér finnst hún ásættanleg að því leyti þessu er vísað til þingsins og þá er það meirihlutinn þar sem ræður.“ Benedikt var ánægður með fund ráðgjafaráðs flokksins sem kom í fyrsta sinn saman í kvöld og sagði hann hafa gengið mjög vel. „Við fórum ítarlega yfir þetta. Ég kynnti allan stjórnarsáttmálann, las hann upp og kynnti svo einstök mál. Það var mikið af spurningum, milli tíu og tuttugu manns sem tóku til máls, spurðu út í ákveðin atriði og ræddu málin bara svona eins og gengur og þetta var bara fínt,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að fundarmenn hjá Viðreisn hafi lýst yfir óánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og vinnubrögð hans í tengslum við skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Aðspurður um þetta segir Benedikt: „Ég held að það sé óhætt að segja að enginn af þeim sem tók til máls um málið verið ánægður með það hvernig að því var staðið. Það voru allir sem töldu að það hefði verið rétt að birta skýrsluna þá þegar og við erum algjörlega sammála um það.“ Benedikt nefnir að í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um tvo hluti sem snerti þetta mál sérstaklega. „Það er annars vegar um gagnsæi í vinnubrögðum og upplýsingaskyldu stjórnvalda og hins vegar er tekið sérstaklega fram að við ætlum að taka á skattsvikum og skattaundanskotum, þar á meðal í skattaskjólum, og ég held að við eigum að nota þessa skýrslu til að útrýma þessu,“ segir Benedikt.
Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56
Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20