Innlent

Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða

Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar á fundinum í kvöld.
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar á fundinum í kvöld. vísir/hanna
Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða.

Sjálfstæðisflokkur hefur einnig samþykkt sáttmálann en flokksmenn Bjartrar framtíðar sitja enn á fundi.

Heimildir fréttastofu herma að hljóðið í Viðreisnarmönnum hafi verið nokkuð þungt í fyrstu, en að það hafi breyst fljótlega eftir að Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, kynnti nýgerðan sáttmála.

Þá hafa tveir af þremur flokkum samþykkt sáttmálann en Björt framtíð situr enn á fundi. Heimildir fréttastofu herma að fundarmenn þar séu jákvæðir í garð stjórnarsáttmálans en nokkur óánægja ríki þó vegna atburðarásarinnar í kringum birtingu á skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×