Innlent

Íbúar í slökkvistarfi með garðslöngu

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru íbúar búnir að slökkva eldinn að mestu þegar slökkviliðsmenn bar að garði.
Samkvæmt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru íbúar búnir að slökkva eldinn að mestu þegar slökkviliðsmenn bar að garði. Vísir/Stefán
Eldur kom upp í ruslageymslu í Ljósheimum á fjórða tímanum í dag og var reykur frá eldinum farinn að berast upp í gegnum ruslalúgur. Allt tiltækt slökkvilið var sent af stað en í ljós kom að um minniháttar eld var að ræða. Íbúar höfðu þá gripið til slökkvistarfs í ruslageymslunni með garðslöngu.

Samkvæmt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru íbúar búnir að slökkva eldinn að mestu þegar slökkviliðsmenn bar að garði og virðist sem að allt hafi farið á hinn besta veg. Þá voru ruslalúgurnar ekki innandyra og því þurfti ekkert að reykræsta og engar reykskemmdir urðu nema í ruslageymslunni sjálfri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×