Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Jóhann Óli Eiðsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. janúar 2017 18:44 Frá fundi Bjartrar framtíðar í aðdraganda alþingiskoninganna í október 2016. vísir/ernir Kurr er á meðal stjórnarmanna í Bjartri framtíð fyrir stjórnarfund í kvöld þar sem lokadrög að stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verða lögð fram til samþykktar eða synjunar. Þetta herma heimildir fréttastofu og er ástæðan sögð skýrsla sem kynnt var á föstudag um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skýrslan var unnin að beiðni Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en um helgina var greint frá því að skýrslan hafi verið tilbúin um miðjan september. Bjarni fékk kynningu á henni þann 5. október en í kvöldfréttum RÚV á laugardag sagði Bjarni að hann hefði ekki séð skýrsluna fyrir þinglok en þingi lauk þann 13. október. Eftir að í ljós kom að ráðherrann hafði í raun fengið kynningu á skýrslunni á meðan þing var enn að störfum baðst Bjarni afsökunar á því sem hann sagði hafa verið ónákvæmni í tímalínu vegna málsins. Þá hefur það verið gagnrýnt að skýrslan skuli ekki hafa verið kynnt og birt almenning fyrir þingkosningarnar sem fóru fram þann 29. október. Þeir stjórnarmenn Bjartrar framtíðar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að ný staða sé komin upp í stjórnarmynduninni vegna atburðarásarinnar í kringum skýrsluna og hafa orð eins og trúnaðarbrestur og breyttar forsendur verið nefnd í því samhengi. Það er því óvíst hvort stjórnarsáttmálinn verði samþykktur á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld en alls eru 79 manns í stjórn flokksins. Í lögum Bjartrar framtíðar segir að stjórnin skuli taka afstöðu til þátttöku flokksins í ríkisstjórn en þar er ekki skýrar kveðið á um samþykkt eða synjun og því er óljóst hvaða merking verður lögð í ákvæðið. Ráðgjafaráð Viðreisnar og flokksráð Sjálfstæðisflokks funda einnig í kvöld og verða lokadrög að stjórnarsáttmálanum lögð fram á fundum flokkanna.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var meðal annars rætt við Óttar um birtingu skýrslunnar. Sagði hann það vera „leiðindaklúður“ og að skemmtilegra hefði verið að fá skýrsluna fram fyrir kosningar. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Ekki er búið að ákveða endanlega ráðuneytisskiptingu í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 11:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Kurr er á meðal stjórnarmanna í Bjartri framtíð fyrir stjórnarfund í kvöld þar sem lokadrög að stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verða lögð fram til samþykktar eða synjunar. Þetta herma heimildir fréttastofu og er ástæðan sögð skýrsla sem kynnt var á föstudag um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skýrslan var unnin að beiðni Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en um helgina var greint frá því að skýrslan hafi verið tilbúin um miðjan september. Bjarni fékk kynningu á henni þann 5. október en í kvöldfréttum RÚV á laugardag sagði Bjarni að hann hefði ekki séð skýrsluna fyrir þinglok en þingi lauk þann 13. október. Eftir að í ljós kom að ráðherrann hafði í raun fengið kynningu á skýrslunni á meðan þing var enn að störfum baðst Bjarni afsökunar á því sem hann sagði hafa verið ónákvæmni í tímalínu vegna málsins. Þá hefur það verið gagnrýnt að skýrslan skuli ekki hafa verið kynnt og birt almenning fyrir þingkosningarnar sem fóru fram þann 29. október. Þeir stjórnarmenn Bjartrar framtíðar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að ný staða sé komin upp í stjórnarmynduninni vegna atburðarásarinnar í kringum skýrsluna og hafa orð eins og trúnaðarbrestur og breyttar forsendur verið nefnd í því samhengi. Það er því óvíst hvort stjórnarsáttmálinn verði samþykktur á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld en alls eru 79 manns í stjórn flokksins. Í lögum Bjartrar framtíðar segir að stjórnin skuli taka afstöðu til þátttöku flokksins í ríkisstjórn en þar er ekki skýrar kveðið á um samþykkt eða synjun og því er óljóst hvaða merking verður lögð í ákvæðið. Ráðgjafaráð Viðreisnar og flokksráð Sjálfstæðisflokks funda einnig í kvöld og verða lokadrög að stjórnarsáttmálanum lögð fram á fundum flokkanna.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var meðal annars rætt við Óttar um birtingu skýrslunnar. Sagði hann það vera „leiðindaklúður“ og að skemmtilegra hefði verið að fá skýrsluna fram fyrir kosningar. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Ekki er búið að ákveða endanlega ráðuneytisskiptingu í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 11:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00
Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Ekki er búið að ákveða endanlega ráðuneytisskiptingu í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 11:15