Innlent

Loka á rafmagn til GMR endurvinnslu á Grundartanga

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá Grundartanga
Frá Grundartanga Vísir/GVA
RARIK hefur lokað fyrir rafmagn til fyrirtækisins GMR endurvinnslu á Grundartanga vegna vangoldinna raforkureikninga og óvissa ríkir um áframhaldandi rekstur fyrirtækisins.

Um það bil 20 manns hafa unnið hjá fyrirtækinu og hefur engum verið sagt upp að svo komnu. Fyrirtækið hefur endurunnið brotajárn, sem ella væri flutt úr landi til endurvinnslu þar, en reksturinn hefur verið erfiður alveg frá byrjun.

Svo kom enn bakslag í reksturinn þegar heimsmarkaðsverð á stáli hríðlækkaði fyrir tveimur árum, en það er nú eitthvað á uppleíð aftur, að sögn Daða Jóhannessonar framkvæmdastjóra.

Eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur Umhverfisstofnun og fleiri eftirlitsstofnanir hvað eftir annað gert ýmsar athugasemdir við reksturinn, en að sögn Daða horfði allt til betri vegar í þeim efnum.

Þá hefur reksturinn valdið flökkti á rafmagni til annarra notenda á Vesturlandi en eigendur verksmiðjunnar hafa ekki viljað ráðast í kaup á búnaði, sem koma myndi í veg fyrir það.

Óvissa ríkir um framhaldið eins og áður sagði en eigendur eru að skoða ýmsa möguleika, að sögn Daða.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×