Enski boltinn

Samkynhneigðir leikmenn komi samtímis úr skápnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins.
Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins. Vísir/Getty
Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, er hrifinn af þeirri hugmynd að samkynhneigðir atvinnumenn í knattspyrnumenn taki saman höndum og komi samtímis úr skápnum.

Samkynhneigð er enn mikið feimnismál í knattspyrnuheiminum en aðeins örfáir atvinnumenn sem spilað hafa á Bretlandi hafa komið úr skápnum. Enginn þeirra er að spila í dag.

Clarke greindi frá því að hann hafi rætt við nokkra samkynhneigða knattspyrnumenn um þann möguleika að þeir komi úr skápnum en ítrekaði að það yrði að lokum að vera þeirra eigin ákvörðun. Um þetta er fjallað á vef Sky Sports.

Sjá einnig: Varar knattspyrnumenn við að koma úr skápnum

„Ég kom þeim skilaboðum áleiðis að ef af nokkrir hátt skrifaðir atvinnumenn myndu koma úr skápnum, hví ekki að samræma aðgerðir? Þannig myndi það ekki hvíla á herðum bara eins leikmanns,“ sagði Clarke í samtali við The Times.

Hann segir að mögulega væri hægt að standa að því í upphafi tímabils.

„Þá eru stuðningsmennirnir glaðir og sólin enn að skína,“ sagði Clarke sem hefur unnið að þessu málefni síðustu vikur og mánuði, eftir að hann greindi frá þeirri skoðun sinni að knattspyrnusamfélagið væri ekki í stakk búið til að taka á móti opinberlega samkynhneigðum leikmönnum.

Hann segist hafa hitt fimmtán samkynhneigða íþróttamenn síðustu fjórar vikurnar til að spyrja þá álits á málefninu. 27 ár er síðan að Justin Fashanu greindi frá samkynhneigð sinni, fyrstur leikmanan efstu deildar á Englandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×