Allt að 87 prósenta hækkun á tollkvóta milli ára Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. janúar 2017 07:00 Hingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. vísir/stefán Útboðsgjald sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá ríkjum ESB hækkaði mjög milli ára. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að hækkunin hafi verið fyrirsjáanleg. Hérlendis eru ýmsar innfluttar mjólkur- og kjötvörur tolllagðar. Ár hvert er heimilt að flytja inn nokkur tonn úr hverjum vöruflokki tollfrjálst. Þeim kvóta er úthlutað til innflytjenda í gegnum lokað uppboð, fyrst til hæstbjóðanda, síðan til þess sem býður næsthæst og svo koll af kolli. Meðalútboðsgjald er reiknað. Berist ekki tilboð í allan kvótann er honum úthlutað án gjalds.Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaHingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. Var það gert eftir tillögu frá starfshópi um tollasamning sem vildi með því tryggja jafnari dreifingu á innfluttum vörum yfir árið. Neytendur áttu ekki fulltrúa í sjö manna starfshópnum. Sé litið á niðurstöður útboðs um tollkvóta á vörum frá ESB-ríkjum sést talsverð hækkun meðalútboðsgjalds í flestum vöruflokkum. Minnst er hún í flokki alifugla, fjögur prósent, en mest í ostum, um 400 krónur á hvert kíló, eða 86,9 prósent. Um meðalverð er að ræða og því ljóst að hækkunin er meiri fyrir suma innflytjendur. Þessi hækkun mun sennilega skila sér út í verðlagið og lenda á neytendum að lokum. „Félag atvinnurekenda varaði við því að þessar breytingar myndu leiða til hækkunar á tollkvótanum,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. Hann bætir því við að hækkunina á ostakvótanum megi rekja beint til nýs búvörusamnings. „Haldi útboðsgjaldið þessari þróun áfram stefnir í að það verði nokkurn veginn hið sama og það kostar innflytjendur að flytja inn á fullum tolli. Þá er ávinningur neytenda horfinn,“ segir Ólafur. Það leiðir af eðli fyrirkomulagsins að tekjur ríkisins af því eru allnokkrar. Alls nam útboðsgjaldið vegna ESB-kvótans 330 milljónum í fyrra en það stefnir í 400 milljónir í ár. Ólafur telur ekki sennilegt að meðalverðið muni lækka þegar hinn helmingur kvótans verður boðinn út. „Verð og eftirspurn hefur verið stöðugt hækkandi undanfarin ár samhliða auknum straumi ferðamanna. Mér þykir líklegt, satt að segja, að verðið haldi áfram að hækka,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24 Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11 Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Útboðsgjald sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá ríkjum ESB hækkaði mjög milli ára. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að hækkunin hafi verið fyrirsjáanleg. Hérlendis eru ýmsar innfluttar mjólkur- og kjötvörur tolllagðar. Ár hvert er heimilt að flytja inn nokkur tonn úr hverjum vöruflokki tollfrjálst. Þeim kvóta er úthlutað til innflytjenda í gegnum lokað uppboð, fyrst til hæstbjóðanda, síðan til þess sem býður næsthæst og svo koll af kolli. Meðalútboðsgjald er reiknað. Berist ekki tilboð í allan kvótann er honum úthlutað án gjalds.Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaHingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. Var það gert eftir tillögu frá starfshópi um tollasamning sem vildi með því tryggja jafnari dreifingu á innfluttum vörum yfir árið. Neytendur áttu ekki fulltrúa í sjö manna starfshópnum. Sé litið á niðurstöður útboðs um tollkvóta á vörum frá ESB-ríkjum sést talsverð hækkun meðalútboðsgjalds í flestum vöruflokkum. Minnst er hún í flokki alifugla, fjögur prósent, en mest í ostum, um 400 krónur á hvert kíló, eða 86,9 prósent. Um meðalverð er að ræða og því ljóst að hækkunin er meiri fyrir suma innflytjendur. Þessi hækkun mun sennilega skila sér út í verðlagið og lenda á neytendum að lokum. „Félag atvinnurekenda varaði við því að þessar breytingar myndu leiða til hækkunar á tollkvótanum,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. Hann bætir því við að hækkunina á ostakvótanum megi rekja beint til nýs búvörusamnings. „Haldi útboðsgjaldið þessari þróun áfram stefnir í að það verði nokkurn veginn hið sama og það kostar innflytjendur að flytja inn á fullum tolli. Þá er ávinningur neytenda horfinn,“ segir Ólafur. Það leiðir af eðli fyrirkomulagsins að tekjur ríkisins af því eru allnokkrar. Alls nam útboðsgjaldið vegna ESB-kvótans 330 milljónum í fyrra en það stefnir í 400 milljónir í ár. Ólafur telur ekki sennilegt að meðalverðið muni lækka þegar hinn helmingur kvótans verður boðinn út. „Verð og eftirspurn hefur verið stöðugt hækkandi undanfarin ár samhliða auknum straumi ferðamanna. Mér þykir líklegt, satt að segja, að verðið haldi áfram að hækka,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24 Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11 Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24
Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11
Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00