Hefur á fjörutíu ára ferli aldrei upplifað annað eins neyðarástand á leigumarkaði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 19:00 Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við, vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörutíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Það er hreinlega bara neyðarástand á húsaleigumarkaði. Alveg skelfilegt ástand. Það virðist vera ómögulegt að fá íbúð, nema með einhverjum afarkjörum, og framboðið er nánast ekki neitt,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins og hæstaréttarlögmaður. Staðan hafi orðið til þess fólk tekur í örvæntingu á leigu dýrari íbúðir en það ræður við. „Þá teygir fólk sig eins langt og það getur, og stundum lengra heldur en það getur, sem endar stundum með vanskilum,“ segir Sigurður og bendir á að vanskil hafi aukist töluvert undanfarið. „Ég er nú búinn að brölta á þessu sviði í næstum því fjörutíu ár og hef kynnst ýmsu. Það hefur oft verið slæmt ástand á leigumarkaði en þetta er það versta sem ég veit um. Þetta stenst samjöfnun um það sem ég hef lesið um leigmarkaðinn á stríðsárunum. Á bæði fyrri stríðsárunum og seinni var neyðarástand og þetta er ástand sem verður að kalla neyðarástand.Ástandið versnað umtalsvert á síðastliðnu áriÁsta Hafberg talsmaður Leigjendasamtakanna tekur í sama steng og segir að staðan hafi versnað umtalsvert á síðastliðnu ári. „Ástandið á leigumarkaðnum hefur versnað og það hefur versnað mikið á þessu eina ári. Það er búið að ræða þetta fram og til baka og það virðist einhvern veginn ekki finnast nein lausn á þessu,“ segir hún. Ásta segir líkt og Sigurður að ástandið sé farin að minna á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Þegar fólk sat í bröggum. Við erum bara komin þangað aftur. Fólk er að leigja iðnaðarhúsnæði, það er á gistiheimilum, það er að holast inn hjá foreldrum sínum, börnum og ættingjum. Það er bara eitthvað að á húsnæðismarkaðnum, það er bara mjög einfalt.“ Tengdar fréttir Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30 Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við, vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörutíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Það er hreinlega bara neyðarástand á húsaleigumarkaði. Alveg skelfilegt ástand. Það virðist vera ómögulegt að fá íbúð, nema með einhverjum afarkjörum, og framboðið er nánast ekki neitt,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins og hæstaréttarlögmaður. Staðan hafi orðið til þess fólk tekur í örvæntingu á leigu dýrari íbúðir en það ræður við. „Þá teygir fólk sig eins langt og það getur, og stundum lengra heldur en það getur, sem endar stundum með vanskilum,“ segir Sigurður og bendir á að vanskil hafi aukist töluvert undanfarið. „Ég er nú búinn að brölta á þessu sviði í næstum því fjörutíu ár og hef kynnst ýmsu. Það hefur oft verið slæmt ástand á leigumarkaði en þetta er það versta sem ég veit um. Þetta stenst samjöfnun um það sem ég hef lesið um leigmarkaðinn á stríðsárunum. Á bæði fyrri stríðsárunum og seinni var neyðarástand og þetta er ástand sem verður að kalla neyðarástand.Ástandið versnað umtalsvert á síðastliðnu áriÁsta Hafberg talsmaður Leigjendasamtakanna tekur í sama steng og segir að staðan hafi versnað umtalsvert á síðastliðnu ári. „Ástandið á leigumarkaðnum hefur versnað og það hefur versnað mikið á þessu eina ári. Það er búið að ræða þetta fram og til baka og það virðist einhvern veginn ekki finnast nein lausn á þessu,“ segir hún. Ásta segir líkt og Sigurður að ástandið sé farin að minna á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Þegar fólk sat í bröggum. Við erum bara komin þangað aftur. Fólk er að leigja iðnaðarhúsnæði, það er á gistiheimilum, það er að holast inn hjá foreldrum sínum, börnum og ættingjum. Það er bara eitthvað að á húsnæðismarkaðnum, það er bara mjög einfalt.“
Tengdar fréttir Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30 Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30
Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00